Björg Jónsdóttir Einarsdóttir
Björg Jónsdóttir Einarsdóttir húsfreyja í Húsavík fæddist 12. júlí 1905 á Vattarnesi við Reyðarfjörð og lést 17. desember 1978.
Foreldrar hennar voru Einar Brynjólfsson útvegsbóndi, formaður, f. 25. mars 1871 í Norðfirði, d. 4. júlí 1942, og kona hans Oddný Jónasdóttir, f. 25. október 1875 í Árnagerði í Fáskrúðsfirði, d. 31. ágúst 1916.
Björg var með foreldrum sínum í Guðjónshúsi á Norðfirði 1910, missti móður sína ellefu ára 1916.
Hún var hjú á Hánefsstöðum í Seyðisfirði 1920, flutti til Eyja 1922.
Hún bjó ógift með Guðjóni í Vallanesi við Heimagötu 42 1927. Þau eignuðust Gunnar Hólmfreð þar 1928.
Þau bjuggu í Húsavík 1930.
Guðjón lést á Vífilsstöðum 1935.
Björg flutti til Reykjavíkur, giftist Ásmundi 1942, eignaðist með honum eitt barn.
Björg lést 1978 og Ásmundur 1984.
I. Sambúðarmaður Bjargar var Guðjón Þorsteinsson útgerðarmaður, verkamaður, f. 20. ágúst 1896 í Vallarhjáleigu í Hvolhreppi, Rang., d. 20. júní 1935.
Barn þeirra:
1. Gunnar Hólmfreð Guðjónsson, f. 7. júní 1928 í Vallanesi, d. 25. nóvember 1933.
II. Maður Bjargar, (23. maí 1942), var Ásmundur Árnason verslunarmaður í Reykjavík, f. 7. apríl 1900 í Reykjavík, d. 3. febrúar 1984. Foreldrar hans voru Árni Helgason skósmiður, steinsmiður í Reykjavík, f. 17. ágúst 1851 í Neðra-Nesi í Mýrasýslu, d. 8. júní 1934, og kona hans Þorbjörg Þorkelsdóttir húsfreyja, f. 14. september 1860 í Marteinsbæ í Reykjavík, d. 8. janúar 1930.
Barn þeirra:
2. Júlía Þórey Ásmundsdóttir húsfreyja, bankamaður í Mosfellsbæ, f. 13. mars 1947. Maður hennar Benedikt Steingrímsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Magnús Haraldsson.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.