Birgitta Borg Viggósdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Birgitta Borg Viggósdóttir (hét áður Birgit Vini Borg Petersen) fæddist 1. nóvember 1938 í Danmörku.
Foreldrar hennar Viggo Petersen og Erna Vina Alice Borg Petersen.

Þau Vigfús giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau skildu.
Þau Högni hófu sambúð, hafa ekki eignast börn. Þau búa í Danmörku.

I. Fyrrum maður Birgittu er Vigfús Jónsson, rafvirkjameistari, f. 8. júlí 1934.
Börn þeirra:
1. Jón Vigfússon húsasmíðameistari, f. 17. ágúst 1958 í Eyjum. Kona hans Halla Ruth Sveinbjörnsdóttir.
2. Nína Guðbjörg Vigfúsdóttir verslunarmaður í Danmörku, f. 10. janúar 1965 í Eyjum. Barnsfaðir hennar Þórarinn Ævarsson. Fyrrum maður hennar Sveinþór Þórarinsson.
3. Karl Viggó Vigfússon bakarameistari, f. 1. febrúar 1972. Fyrrum kona hans Hrefna Pálsdóttir.

II. Sambúðarmaður Birgittu er Högni Högnason.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.