Guðný Kristín Heiðarsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðný Kristín Heiðarsdóttir húsfreyja á Akureyri fæddist 14. apríl 1956 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Sigvaldi Heiðar Árnason frá Svínadal í Kelduhverfi, sjómaður, f. þar 4. september 1933, d. 10. janúar 1979, og kona hans Inga Hallgerður Ingibegsdóttir frá Sandfelli, húsfreyja, f. 21. maí 1937, d. 12. desember 1990.

Börn Ingu og Heiðars:
1. Árný Heiðarsdóttir, húsfreyja, f. 2. apríl 1955 í Eyjum.
2. Guðný Kristín Heiðarsdóttir, húsfreyja, f. 14. apríl 1956 að Vesturvegi 11.
3. Þorvaldur Heiðarsson, vélstjóri, f. 11.janúar 1958 að Vesturvegi 34.
4. Lovísa Heiðarsdóttir, húsfreyja, f. 23. október 1959 á Sj.
5. Ingibjörg Heiðarsdóttir, f. 16. desember 1960 að Vesturvegi 34.
6. Edda Heiðarsdóttir, húsfreyja, f. 21. apríl 1964 í Eyjum.
7. Karel Heiðarsson, vistmaður á Sólborg á Akureyri, f. 15. maí 1968 í Eyjum.

Þau Snorri giftu sig 1978, eignuðust tvö börn. Þau búa á Akureyri.

I. Maður Guðnýjar Kristínar, (31. desember 1978), er Snorri Schiöth Bergsson, húsgagnasmiður, f. 21. mars 1955 á Akureyri. Foreldrar hans Bergur Eiríksson, sjómaður, síðar famkvæmdastjóri, f. 20. júní 1929 á Akureyri, d. 19. ágúst 1977, og kona hans Olga Snorradóttir húsfreyja, f. 13. júní 1931 á Akureyri, d. 13. janúar 2021.
Börn þeirra:
1. Friðjón Guðmundur Snorrason, f. 5. janúar 1984 á Akureyri.
2. Inga Heiða Snorradóttir, f. 18. ágúst 1992.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.