Gestur Sævar Sigþórsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Gestur Sævar Sigþórsson frá Bröttugötu 10, trésmiður fæddist þar 27. desember 1963.
Foreldrar hans Sigþór Magnússon frá Fáskrúðsfirði, vélstjóri, f. 3. september 1939, og kona hans Ragna María Pálmadóttir, húsfreyja, verkakona, ræstitæknir, f. 27. mars 1941, d. 13. janúar 2024.

Börn Rögnu og Sigþórs:
1. Magnús Sigþórsson, f. 11. maí 1961. Fyrrum kona hans Halldóra Kristín Andrésdóttir. Kona hans Guðrún Margrét Jónsdóttir.
2. Hólmar Björn Sigþórsson, f. 17. júní 1962. Fyrrum kona hans Guðrún Hafdís Guðmundsdóttir. Kona hans Bryndís Elísa Árnadóttir.
3. Gestur Sævar Sigþórsson, f. 27. desember 1963. Kona hans Halldóra Guðrún Hannesdóttir.
4. Ragnar Þór Sigþórsson, f. 1. maí 1971.

Gestur Sævar var með foreldrum sínum, á Bröttugötu 10 og á Háeyri við Vesturveg 11a við Gosið 1973, flutti með þeim í Ölfusborgir og í Þorlákshöfn.
Hann lærði trésmíði og vann við iðn sína.
Þau Halldóra Guðrún giftu sig, eignuðust þrjú börn, þar af tvíbura. Þau bjuggu í Rvk.

I. Kona Gests Sævars er Halldóra Guðrún Hannesdóttir, f. 21. september 1966 í Rvk. Foreldrar hennar Hannes Gunnarsson, trésmiður og byggingamaður í Þorlákshöfn, f. 21. september 1941 á Selfossi, og kona hans Ása Bjarnadóttir, húsfreyja, f. 26. september 1943, d. 9. janúar 2024.
Börn þeirra:
1. Auður Gestsdóttir, f. 9. maí 1985 í Rvk.
2. Ragna María Gestsdóttir, f. 23. september 1989 í Rvk.
3. Hanna Guðrún Gestsdóttir, f. 23. september 1989 í Rvk.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.