Fríða Jóna Ágústsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Fríða Jóna Ágústsdóttir húsfreyja fæddist fæddist 14. júlí 1966 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Ágúst Pálmar Óskarsson vélstjóri, f. 12. desember 1939 í Eyjum, og kona hans Oddfríður Jóna Guðjónsdóttir húsfreyja, skólaliði, f. 22. maí 1942 á Innsta-Vogi í Innri-Akraneshreppi, Borg.

Fríða Jóna var með foreldrum sínum í æsku, á Ásavegi 30.
Hún varð 3. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1982, lauk verslunarprófi í Framhaldsskólanum í Eyjum 1984.
Fríða Jóna vann skrifstofustörf hjá Rafveitunni í 2 ár, vann nokkur ár hjá Verkfræðistofu Suðurnesja, hjá Bakkavör, sem varð Framfoods í 10 ár, hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum í Reykjavík í tvö og hálft ár, síðan í 7 ár hjá Isavia á Keflavíkurflugvelli.
Þau Sæmundur giftu sig 1992, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu að Foldahrauni 38 hluta af árinu 1988, fluttu til Innri-Njarðvíkur á því ári. Þau búa við Tjarnargötu 6 í Reykjanesbæ.

I. Maður Fríðu Jónu, (22. maí 1992), er Sæmundur Vilhjálmsson frá BurstafellI, rafvirkjameistari, rafmagnseftirlitsmaður, umsjónarmaður, f. 7. desember 1948.
Börn þeirra:
1. Ágúst Sæmundsson, lærir félagsráðgjöf, vinnur á leikskóla, f. 21. maí 1989, ókvæntur.
2. Árni Sæmundsson vélvirki, f. 8. desember 1992, ókvæntur.
Sonur Sæmundar frá fyrra hjónabandi og fóstursonur Fríðu Jónu er
6. Bjarni Sæmundsson vélvirki hjá Marel, f. 9. mars 1977. Fyrrum sambúðarkona Zanný Vöggsdóttir. Kona hans Guðlaug Sunna Gunnarsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Fríða Jóna.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.