Hafdís Laufdal Jónsdóttir
Hafdís Laufdal Jónsdóttir, húsfreyja fæddist 12. maí 1949 í Langa-Hvammi við Kirkjuveg 41.
Foreldrar hennar voru Jón Kristinn Tómas Ólafsson verkamaður, sjómaður, veslunarmaður, síðar í Reykjavík, f. 14. ágúst 1910 á Leirum u. Eyjafjöllum, d. 25. júlí 2003, og kona hans Guðlaug Ragnheiður Guðbrandsdóttir frá Stardal í Kjós., húsfreyja, f. 18. mars 1921, d. 1966.
Börn Guðlaugar Ragnheiðar og Jóns:
1. Sirrý Laufdal Jónsdóttir, f. 13. september 1940 á Svalbarði.
2. Ólafur Laufdal Jónsson, f. 10 ágúst 1944 í Kaupangi.
3. Trausti Laufdal Jónsson, f. 17. maí 1947 í Kaupangi.
4. Hafdís Laufdal Jónsdóttir, f. 12. maí 1949 á Kirkjuvegi 41.
5. Erling Laufdal Jónsson, f. 21. desember 1954 í Rvk.
Hálfbróðir, sonur móður þeirra, er
6. Stefán Laufdal Gíslason, f. 12. júlí 1964.
Þau Aðalsteinn giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau búa í Kópavogi.
I. Maður Hafdísar er Aðalsteinn Pétursson úr S.-Þing., fasteignasali, f. 17. júní 1948. Foreldrar hans Pétur Jónsson, f. 28. febrúar 1900, d. 13. nóvember 1970, og Regína Kristjana Frímannsdóttir, f. 1. apríl 1906, d. 25. júlí 1989.
Börn þeirra:
1. Ragnheiður Laufdal Aðalsteinsdóttir, f. 27. september 1973.
2. Regína Laufdal Aðalsteinsdóttir, f. 20. nóvember 1975.
3. Trausti Laufdal Aðalsteinsson, f. 1. maí 1987.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Hafdís.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.