Grænahlíð 22
Fara í flakk
Fara í leit
![](/images/thumb/0/0e/Hus-2.jpg/250px-Hus-2.jpg)
![](/images/thumb/8/8f/Gr%C3%A6nahl.22.jpg/250px-Gr%C3%A6nahl.22.jpg)
Hús Magnúsar Sigurðssonar Urðavegi og Dorótheu Einarsdóttur Faxastíg. Lóðarleigusamningur var samþykktur í bæjarstjórn 28. apríl 1962 og undirritaður 22. nóvember 1962. Þau Maggi og Dóra byrjuðu að byggja í Heiðartúninu í maí 1962. Fluttu inn 4. september 1965 með börnin Kristínu fædda 4. desember 1960 og Sigurð 16. júní 1964. Yngri sonurinn Einar bættist í hópinn 3. júní 1969.
Húsið fór undir hraun í gosinu 1973.
Heimildir
- Friðrik Ásmundsson, Grænahlíð, samantekt unnin 2002.