Anna Lilja Sævarsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Anna Lilja Sævarsdóttir húsfreyja, með masterspróf í stjórnun menntastofnana og próf í verkefnastjórnun. Hún er leikskólakennari, leikskólastjóri og aðjunkt við Háskólann á Akureyri, fæddist 28. desember 1969.
Foreldrar hennar Sævar Tryggvason málarameistari, f. 1. júni 1947, d. 26. ágúst 2005, og kona hans Ásta Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 27. maí 1950.

Börn Ástu og Sævars:
1. Anna Lilja Sævarsdóttir húsfreyja, leikskólakennari á Akureyri, f. 28. desember 1969. Maður hennar Unnsteinn Einar Jónsson.
2. Hildur Lind Sævarsdóttir byggingafræðingur, flugfreyja, f. 8. október 1983. Fyrrum sambýlismaður hennar Elmar A. Sveinbjörnsson.

Þau Unnsteinn giftu sig, eignuðust þrjú börn.

I. Maður Önnu Lilju er Unnsteinn Einar Jónsson frá Ausu í Andakíl í Borgarfirði, sölustjóri, f. 15. desember 1963. Foreldrar hans Jón Sigvaldason, f. 25. september 1927, d. 4. september 2000, og Auður Pétursdóttir, f. 20. júlí 1930.
Börn þeirra:
1. Tryggvi Unnsteinsson, f. 23. febrúar 1995.
2. Rúnar Unnsteinsson, f. 28. desember 1996.
3. Sindri Unnsteinsson, f. 12. júlí 1998.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.