Eiríkur Nielsen

Eiríkur Nielsen, áður Kaj Erik Nielsen, bakarameistari fæddist 9. október 1926 á Lálandi í Danmörku og lést 7. maí 2015 á Lsp.
Foreldrar hans voru Hans Peter Holger Nielsen, f. 2. febrúar 1898, d. 1975, og Agnes Margrethe Nielsen, f. 31. janúar 1900, d. 1981.
Eiríkur fór á samning í bakaraiðn hjá hjá bakarameistaranum Hegner í Hellerup. Hann lauk sveinsprófi í bakaraiðn árið 1945 í Kaupmannahöfn. Var sjóliði hjá konunglega danska sjóhernum 1946-1947, fluttist árið 1959 til Íslands. Starfaði hjá Sauðárkróksbakaríi 1959 og hjá Bakaríi Vestmannaeyja síðar sama ár. Hann fluttist í Kópavog árið 1963 og hóf störf í Bernhöftsbakaríi og vann þar til ársins 1970, er hann hóf störf hjá Bakaríinu Austurveri og vann þar, uns hann lét af störfum árið 1994.
Þau Pálína giftu sig, eignuðust sex börn. Þau bjuggu á Búastaðabraut 1, síðan í Kópavogi.
I. Kona Eiríks var Pálína Sigþrúður Einarsdóttir Höjgaard, húsfreyja, f. 30. janúar 1936, d. 12. desember 2024.
Börn þeirra:
1. Halldór Nielsen Eiríksson, skírður Holgeir Nielsen, f. 29. janúar 1961 í Eyjum. Fyrrum kona hans Guðrún Finnbogadóttir.
2. Elísa Nielsen Eiríksdóttir, f. 15. desember 1961 í Eyjum.
3. Agnes Margrét Nielsen, f. 23. október 1964.
4. Nanna Herdís Nielsen, f. 23. október 1964.
5. Ólöf Stefanía Nielsen, f. 23. október 1964.
Börn Pálínu áður:
6. Sigurlaugur Þorsteinsson, f. 15. apríl 1953.
7. Unnur Þorsteinsdóttir, f. 7. febrúar 1956.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið. Minning Kajs og minning Pálínu.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.