Gróa Stella Óskarsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Gróa Stella Óskarsdóttir frá Sunnuhvoli, húsfreyja fæddist þar 24. janúar 1949.
Foreldrar hennar voru Óskar Jónsson rennismiður, vélstjóri, kennari á Sunnuhvoli, síðar í Njarðvíkum, f. 3. september 1910, d. 2. ágúst 1991, og kona hans Sigurbjörg Þorsteinsdóttir frá Sæbergi, húsfreyja, síðast í Njarðvíkum, f. 12. janúar 1915, d. 8. nóvember 1990.

Börn Óskars og Sigurbjargar:
1. Helga Óskarsdóttir, f. 29. október 1942 á Brekku.
2. Friðþjófur Valgeir Óskarsson bankastarfsmaður, f. 19. apríl 1944 á Sunnuhvoli, d. 30. nóvember 2010.
3. Gróa Stella Óskarsdóttir, f. 24. janúar 1949 á Sunnuhvoli.
4. Sigþór Óskarsson, f. 14. apríl 1953 á Sunnuhvoli.

Gróa Stella eignaðist barn með Áskeli 1969.
Þau Guðmundur giftu sig 1978, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í Garðabæ.

I. Barnsfaðir Gróu Stellu er Áskell Agnarsson, f. 28. janúar 1949.
Barn þeirra:
1. Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, f. 20. janúar 1969.

II. Maður Gróu Stellu, (16. júní 1978), er Guðmundur Sigurjónsson, lögfræðingur, skákmeistari, f. 25. september 1947 í Rvk. Foreldrar hans Sigurjón Guðmundsson, rafverktaki, f. 17. júlí 1922, d. 19. apríl 2000, og Steinunn Sigurðardóttir, húsfreyja, skrifstofumaður, f. 15. nóvember 1922, d. 16. ágúst 2005.
Börn þeirra:
2. Sigurjón Guðmundsson, f. 4. desember 1980 í Rvk.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.