Guðrún Jónsdóttir (Helgahjalli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Jónsdóttir húsfreyja í Helgahjalli, síðar í Utah, fæddist 24. júlí 1849 og lést 8. maí 1931.
Foreldrar hennar voru Jón Jónsson bóndi í Stóru-Mörk, f. 1800, og Sigríður Brynjólfsdóttir vinnukona, húsfreyja í Spanish Fork í Utah, f. 25. apríl 1822, d. 4. júlí 1888 í Spanish Fork, Utah.

Guðrún var hálfsystir, (sammædd), Sigurðar Þorleifssonar húsmanns og sjómanns í Helgahjalli, síðar húsameistara í Utah, f. 20. september 1859, d. 6. mars 1922.

Guðrún var með móður sinni í Ásólfsskála 1855. Hún fluttist frá Helgahjalli vestur með Einari og börnum sínum 1880.

Guðrún var tvígift.
I. Maður hennar, (5. nóvember 1871), var Einar Jónsson smiður, mormóni, f. 16. ágúst 1839 í Fljótshlíð, d. 25. maí 1890 í Eyjum. Guðrún var fyrsta konan í fjölkvænisstöðu hans.
Börn þeirra voru:
1. Guðrún Helga Einarsdóttir, f. 26. febrúar í 1872 í Sjólyst, d. 20. júlí 1975 í Pétursborg úr „hálsveiki“.
2. Jóhanna Einarsdóttir, f. 2. júlí 1874 í Pétursborg Eyjum, fór til Vesturheims 1880.
3. Guðrún Einarsdóttir, f. 5. október 1875 í Eyjum, d. 2. nóvember 1889. Hún var ekki skírð af presti, en gefið nafn af föður sínum. Svo segir í pr.þj.bók.
4. Ágústína Einarsdóttir, f. 1. ágúst 1878 í Eyjum, fór til Vesturheims 1880.
Börn fædd utan Eyja:
5. Nicholas Wisconsin Einarsson Johnson, f. í júlí 1880 um borð í gufuskipinu S.S. Wisconsin á leið til Vesturheims.
6. Alice Theodora Einarsdóttir Johnson, f. 5. nóvember 1882 í Spanish Fork í Utah.
7. Ephraim Alexander Einarsson Johnson, f. 7. janúar 1885 í Spanish Fork í Utah.
8. Sarah Einarsdóttir Johnson, f. 16. nóvember 1886 í Spanish Fork í Utah.
9. Elizabeth Einarsdóttir Johnson, f. 27. október 1888 í í Spanish Fork í Utah.

II. Síðari maður Guðrúnar var Þórður Þórðarson, f. 4. september 1863 í Kastala, fór til Utah 1890, d. 10. september 1902 í Vesturheimi.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Magnús Haraldsson.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Utah Icelandic Settlement.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.