Birgir Guðsteinsson (Bjarkarlundi)
Svanur Birgir Guðsteinsson' frá Bjarkarlundi við Vallargötu 6, kennari fæddist 9. júní 1936 á Reynifelli við Vesturveg 15b.
Foreldrar hans voru Guðsteinn Þorbjörnsson frá Reynifelli, sjómaður, vélstjóri, skipstjóri, hugvitsmaður, f. 6. september 1910, d. 14. febrúar 1995, og kona hans Guðrún Margrét Guðmundsdóttir húsfreyja, ljóðskáld, þýðandi, f. 20. júní 1909 í Reykjavík, d. 7. júlí 2000.
Börn Margrétar og Guðsteins:
1. Svanhvít Kristrós Guðsteinsdóttir, f. 22. maí 1931, d. 8. ágúst 1935.
2. Guðbjörn Reynir Guðsteinsson skólastjóri, f. 10. maí 1933.
3. Margrét Sóley Guðsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 2. október 1934.
4. Svanur Birgir Guðsteinsson kennari, f. 9. júní 1936.
5. Guðrún Lilja Guðsteinsdóttir sérkennari, f. 25. desember 1937.
6. Hreinn Smári Guðsteinsson vélstjóri, f. 12. desember 1939.
7. Eygló Björk Guðsteinsdóttir talmeinafræðingur, f. 2. október 1944.
8. Erna Kristrós Guðsteinsdóttir húsfreyja, f. 24. október 1948.
Fósturdóttir þeirra:
9. Helga Arnþórsdóttir kennari, f. 12. september 1952.
Birgir varð gagnfræðingur í Hlíðardalsskóla í Ölfusi 1959, stundaði viðskiptanám í Newbold College á Englandi 1959-1961, sótti ýmis námskeið.
Hann var stundakennari í Hlíðardalsskóla 1961-1964, kennari í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1965-1974, Gagnfræðaskólanum á Selfossi 1975-1979, barnaskóla í Lillehammer í Noregi frá 1981.
Þau Kristbjörg giftu sig 1957, eignuðust fjögur börn.
Kristbjörg lést 1985.
I. Kona Birgis, (júlí 1957), var Kristbjörg Ólafsdóttir húsfreyja, f. 27. júlí 1937, d. 22. júní 1985. Foreldrar hennar voru Kristjens Ólafur Ingimundarson múrari í Keflavík, f. 26. október 1902, d. 8. júní 1995, og kona hans Rósa Teitsdóttir húsfreyja, f. 21. apríl 1912, d. 22. júní 2011.
Börn þeirra:
1. Rósa Margrét Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur í Noregi, f. 11. júní 1959. Maður hennar Hogne Hogganvik.
2. Alfa Lind Birgisdóttir skrifstofustjóri í Hafnarfirði, f. 20. september 1963. Maður hennar Páll Pálsson.
3. Birgitta Huld Birgisdóttir rekstrarstjóri, f. 20. september 1963.
4. Silja Ólöf Birgisdóttir skrifstofustjóri, f. 12. september 1968.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
- Morgunblaðið 1. júlí 2011. Minning Rósu Teitsdóttur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.