Hafdís Daníelsdóttir (Hellishólum)
Hafdís Daníelsdóttir frá Hellishólum, húsfreyja, sjúkrahússstarfsmaður, rak verslunina Heimaver með manni sínum, innheimtumaður hjá Bifreiðastöðinni, fæddist 15. apríl 1947. Foreldrar hennar voru Daníel Guðmundsson bifreiðastjóri, innheimtumaður, f. 14. nóvember 1925 í Hafnarfirði, d. 19. júlí 1996, og kona hans Marta Hjartardóttir frá Hellisholti, húsfreyja, f. þar 30. júní 1926, d. 17. janúar 2021 í Reykjanesbæ.
Börn Mörtu og Daníels:
1. Hafdís Daníelsdóttir húsfreyja, sjúkrahússstarfsmaður í Eyjum, rak verslunina Heimaver, býr nú í Hafnarfirði, f. 15. apríl 1947 á Lágafelli við Vestmannabraut 10. Maður hennar var Yngvi Björgvin Ögmundsson kaupmaður í Heimaveri, f. 27. apríl 1943, d. 20. júlí 2016.
2. Guðbjartur Daníelsson í Njarðvík, húsasmiður, f. 18. nóvember 1950 á Hellishólum við Bröttugötu 10. Kona hans er Guðmunda Lára Guðmundsdóttir húsfreyja, kennari, f. 19. júní 1950.
3. Guðmundur Bjarni Daníelsson verkamaður, iðnaðarmaður, f. 12. febrúar 1955 á Hellishólum. Kona hans er Jóhanna Kristinsdóttir húsfreyja.
4. Daníel Guðni Daníelsson bifreiðastjóri, skiltagerðarmaður í Reykjanesbæ, f. 6. apríl 1957 á Sjúkrahúsinu. Kona hans er Petrína Sigurðardóttir húsfreyja.
5. Hjörtur Kristján Daníelsson bifreiðastjóri, rekur fyrirtækið Plexigler í Reykjanesbæ, f. 17. maí 1964 á Sjúkrahúsinu. Kona hans er Kristín Guidice húsfreyja og verslunarrekandi, f. 1. október 1963.
Þau Yngvi giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Höfðaveg 24. Yngvi lést 2016.
Hafdís býr í Hafnarfirði.
I. Maður Hafdísar var Yngvi Björgvin Ögmundsson, verkamaður, kaupmaður, f. 28. apríl 1943, d. 20. júlí 2016.
Börn þeirra:
1. Birkir Yngvason, f. 15. apríl 1967.
2. Óðinn Yngvason, f. 21. júlí 1978.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Hafdís.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.