Guðmundur Gilsson
Guðmundur Gilsson Guðjónsson úr Reykjavík, kennari, söngstjóri fæddist 22. júlí 1926 og lést 6. janúar 1992.
Foreldrar hans voru Guðjón Sigurðsson frá Hálsi á Ingjaldssandi, vélstjóri, f. 26. maí 1893, d. 18. febrúar 1959, og Guðný Jensína Gilsdóttir frá Arnarnesi í Dýrafirði, húsfreyja, f. 22. september 1891, d. 28. jílí 1885.
Guðmundur nam í Verslunarskólanum 1940-1944, í Tónlistarskólanum í Rvk (aðalgrein orgelleikur) 1947-1952,
í Söngmálaskóla þjóðkirkjunnar 1949-1950, lauk kennaraprófi (söngur) 1952. Hann sótti námskeið í viðhaldi kirkjuorgela í Danmörku og Þýskalandi 1952. Hann nam í Staatliche Hochschule für Musik í Hamborg 1952-1955 og stundaði framhaldsnám þar 1956.
Guðmundur var kennari við Tónlistarskólann í Vestmannaeyjum 1950-1951, tónlistarskóla þjóðkirkjunnar 1955-1956, tónlistarskóla Árnessýslu frá 1955-1967, Rang. frá 1956-1967. Hann var organleikari Selfosskirkju frá 1955-1968, Kópavogskirkju frá 1972, formaður kirkjukórasambands Árnessýslu frá 1955.
Hann var tónlistarfulltrúi, síðar varatónlistarstjóri Ríkisútvarpsins frá 1968.
Þau Halldóra Ragna giftu sig 1955, eignuðust eitt barn og kjörbarn.
Guðmundur lést 1992 og Halldóra Ragna 2008.
I. Kona Guðmundar, (24. september 1955), var Halldóra Ragna Rudolfsdóttir Hansen húsfreyja, sjúkraliði, f. 21. apríl 1929, d. 9. júlí 2008. Foreldrar hennar voru Rudolf Theil Hansen klæðskeri, f. 10. ágúst 1897, d. 21. nóvember 1982, og kona hans Margrét Finnbjarnardóttir húsfreyja, f. 10. apríl 1898, d. 20. október 1984.
Börn þeirra:
Kjörbarn Guðmundar:
1. Arnbjörg Anna Guðmundsdóttir, f. 2. janúar 1946.
Börn hjónanna:
2. Guðný María Guðmundsdóttir, f. 18. janúar 1955.
3. Guðjón Rudolf Guðmundsson, f. 16. janúar 1959.
4. Guðmundur Gils Guðmundsson, f. 25. júlí 1960.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.