Geir Guðmundsson (Geirlandi)
Geir Guðmundsson fæddist 22. júní 1873 og lést 14. mars 1952. Kona hans var Guðrún Pétursdóttir, f. 1883 d. 1923.
Þau bjuggu í Geirlandi. Hann reisti húsið árið 1908 og nefndi það eftir sjálfum sér. Geir sagði að þegar að hann myndi byggja sér hús, þá yrði hátt til lofts þar. Mjög hátt er til lofts í stofunum tveimur á annarri hæð Geirlands, en það er um 3.3 metrar.
Geir var einn af fyrstu meðlimum í hinu nýstofnaða Taflfélagi Vestmannaeyja árið 1926.
Hann var einn af fimm eigendum að Unni VE-80.
Þau Guðrún giftu sig 1910, eignuðust tvö börn.
Guðrún lést 1923 og Geir 1952.
I. Kona Geirs, (1910), var Guðrún Pétursdóttir húsfreyja, f. 15. október 1883 á Mýrum í Skriðdal, S.-Múl., d. 18. mars 1923.
Börn þeirra:
1. Ásta Geirsdóttir húsfreyja, síðast í Njarðvík, f. 4. febrúar 1912, d. 16. desember 1999.
2. Hrefna Geirsdóttir húsfreyja, verslunarmaður í Reykjavík, f. 7. desember 1913, d. 13. september 1995.