Gerður Gunnarsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Gerður Gunnarsdóttir, húsfreyja, snyrtifræðingur, veitingastjóri, flugfreyja, sölustjóri, myndhöggvari með fjölda verka víðs vegar, fæddist 6. desember 1942.
Foreldrar hennar voru Gunnar Sigurmundsson frá Stapadal í Arnarfirði, prentari, prentsmiðjustjóri, f. 23. nóvember 1908, d. 18. júní 1991, og kona hans Vilborg Sigurðardóttir| frá Rvk, húsfreyja, verkakona, saumakona , klæðskeri, f. 9. febrúar 1913, d. 3. nóvember 2005.

Börn Vilborgar og Gunnars:
1. Gylfi Gunnarsson stýrimaður, ljósmyndari, þyrluflugstjóri í Bandaríkjunum, f. 6. október 1939, d. 19. október 2013.
2. Gerður Gunnarsdóttir flugfreyja, myndlistakona, f. 6. desember 1942.
3. Gauti Gunnarsson vélsmiður á Spáni, f. 15. febrúar 1945.
4. Sigurður Ólafur Gunnarsson flugvirki, flugvélstjóri, f. 29. júlí 1950, d. 2. desember 2022.

Gerður eignaðist barn með Sveini 1964.
Þau Brynjúlfur Kristján giftu sig, hafa ekki eignast börn saman.

I. Barnsfaðir Gerðar er Sveinn Svanur Jónsson, f. 11. nóvember 1922, d. 14. september 1998.
Barn þeirra:
1. Gunnar Þorsteinsson Johnson, f. 28. maí 1964.

II. Maður Gerðar er Grétar Brynjúlfur Kristjánsson, lögfræðingur, f. 15. september 1937. Foreldrar hans Kristján Magnúsen Guðlaugsson, f. 9. september 1906, d. 12. nóvember 1982, og Bergþóra Brynjólfsdóttir, f. 11. apríl 1908, d. 8. mars 1987.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.