Gunnheiður Magnúsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Gunnheiður Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur fæddist 11. mars 1935 í Hraunkoti í Landbroti, V.-Skaft. og lést 18. desember 2010.
Foreldrar hennar voru Magnús Dagbjartsson bóndi, f. 5. janúar 1906, d. 10. janúar 1986, og sambúðarkona hans Jónína Kristín Sigurðardóttir húsfreyja, f. 7. október 1912, d. 19. febrúar 1989.

Gunnheiður nam í Héraðsskólanum í Skógum, lauk hjúkrunarnámi í H.S.Í. í október 1977, stundaði framhaldsnám í skurðstofuhjúkrun á Lsp 1959-1960.
Hún var hjúkrunarfræðingur á lyflækningadeild Lsp september 1957 til apríl 1959, á skurðstofu þar í nokkra mánuði 1960, vann á Ancker Hospital í St. Paul, Minnesota 1960-1962, á skurðdeild Lsp 1962-1963, á Landakotsspítalanum í Rvk, á Lsp, skurðstofum fæðingadeildar, á skurðstofu Domus Medica 1964-1966, Sjúkrahúsi Húsavíkur júlí 1966 til júlí 1967, á skurðstofum Landakotsspítala 1967-1971. Hún var deildarstjóri á skurðstofu Sjúkrahússins í Eyjum september 1971 til 1973, hjúkrunarfræðingur á Hrafnistu í Rvk 1973-1976, á skurðstofum Borgarspítalans frá 1978. (þannig 1991).
Gunnheiður lést 2010.

I. Barnsfaðir Gunnheiðar var Páll Heiðar Jónsson, f. 16. febrúar 1934, d. 12. nóvember 2011.
Barn þeirra:
1. Jóhanna Gunnheiðardóttir búfræðingur, verslunarmaður, f. 24. september 1963.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.