Guðrún Magnúsdóttir (Auðsstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Guðrún Magnúsdóttir.

Guðrún Magnúsdóttir frá Auðsstöðum, húsfreyja fæddist 31. ágúst 1915 á Hjalla í Ölfusi og lést 19. september 2003 á hjúkrunarheimilinu Uppsölum í Fáskrúðsfirði.
Foreldrar hennar voru Magnús Jónsson frá Hlíðarenda í Ölfusi, sjómaður, útvegsmaður, f. þar 4. maí 1889, d. 9. ágúst 1922, og kona hans Guðrún Jónsdóttir frá Kúludalsá í Innri-Akraneshreppi, húsfreyja, f. þar 6. apríl 1889, d. 4. nóvember 1955 í Reykjavík.

Börn Guðrúnar og Magnúsar:
1. Guðrún Magnúsdóttir húsfreyja, f. 31. ágúst 1915 á Hjalla í Ölfusi, d. 19. september 2003.
2. Magnús Magnússon, f. 25. júlí 1917 á Hjalla, d. 9. maí 1922 í Hlíð.
3. Þórunn Magnúsdóttir húsfreyja, sagnfræðingur, kennari, skólastjóri, f. 12. desember 1920 í Hlíð, d. 24. desember 2008.

Guðrún var með foreldrum sínum, fluttist með þeim til Eyja 1920. Faðir hennar lést, er hún var tæpra 7 ára.
Hún var með móður sinni í Hlíð og á Auðsstöðum 1923-1932, er hún fór í vist í Reykjavík, en móðir hennar og Þórunn systir hennar fluttu til Reykjavíkur 1933.
Þau Stefán Björn giftu sig 1934, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Reykjavík í fyrstu, en fluttu að Berunesi við Reyðarfjörð 1936. Þar bjuggu þau til 1971, er Stefán lést. Þá flutti hún til Fáskrúðsfjarðar og bjó lengst hjá Magnúsi syni sínum og Petru konu hans, en dvaldi að síðustu á hjúkrunarheimilinu Uppsölum.
Guðrún lést 2003.

I. Maður Guðrúnar, (4. október 1934), var Stefán Björn Björnsson bóndi, oddviti, f. 15. júní 1906, d. 27. maí 1971. Foreldrar hans voru Björn Oddsson bóndi á Berunesi, f. 6. desember 1882, d. 31. maí 1961, og kona hans Jónína Guðlaug Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 29. janúar 1880, d. 18. september 1967. Börn þeirra:
1. Birgir Stefánsson í Neskaupstað og Reykjavík, kennari, bæjargjalkeri, f. 30. september 1937, d. 16. júlí 2011. Fyrri kona hans Guðný Þóra Þórisdóttir. Síðari kona hans, skildu, Aðalbjörg Rafnhildur Hjartardóttir.
2. Magnús Stefánsson kennari á Fáskrúðsfirði, f. 6. ágúst 1939. Kona hans, skildu, Petra Kristín Jakobsdóttir.
3. Þórunn Magnúsdóttir húsfreyja, verkakona í Hveragerði, f. 5. ágúst 1943. Maður hennar Bjarni Björnsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.