Björg Bjarnadóttir (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Björg Bjarnadóttir kennari, sálfræðingur fæddist 10. nóvember 1952.
Foreldrar hennar voru Bjarni Sveinsson múrarameistari, framkvæmdastjóri, f. 27. júní 1929, d. 7. apríl 2012, og kona hans Ásta Sigmarsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 3. nóvember 1925, d. 29. janúar 2019.

Björg varð stúdent 1972, lauk B.A.-prófi í sálarfræði í H.Í. 1980.
Hún kenndi í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1972-1973,, var sékennari í grunnskóla Reykjanessumdæmis 1980-1981, kennari í Menntaskólanum á Akureyri frá 1981.
Þau Sigurður voru í sambúð, eignuðust tvö börn, en slitu.
Sigurður lést 2009.

I. Sambúðarmaður Bjargar, (slitu 1978), var Sigurður Jóhannsson, nam stærðfræði, heimspeki og sálarfræði, var ljóðskáld, f. 2. október 1950, d. 21. mars 2009. Foreldrar hans voru Jóhann Sigurjónsson Hannesson skólameistari, f. 10. apríl 1919, d. 9. nóvember 1983, og kona hans Winston Hannesson kennari, f. 23. júní 1920, d. 12. janúar 1987.
Börn þeirra:
1. Jóhann Tómas Sigurðsson yfirhönnuður hjá Google í Montreal í Kanada, f. 7. nóvember 1975. Kona hans Jóhanna Jakobsdóttir þýðandi.
2. Ingibjörg Birta Sigurðardóttir forstöðumaður upplýsingadeildar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, f. 25. júní 1977.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið 3. apríl 2009. Minning Sigurðar Jóhannssonar.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.