Guðmundur Sveinn Áskelsson
Guðmundur Sveinn Áskelsson, sjómaður, vélstjóri fæddist 13. október 1956 á Oddsstöðum.
Foreldrar hans voru Áskell Torfi Bjarnason sjómaður, f. 14. september 1926, d. 24. febrúar 2017, og kona hans Anna Guðný Jóhannsdóttir frá Borgarfirði eystra, f. 31. júlí 1928, d. 23. maí 2018.
Börn Önnu Guðnýjar og Áskels:
1. Árni Áskelsson, f. 6. febrúar 1953. Kona hans Jóhanna Marín Jónsdóttir.
2. Bjarni Áskelsson, f. 25. október 1954. Fyrri kona hans var Margrét Bárðardóttir, látin. Kona hans Ingibjörg H. Sigurðardóttir.
3. Guðmundur Sveinn Áskelsson, f. 13. október 1956 á Oddsstöðum. Kona hans Þóra Bjarnadóttir.
4. Guðni Torfi Áskelsson, f. 6. apríl 1959. Sambúðarkona hans Júlíana Hilmisdóttir.
5. Gestur Áskelsson, f. 6. júní 1961. Kona hans Sigríður Kjartansdóttir.
Þau Þóra giftu sig, eignuðust tvö börn og Þóra átti eitt barn frá fyrra sambandi. Þau búa í Þorlákshöfn.
I. Kona Guðmundar Sveins er Þóra Bjarnadóttir, húsfreyja, læknaritari, f. 30. mars 1965. Foreldrar hennar Bjarni Valdimarsson, f. 13. mars 1941, og Guðfinna Hólmfríður Karlsdóttir, f. 1. desember 1945.
Börn þeirra:
1. Gunnar Torfi Guðmundsson, f. 6. ágúst 1988.
2. Þórir Guðmundsson, f. 28. febrúar 2002.
Barn Þóru áður með Auðunni Eiríkssyni:
3. Karl Áki Auðunsson, f. 21. ágúst 1986.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Guðmundur Sveinn.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.