Gísli Jóhann Sigurðsson (rafvirkjameistari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Gísli Jóhann Sigurðsson.

Gísli Jóhann Sigurðsson rafvirkjameistari fæddist 8. nóvember 1913 á Norðfirði og lést 25. apríl 2005.
Foreldrar hans voru Sigurður Sigmundsson sjómaður, f. 2. október 1878 á Kotströnd í Ölfusi, d. 30. október 1941, og kona hans Hjálmrún Hjálmarsdóttir húsfreyja, f. 16. mars 1878 í Efri-Rotum u. Eyjafjöllum, d. 9. mars 1950.

Gísli var með foreldrum sínum, flutti með þeim til Reykjavíkur eins árs, flutti til Eyja 1930. Hann bjó við Faxastíg 2 í Eyjum.
Gísli lærði rafvirkjun hjá Haraldi Eiríkssyni frænda sínum, varð sveinn 1936 og öðlaðist meistararéttindi og landslöggildingu 1942, löggildingu í Reykajavík 1943.
Gísli flutti til Reykjavíkur 1938, stofnaðir fyrirtækið Rafal árið 1941 ásamt tveim öðrum, tók yfir reksturinn nokkrum árum síðar og nefndi fyrirtækið Raforku. Hann stundaði eigin atvinnurekstur í tæp 47 ár, til 1997.
Gísli var virkur í félagsstarfi, var m.a. stjórnarformaður Landssambands íslenskra rafverktaka frá 1955 til 1967, í stjórn Félags löggiltra rafverktaka í Reykjavík 1957, fyrsti formaður stjórnar Félags raftækjasala frá stofnun 1965 í 3 ár og í stjórn Stofnlánasjóðs Íslenskra tafverktaka í 15 ár frá stofnun hans 1970.
Gísli var sæmdur gullmerki Landssambands íslenskra rafverktaka 1963, gullmerki Kaupmannasamtaka Íslands 1985, varð heiðursfélagi Félags löggiltra rafverktaka í Reykjavík 1993.
Hann var félagi í Frímúrarareglunni í 60 ár.
Þau Svana giftu sig 1944, eignuðust fjögur börn.
Gísli Jóhann lést 2005 og Svana 2015.

I. Kona Gísla, (16. janúar 1944), var Svana Eyjólfsdóttir húsfreyja, hárskeri, kaupmaður, f. 12. september 1922, d. 29. maí 2015. Foreldrar hennar voru Eyjólfur Einar Jóhannsson hárskeri, f. 3. mars 1892 í Kollabúðum í Reykhólahreppi í A. -Barð., d. 14. maí 1975, og kona hans Þórunn Jónína Jónsdóttir húsfreyja, f. 12. september 1895 á Syðri-Rauðamel í Kolbeinsstaðahreppi, Hnapp., d. 8. júlí 1988.
Börn þeirra:
1. Sigurður Rúnar Gíslason rafverktaki, f. 31. maí 1944. Kona hans Ásdís Einarsdóttir.
2. Karl Helgi Gíslason húsasmíðameistari, f. 24. maí 1948. Kona hans Guðrún Bjarnadóttir.
3. Kjartan Gíslason raftæknifræðingur, f. 11. febrúar 1954. Kona hans Auðna Ágústsdóttir.
4. Hjalti Gíslason húsasmíðameistari, f. 10. maí 1960. Kona hans Svanfríður Snorradóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.