Hansína Hansdóttir (Lögbergi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
(Endurbeint frá Hansína Hansdóttir)
Fara í flakk Fara í leit

Hansína Steinunn Jakobína Hansdóttir húsfreyja á Lögbergi fæddist 4. mars 1894 í Knarrarsókn á Snæfellsnesiog lést 23. febrúar 1917.
Foreldrar hennar voru Hans Ólafsson bóndi, smiður, f. 1. nóvember 1861 og kona hans Sigurbjörg Jakobína Vigfúsdóttir húsfreyja, f. 21. júlí 1861.

Hansína var með fjölskyldu sinni í Ytri-Lónsbæ á Snæfellsnesi 1901, í Snoppu í Ingjaldshólssókn þar 1910.
Þau Erlendur Kristjánsson fluttust til Eyja 1915 og leigðu á Lögbergi. Þar ól Hansína Hansínu Unni í nóvember 1916, en lést í febrúar 1917, og barnið lést í apríl 1917.

Maður Hansínu var Erlendur Kristjánsson smiður og útgerðarmaður, síðar á Landamótum, f. 7. desember 1887, d. 11. október 1931.
Barn þeirra var
1. Unnur Hansína Erlendsdóttir, f. 25. nóvember 1916, d. 10. apríl 1917.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.