Guðrún Runólfsdóttir (Barkarstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Runólfsdóttir, húsfreyja, bóndi á Barkarstöðum í Fljótshlíð, síðar aðstoðarmatráður á Selfossi, fæddist 7. desember 1959.
Foreldrar hennar Runólfur Runólfsson frá Bræðratungu, verkstjóri, f. 4. ágúst 1938, og kona hans Kristín Sigurðardóttir frá Þingeyri, húsfreyja, verslunarmaður, f. 8. mars 1937.

Barn Kristínar og Sveins Ásgeirs Sigurðssonar:
1. Jóhanna Sigríður Sveinsdóttir húsfreyja, rak gistiheimili á Hvammstanga, býr síðan í Njarðvíkum, f. 3. febrúar 1956 á Boðaslóð 15. Fyrrum maður hennar Ólafur Þorkell Pálsson. Maður hennar Ólafur Helgi Guðmundsson.
Börn Kristínar og Runólfs:
2. Unnur Runólfsdóttir húsfreyja, afgreiðslukona, f. 1. desember 1957. Maður hennar Jóhannes Skarphéðinsson.
3. Guðrún Runólfsdóttir húsfreyja, bóndi á Barkarstöðum í Fljótshlíð, síðar aðstoðarmatráður í mötuneyti á Selfossi, f. 7. desember 1959. Maður hennar Daði Sigurðsson.
4. Kristrún Runólfsdóttir hársnyrtimeistari í Hafnarfirði, f. 8. janúar 1961. Maður hennar Guðmundur Leifsson.
5. Þórhildur Runólfsdóttir, f. 21. ágúst 1970, d. 29. maí 1981.

Guðrún eignaðist barn með Rósmundi 1977.
Þau Daði giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Barkarstöðum, búa nú á Selfossi.

I. Barnsfaðir Guðrúnar er Rósmundur Bernódusson frá Hólmavík, f. 3. ágúst 1954, d. 1. desember 1996.
Barn þeirra:
1. Kristrún Rós Rósmundsdóttir, f. 31. júlí 1977.

II. Maður Guðrúnar er Daði Sigurðsson fyrrum bóndi, síðan verkamaður á Selfossi, f. 6. maí 1939. Foreldrar hans Sigurður Tómasson, og María Sigurðardóttir.
Börn þeirra:
2. Þórhildur Daðadóttir, f. 4. mars 1982.
3. Sigurður Daðason, f. 22. júní 1984.
4. Runólfur Daðason, f. 6. febrúar 1993.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.