Elías Weihe Stefánsson
Elías Weihe Stefánsson, sjómaður, býr nú á Spáni, fæddist 19. desember 1953.
Foreldrar hans voru Stefán Ágúst Guðmundsson frá Vorsabæjarhjáleigu í Flóa, verkamaður, f. 1. ágúst 1919, d. 22. júní 2000, og kona hans Sigríður Elísabet Jóhannsdóttir Weihe Guðmundsson frá Porkere í Suðurey í Færeyjum, húsfreyja, f. 9. janúar 1921, d. 1. apríl 2016.
Barn Sigríðar og Sigurðar Breiðfjörð Ólafssonar:
1. Johan Edvin Weihe Stefánsson, f. 26. maí 1945 í Vorsabæjarhjáleigu. Fyrrum kona hans Gunnhildur Elsa Hrólfsdóttir. Fyrrum sambúðarkona hans Steinunn Eggertsdóttir. Fyrrum sambúðarkona hans Hjördís Guðmundsdóttir.
Börn Sigríðar og Stefáns:
2. Guðmundur Weihe Stefánsson, f. 3. desember 1946 í Framnesi. Kona hans Ellý Elíasdóttir.
3. Sigurður Weihe Stefánsson, f. 13. maí 1949 á Skjaldbreið. Kona hans Ásta Traustadóttir.
4. Guðmar Weihe Stefánsson, f. 8. október 1952 í Akurey. Fyrri kona hans Erna Margrét Laugdal Ottósdóttir. Kona hans Ragnhildur Ragnarsdóttir.
5. Elías Weihe Stefánsson, f. 19. desember 1953. Kona hans Hjördís Guðbjartsdóttir.
6. Katrín Stefánsdóttir, f. 28. júní 1963 á Sjúkrahúsinu. Maður hennar Steingrímur Svavarsson.
Þau Hjördís giftu sig, eignuðust þrjú börn.
I. Kona Elíasar er Hjördís Guðbjartsdóttir, húsfreyja, afgreiðslumaður, f. 11. júlí 1957. Foreldrar hennar Guðbjartur Jónsson, f. 29. nóvember 1917, d. 16. júní 1992, og Gíslína Sumarliðadóttir, f. 2. apríl 1926.
Börn þeirra:
1. Gísli Elíasson, f. 1. júlí 1976.
2. Katrín Elíasdóttir, f. 29. júlí 1981.
3. Íris Elíasdóttir, f. 3. apríl 1984.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Elías.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.