Díanna Þyrí Einarsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Díanna Þyrí Einarsdóttir, húsfreyja, lærður ritari, rak útgerð með Þorsteini manni sínum, f. 4. janúar 1971 í Hveragerði.
Foreldrar hennar Einar Pálmi Jóhannsson rafvirki, f. 6. maí 1950, og Barbara Dagmar Björnsdóttir Wdowiak húsfreyja, f. 11. júlí 1950 í Bandaríkjunum.

Börn Barböru og Einars Pálma:
1. Jóhanna María Einarsdóttir, f. 29. maí 1968.
2. Díanna Þyrí Einarsdóttir, f. 4. janúar 1971.
3. Einar Pálmi Einarsson, f. 21. nóvember 1980.

Díanna flutti með foreldrum sínum til Eyja þriggja ára.
Þau Þorsteinn giftu sig, eignuðust þrjú börn.
Þau fluttu síðar til Garðabæjar.

I. Maður Díönnu Þyríar er Þorsteinn Viktorsson rafvirki, iðnrekstrarfræðingur, útgerðarmaður, bílaleigurekandi, f. 31. mars 1963.
Börn þeirra:
1. Stefanía Þorsteinsdóttir yngri, f. 30. nóvember 1988.
2. Alexander Jarl Þorsteinsson, f. 22. desember 1993.
3. Viktoría Rún Þorsteinsdóttir, f. 27. apríl 1997.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.