Hallgerður Linda Pálmadóttir
Hallgerður Linda Pálmadóttir frá Reykjavík, húsfreyja fæddist 9. júlí 1949 og lést 12. maí 1996.
Foreldrar hennar voru Pálmi Jóhannsson frá Stíghúsi við Njarðarstíg 5, sjómaður, verkamaður, f. 18. janúar 1925, d. 5. febrúar 1990, og Fjóla Jónsdóttir frá Rvk, húsfreyja, f. 11. febrúar 1927, d. 24. júlí 1985.
Þau Jóhann giftu sig, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu við Smáragötu 22.
Hallgerður Linda lést 1996 og Jóhann 2023.
I. Maður Hallgerðar Lindu var Jóhann Guðjónsson frá Vallartúni við Austurveg 33, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 4. september 1942, d. 12. september 2023.
Börn þeirra:
1. Hrefna Sigurbjörg Jóhannsdóttir, f. 29. september 1972.Sambúðarmaður hennar Einar Ólafur Matthíasson.
2. Pálmi Jóhannsson, f. 3. júlí 1974. Unnusta hans Sjöfn Ólafsdóttir.
3. Þórey Jóhannsdóttir, f. 1. nóvember 1981.
4. Jóhann Jóhannsson, f. 28. desember 1986.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.