Elías Björn Angantýsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Elías Björn Angantýsson frá Hlaðbæ við Austurveg 28, vélvirkjameistari fæddist þar 20. ágúst 1948.
Kjörforeldrar hans voru Angantýr Elíasson útgerðarmaður, skipstjóri, hafnsögumaður, f. 29. apríl 1916, d. 18. júní 1991, og kona hans Sigríður Björnsdóttir (Silla) frá Bólstaðarhlíð, húsfreyja, f. 8. apríl 1923, d. 30. júlí 2019.
Kynforeldrar Elíasar voru Ólafur Guðmundsson frá Hlíð, húsasmíðameistari, kennari, f. 26. október 1927, d. 10. ágúst 2007, og barnsmóðir hans Perla Björnsdóttir frá Bólstaðarhlíð, verslunarkona, talsímakona, húsfreyja, f. 11. ágúst 1928.

Elías var með kjörforeldrum sínum frá fyrsta ári sínu.
Hann varð 4. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1964, lærði vélvirkjun í Magna, lauk sveinsprófi 1974, fékk meistarabréf 1977.
Elías vann hjá Vinnslustöðinni til Goss 1973. Eftir flutning til lands vann hann hjá Baaderþjónustunni til 68 ára aldurs, síðan í tvö ár í New Bedford í Massachusetts.
Þau Drífa giftu sig 1973, eignuðust 4 börn, en misstu fyrsta barn sitt nýfætt. Þau bjuggu í Grænuhlíð 8 við Gos, en síðast á Lækjarhjalla 34 í Kópavogi.
Drífs lést 2017.

I. Kona Elíasar, (31. desember 1973), var Drífa Vermundsdóttir frá Sunnudal í Kaldrananeshreppi, Strand., húsfreyja, skólaliði, f. þar 20. júní 1949, d. 29. júní 2017.
Börn þeirra:
1. Drengur, f. 1. ágúst 1972, d. 2. ágúst 1972.
2. Sara Elíasdóttir, viðskiptafræðingur, sérfræðingur, f. 8. mars 1974. Sambúðarmaður hennar Valgeir Bergmann Magnússon.
3. Sigrún Edda Elíasdóttir viðskiptafræðingur, vinnur í markaðsmálum, f. 7. september 1977. Maður hennar Baldur Snorrason.
4. Margrét Elíasdóttir starfsmaður við gistiþjónustu, f. 26. september 1982. Fyrrum sambúðarmaður hennar Daníel Petersen.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.