Bjarni Jónsson (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Bjarni Jónsson.

Bjarni Jónsson kennari, listmálari fæddist 15. september 1934 í Reykjavík og lést 8. janúar 2008.
Foreldrar hans voru Jón Magnússon húsgagnasmiður, f. 12. maí 1906, d. 8. mars 1969, og Sigríður Júlíana Bjarnadóttir, f. 26. maí 1910, d. 18. mars 1997.

Bjarni varð gagnfræðingur í gagnfræðaskóla Austurbæjar 1951, lauk kennaraprófi 1955, stundaði jafnframt nám í myndlist í skóla frístundamálara og Handíða- og myndlistarskólanum og hjá einstökum myndlistarmönnum, m.a. Ásgrími Jónssyni, Valtý Péturssyni og Jóhannesi Kjarval. Auk þess stundaði hann nám í píanóleik og söng.
Hann var kennari í Barnaskólanum, Gagnfræðaskólanum og á vélstjóranámskeiðum í Eyjum 1955-1957 og starfrækti þar einnig myndlistarskóla þau ár. Hann var kennari í Flensborgarskóla frá 1957-1973, stundakennari í barnaskólanum í Silfurtúni í Garðabæ 1958-1961, Iðnskólanum í Hafnarfirði 1960-1961 og 1963-1967. Hann teiknaði á bókakápur og í bækur fyrir ýmis bókaforlög. m.a. Ríkisútgáfu námsbóka, t.d. í Sagan okkar, Grasafræði Geirs Gígju, Heilsufræði Pálma Jósefssonar, Umferðabók Jóns Oddgeirs, Ég reikna eftir Jónas B. Jónsson o.fl. Hann málaði leiktjöld fyrir Leikfélag Hafnarfjarðar, einnig teiknaði hann á umbúðir fyrir fjölda fyrirtækja, skrautritun, félagsmerki o. m. fl.
Bjarni hélt einnig sýningar og tók þátt í sýningu Félags íslenskra myndlistarmanna hér heima og erlendis, m.a. í Deuxieme Biennale de Paris 1961, einnig átti hann myndir á farandsýningu í Bandaríkjunum á vegum American People Encyclopedia.
Hann vann eingöngu að myndlist frá 1973, vann að heimildarteikningum í rit Lúðvíks Kristjánssonar um íslenska sjávarhætti frá fyrstu tíð, í Skátabókina 1974, Orðabók Menningarsjóðs.
Þau Ragna giftu sig 1954, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í barnaskólanum. Þau skildu.
Þau Astrid giftu sig og Bjarni fóstraði barn hennar. Bjarni lést 2008.

I. Kona Bjarna, (3. júlí 1954, skildu 1973), var Ragna Halldórsdóttir, f. 19. mars 1935, síðast í Bandaríkjunum, d. 21. maí 1993.
Börn þeirra:
1. Halldór Bjarnason, nemi, f. 1. ágúst 1954. Barnsmóðir hans Valgerður Hauksdóttir.
2. Jón Haukur Bjarnason, f. 9. apríl 1957 í Eyjum. Kona hans Anna Lena Wass.
3. Lúðvík Bjarnason, f. 26. mars 1961. Kona hans Eileen Hooks.
4. Guðrún Valgerður Bjarnadóttir, f. 25. september 1962. Maður hennar Jimmie Darrel White.

II. Kona Bjarna, (1984), var Astrid Ellingsen prjónahönnuður, f. 14. júní 1927, d. 19. maí 2006. Faðir hennar Fritz Helsvig útgerðarmaður í Noregi, f. 1896, látinn, og kona hans Erna Ellingsen.
Uppeldisdóttir Bjarna:
5. Erna Svala Ragnarsdóttir, f. 27. júní 1962. Maður hennar Kristján Sverrisson.



Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið 18. janúar 2008. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.