Elísabet Guðmunda Þorsteinsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Elísabet Guðmunda Þorsteinsdóttir húsfreyja, virknisþjálfi, listmálari, vinnur við heimahjúkrun, fæddist 3. ágúst 1967 í Eyjum.
Foreldrar hennar Þorsteinn Pálmar Matthíasson fiskverkamaður f. 22. júlí 1943, og Guðný Helga Örvar húsfreyja, starfsmaður Póstsins, f. 20. júní 1946.

Börn Guðnýjar og Þorsteins:
1. Þorgerður Helga Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 16. nóvember 1964 í Kópavogi. Fyrrum sambúðarmaður Tómas Dagur Helgason. Fyrrum maður hennar Þorvaldur Jón Kristján Sturluson.
2. Elísabet Guðmunda Þorsteinsdóttir húsfreyja, virknisþjálfi, listmálari, f. 3. ágúst 1967 í Vestmannaeyjum. Maki hennar Ögmundur Jón Guðnason.
3. Matthildur Unnur Þorsteinsdóttir húsfreyja á Hofsnesi í Öræfum, f. 26. febrúar 1971 í Vestmannaeyjum. Barnsfaðir hennar Jón Andrésson. Maður hennar Einar Rúnar Sigurðsson.
4. Anna Þorsteinsdóttir, f. 21. október 1974 á Höfn í Hornafirði. Fyrrum maður hennar Jón Indriði Þórhallsson. Maður hennar Guðmundur Garðarsson. Hún býr í Noregi.

Þau Ögmundur Jón giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau búa á Höfn í Hornafirði.

I. Maður Elísabetar Guðmundu er Ögmundur Jón Guðnason frá Vík í Mýrdal, bifvélavirki, f. 28. maí 1966. Foreldrar hans Guðbjörg Stella Ögmundsdóttir, f. 11. október 1933, og Guðni Óskar Gestsson, f. 28. janúar 1929, d. 4. maí 2017.
Börn þeirra:
1. Guðbjörg Stella Ögmundsdóttir, f. 5. ágúst 1991.
2. Fjóla Ósk Ögmundsdóttir, f. 3. ágúst 1994.
3. Kristófer Örvar Ögmundsson, f. 1. apríl 1996.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.