Anna Ólafsdóttir (sjúkraþjálfari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Anna Ólafsdóttir sjúkraþjálfari fæddist 28. október 1971 í Eyjum.
Foreldrar hennar Ólafur Hreinn Sigurjónsson frá Kvolsvelli, skólameistari, f. 30. maí 1950, d. 25. nóvember 2021, og kona hans Svava Hafsteinsdóttir húsfreyja, leikskólakennari, f. 26. ágúst 1953 í Eyjum.

Börn Svövu og Ólafs:
1. Anna Ólafsdóttir sjúkraþjálfari, f. 28. október 1971. Maður hennar Haraldur Hannesson.
2. Andri Ólafsson, f. 18. desember 1982. Barnsmóðir Charlotte Kosini. Kona hans Tinna Schram.

Anna var með foreldrum sínum.
Hún varð stúdent í Framhaldsskólanum í Eyjum, lauk B.Sc.-prófi í sjúkraþjálfun í H.Í. 1995.
Hún vann á Heilbrigðisstofnuninni í Eyjum frá 1995 til 2022, en síðan á ,,Allra heilsa“ í Eyjum.
Þau Haraldur giftu sig 1999, eignuðust þrjú börn. Þau búa við Túngötu.

I. Maður Önnu, (2. október 1999), er Haraldur Hannesson skipstjóri, rafvirki, f. 2. október 1968 í Eyjum.
Barn þeirra:
1. Baldur Haraldsson, tölvufræðingur, f. 14. júní 1997 í Eyjum.
2. Hannes Haraldsson, stýrimaður á Herjólfi, f. 3. febrúar 2003. Sambúðarkona hans Birgitta Dögg Óskarsdóttir.
3. Ólafur Már Haraldsson, nemi í Framhaldsskólanum, f. 14. júní 2007.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Anna.
  • Íslendingabók.
  • Sjúkraþjálfaratal. Ritstjórar: Steingrímur Steinþórsson, Ívar Gissurarson. Mál og mynd 2001.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.