Guðrún Margrét Guðjónsdóttir
Guðrún Margrét Guðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur fæddist 9. október 1941 í Reykjavík og lést 24. ágúst 2023.
Foreldrar hennar voru Guðjón Halldórsson aðstoðarforstjóri, f. 5. júní 1915, d. 18. febrúar 1998, og kona hans Hallbjörg Elímundardóttir húsfreyja, f. 30. apríl 1917, d. 2. júní 2002.
Guðrún lauk gagnfræðaprófi í Reykjavík 1958, lauk prófi í H.S.Í. í mars 1964.
Á yngri árum sínum vann hún við fiskiðnað, vann afgreiðslustörf í Pennanum uns hún hóf nám í hjúkrun.
Hún var hjúkrunarfræðingur í Sjúkrahúsinu í Eyjum 15. apríl 1964-1. ágúst 1965, bæjarhjúkrunarfræðingur í Eyjum um skeið, vann við geðhjúkrun í fjölda ára og á ýmsum almennum deildum um árabil, við ungbarnaeftirlit og heilsugæslu og loks starfaði hún á öldrunardeild fram að starfslokum.
Hún dvaldist á hjúkrunardeildinni Sléttunni síðustu tvö ár sín.
Þau Guðjón giftu sig 1964, en skildu barnlaus.
Þau Sigurjón giftu sig, skildu barnlaus.
Margrét Guðrún lést 2023.
I. Maður Guðrúnar Margrétar, (21. mars 1964, skildu), er Guðjón Guðlaugsson húsgagnasmíðameistari, f. 4. desember 1940.
II. Maður Guðrúnar Margrétar, (skildu), er Sigurjón B. Stefánsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 14. september 2023. Minning Guðrúnar Margrétar.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.