Arnór Þórðarson (kennari)
Arnór Þórðarson kennari fæddist 18. október 1932 í Hvammi í Lóni, A.-Skaft. og lést 31. ágúst 2015.
Foreldrar hans voru ÞórðurJónsson búfræðingur, bóndi og kennari, f. 3. október 1900, d. 6. mars 1992, og kona hans Bergljót Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 23. september 1903, d. 9. júní 2005.
Arnór lauk landsprófi á Eiðum 1954, lauk kennaraprófi 1962.
Hann var kennari í Mýraskóla, A.-Skaft. 1954-1955, miðskólanum í Stykkishólmi 1962-1964, Hlíðaskóla í Rvk 1964-1965, Barna- og unglingaskólanum í Sandgerði 1965-1967, Barna- og unglingaskólanum í Garði, Gull. 1967-1968, miðskólanum í Bolungarvík 1968-1969, Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1969-1970, var stundakennari í Fellaskóla 1976-1977.
Arnór var starfsmaður Ísals frá 1972.
Þau María Erna giftu sig 1967, eignuðust tvö börn.
Þau Ólöf Sigríður giftu sig, eignuðust ekki börn saman.
Arnór lést 2015.
I. Kona Arnórs, (16. júní 1967), var María Erna Hjálmarsdóttir húsfreyja, f. 4. febrúar 1930, d. 9. nóvember 1999. Foreldrar hennar voru Hjálmar Gíslason fiskimatsmaður í Reykjavík, f. 27. janúar 1911, d. 22. október 1973, og Jónína Margrét Einarsdóttir húsfreyja í Hafnarfirði, f. 25. september 1897, d. 17. júní 1991.
Börn þeirra:
1. Erna Arnórsdóttir, f. 23. nóvember 1966.
2. Hulda Arnórsdóttir, f. 12. mars 1968.
II. Kona Arnórs var Ólöf Sigríður Rafnsdóttir kennari, f. 13. júlí 1946, d. 30. janúar 2020. Foreldrar hennar voru Rafn Sigurvinsson frá Ólafsvík, f. 14. mars 1924, d. 13. janúar 1996, og kona hans Auður Pálsdóttir húsfreyja, f. 10. september 1928 í Reykjavík, d. 1. maí 1947.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
- Morgunblaðið 13. október 2015. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.