Bjarni Gunnarsson (verkfræðingur)
Bjarni Gunnarsson frá Reykjavík, byggingaverkfræðingur fæddist 25. júlí 1948.
Foreldrar hans Gunnar Bjarnason hrossaræktarráðunautur og kennari, síðar búfjárræktarráðunautur, f. 13. desember 1915, d. 15. september 1998, og kona hans Svava Halldórsdóttir húsfreyja, síðar flokksstjóri, f. 8. júlí 1916, d. 26. september 1988.
Bjarni varð stúdent í MA 1968, lauk fyrri hlutaprófi í verkfræði í HÍ 1971, prófi í byggingaverkfræði í HÍ 1974, lauk M.Sc.-prófi í byggingaverkfræði í DTH í Khöfn 1976.
Hann var mælingamaður hjá Verkfræðistofunni Hniti hf. 1970-1973, verkfræðingur hjá Hniti hf. 1974, hjá Vestmannaeyjakaupstað 1976-1977, verkfræðingur hjá Hniti hf. frá 1977, hluthafi í fyrirtækinu frá 1978.
Þau Guðrún Helga giftu sig 1968, eignuðust þrjú börn.
I. Kona Bjarna, (24. ágúst 1968), er Guðrún Helga Kristinsdóttir húsfreyja, kennari, f. 22. maí 1948 í Eyjum.
Börn þeirra:
1. Helgi Bjarnason, tryggingastærðfræðingur, fyrrv. forstjóri, f. 22. janúar 1969 í Eyjum. Kona hans Alida Jakobsdóttir.
2. Gunnar Bjarnason, heilsunuddari, f. 29. ágúst 1970 í Reykjavík. Kona hans Inga Vigdís Baldursdóttir.
3. Hörður Bjarnason, verkfræðingur, f. 28. mars 1978. Kona hans Valgerður Tómasdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.