Bragi Einarsson (kennari)
Bragi Einarsson grafískur hönnuður, framhaldskólakennari í Keflavík fæddist 6. júní 1960 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Einar Sigurfinnsson afgreiðslumaður, f. 12. febrúar 1940, og kona hans Margrét Bragadóttir húsfreyja, f. 22. maí 1942, d. 13. nóvember 2018.
Bragi var með foreldrum sínum, á Hásteinsvegi 55 1960, flutti með móður sinni í Garð í Gull. 1961.
Hann var nemi í Myndlista- og handíðaskóla Íslands, lauk námi 1988, lauk kennaraprófi 2007.
Bragi vann á auglýsingastofu Ernsts Backmann 1987-1988, í Prentsmiðjunni Grágás í Keflavík 1989-1994 og í Prentsmiðjunni Odda 1995-1996, vann síðan í Prentsmiðjunni Grágás hf. Hann er kennari í myndlist og upplýsingatækni í Fjölbrautarskóla Suðurnesja síðan 2002.
I. Kona Braga er Guðrún Filippía Stefánsdóttir kennari f. 1. desember 1960 í Reykjavík. Foreldrar hennar Stefán Sigbjörnsson sjómaður, f. 16. mars 1924 í Reykjavík, d. 27. mars 2009, og kona hans Hanna Ágústa Ágústsdóttir, f. 27. apríl 1931 í Reykjavík, d. 17. október 2005.
Börn þeirra:
1. Steinunn Björk Bragadóttir blaðamaður, f. 13. mars 1986.
2. Stefán Arnar Bragason smiður, kvikmyndatæknir, f. 14. maí 1990.
3. Einar Ágúst Bragason flutningabílstjóri, f. 16. nóvember 1992.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Bragi.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 7. apríl 2009. Minning Stefáns Sigbjörnssonar.
- Stéttatal Bókagerðarmanna.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.