Bjarney Kristín Kristmundsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Bjarney Kristín Kristmundsdóttir húsfreyja í Winnipeg fæddist 11. maí 1898 í Reykjavík og lést 1998.
Foreldrar hennar voru Kristmundur Bjarnason sjómaður, f. 14. desember 1871 á Bala í Hafnarfirði, d. 5. janúar 1954 í Arnarholti á Kjalarnesi, og kona hans Margrét Jórunn Magnúsdóttir húsfreyja, f. 8. október 1873 á Lambhóli við Skerjafjörð, d. 30. október 1953 í Kópavogi.

Kristín flutti til Eyja úr Reykjavík 1921, var á Þingeyri við fæðingu Sigurbjargar Margrétar 1922, flutti til Winnipeg með Magnúsi 1924.
Þau eignuðust átta börn.
Magnús lést 1968 og Bjarney 1998.

I. Maður Bjarneyjar Kristínar var Magnús Júlíus Jónsson frá Þingeyri, f. 1. júlí 1905 í Fagradal, d. 1968 í Las Pa í Manitoba, Kanada.
Börn þeirra:
1. Sigurbjörg Margrét Magnúsdóttir húsfreyja í Edmonton, f. 14. desember 1922 á Þingeyri, d. 8. desember 2001.
2. Chris Johnson rakari í Syracus, New York, f. um 1925 í Selkirk í Manitoba. Kona hans Pat Johnson.
3. Louise Johnson húsfreyja í Winnipeg, f. 1928 í Selkirk, Kanada. Maður hennar William Campell.
4. Harald Johnson í Winnipeg, f. 27. ágúst 1930 í Selkirk, d. 6. ágúst 1974 í Chilliwack, British Columbia. Kona hans Helen Therese Wong.
5. Susan Johnson húsfreyja í Kanada, f. 1931. Maður hennar Ben Johnston.
6. Inge Johnston öryrki í Kanada, f. 1933, d. 1998.
7. Laura Johnson húsfreyja í Winnipeg, f. 1935.
8. Magnus Johnson í Kanada, f. 1936. Kona hans Shirley Johnson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Landeyingabók - Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson, Ragnar Böðvarsson o.fl. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Magnús Haraldsson.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.