Bragi Ólafsson (Kalmanstjörn)

Bragi Ingiberg Ólafsson, eða Bragi á fluginu eins og hann er gjarnan kallaður, fæddist í Vestmannaeyjum 16. desember 1939. Kona Braga er Laufey Bjarnadóttir en áður var Bragi kvæntur Ingibjörgu Ástu Blomsterberg Bjarnadóttur.
Bragi lauk prófi frá Skógaskóla. Hann hefur starfað á Flugvelli Vestmannaeyja frá 1973. Bragi sat í bæjarstjórn frá 1982-1996 fyrir Sjálfstæðisflokkinn og var forseti bæjarstjórnar.
Heimildir
- Haraldur Guðnason. Við Ægisdyr: Saga Vestmannaeyjabæjar í 60 ár. II. bindi. Reykjavík: Vestmannaeyjabær, 1991.
Frekari umfjöllun
Bragi Ingiberg Ólafsson frá Kalmanstjörn umdæmisstjóri Flugleiða í Eyjum, bæjarfulltrúi, forseti bæjarstjórnar, fæddist 16. desember 1939 á Mosfelli.
Foreldrar hans Ólafur Sigurðsson sjómaður, verkamaður, f. 8. maí 1905, d. 28. apríl 1986, og kona hans Sigrún Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 4. júlí 1905, d. 20. júní 1984.
Börn Sigrúnar og Ólafs:
1. Haukur Lindberg Bjarnason, f. 30. ágúst 1930 á Kletti í Vindhælishreppi, d. 13. febrúar 1945. Hann var fósturbarn hjónanna. Foreldrar hans Bjarni Theodór Guðmundsson og Ingibjörg Sigurðardóttir Kletti í Kálfhamarsvík á Skaga, A-Hún.
2. Sigurður Ólafsson sjómaður, vélstjóri, verkamaður, f. 21. september 1936 í Hraungerði í Akraneshreppi. Kona hans var Anna Jóna Guðmundsdóttir, látin.
3. Ástmar Guðmundur Ólafsson auglýsingateiknari, f. 16. júlí 1938 á Hvassafelli, ókvæntur.
4. Bragi Ingiberg Ólafsson umdæmisstjóri Flugleiða í Eyjum, bæjarfulltrúi, f. 16. desember 1939 á Mosfelli. Fyrri kona hans Ingibjörg Ásta Blomsterberg, látin. Síðari kona hans Laufey Bjarnadóttir.
5. Margrét Ólafsdóttir verkakona, f. 23. ágúst 1941 á Mosfelli, d. 31. janúar 1964, ógift.
6. Hugrún Lindberg Ólafsdóttir húsfreyja, verkakona, starfsmaður á Hrafnistu í Hafnarfirði, f. 5. janúar 1948 á Kalmanstjörn. Maður hennar Skúli Bjarnason, látinn.
Þau Ingibjörg Ásta giftu sig, eignuðust eitt barn, en hún átti barn áður.
Þau Laufey giftu sig, eignuðust ekki börn saman, en hún á tvö börn frá fyrra sambandi. Þau bjuggu í Ási við Kirkjuveg 49.
I. Kona Braga var Ingibjörg Ásta Blomsterberg húsfreyja, skrifstofumaður, f. 7. mars 1940, d. 17. júlí 1984. Foreldrar hennar Bjarni Blomsterberg, f. 17. febrúar 1917, d. 28. febrúar 2014, og Ásta Sigrún Hannesdóttir, f. 16. júlí 1920, d. 10. desember 2003.
Barn þeirra:
1. Ólafur Bragason, f. 13. apríl 1961.
Barn Ingibjargar Ástu er Ásta Sigrún Erlingsdóttir, f. 19. október 1957.
II. Kona Braga er Laufey Bjarnadóttir frá Akureyri, deildarstjóri hjá Bænum, f. 16. september 1943. Foreldrar hennar Bjarni Geir Árnason, f. 28. júní 1899, d. 29. júlí 1946, og Ósk Jórunn Árnadóttir, f. 15. júlí 1896, d. 9. nóvember 1985.
Börn hennar:
1. Árdís Kjartansdóttir, f. 1. janúar 1966.
2. Kristín Þóra Kjartansdótir, f. 8. maí 1970.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Bragi.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.