Fannar Eyfjörð Skjaldarson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Fannar Eyfjörð Skjaldarson, alinn upp á Reykhólum í Barð., skipstjóri, útgerðarmaður, trillukarl, rekur fyrirtækið Salthólma, fæddist 6. mars 1958.
Foreldrar hans Skjöldur Eyfjörð Stefánsson, togarasjómaður, f. 13. ágúst 1931, d. 20. maí 1990, og kona hans Berta Valdimarsdóttir, húsfreyja, f. 25. ágúst 1921, d. 7. júlí 1972.

Barn Bertu með Jóni Péturssyni:
1. Pétur Jónsson rafvélavirki, f. 16. júlí 1943 í Sigtúni .
Barn Bertu með Ingva Rafni:
2. Jón Valdimar Ingvason, f. 28. desember 1951 í Sigtúni.
Börn Bertu með Skildi Eyfjörð:
3. Sonja Eyfjörð Skjaldardóttir húsfreyja, hárgreiðslukona, f. 29. mars 1955. Maður hennar Júlíus Hólmgeirsson vélstjóri.
4. Ingibjörg Eyfjörð Skjaldardóttir húsfreyja, f. 23. desember 1956 að Hásteinsvegi 7. Barnsfaðir hennar Matthías Daði Sigurðsson. Maður hennar Guðmundur Viðar Guðmundsson húsasmiður.
5. Fannar Eyfjörð Skjaldarson skipstjóri, f. 6. mars 1958, alinn upp á Reykhólum í A.-Barð. Fyrrum kona hans Dóróthea Sigvaldadóttir. Kona hans Elín Helga Magnúsdóttir.
6. Halldóra Eyfjörð Skjaldardóttir húsfreyja, fyrrum sýningarstúlka, f. 22. desember 1960.

Þau Dóróthea giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau skildu.
Þau Elín Helga giftu sig, eignuðust ekki börn saman, en hún á þrjú börn.

I. Fyrrum kona Fannars er Dóróthea Guðrún Sigvaldadóttir, f. 28. september 1952. Foreldrar hennar Sigvaldi Guðmundsson, f. 19. mars 1929, d. 12. maí 2015, og Alma, af þýskum ættum.
Börn þeirra:
1. Skjöldur Eyfjörð Fannarsson, f. 25. júlí 1978.
2. Unnar Hallmar Eyfjörð Fannarsson, f. 11. maí 1984.

II. Kona Fannars er Elín Helga Magnúsdóttir, f. 16. september 1963.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.