Anna Kristín Hjálmarsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Anna Kristín Hjálmarsdóttir, húsfreyja fæddist 10. október 1960 í Eyjum.
Foreldrar hennar Hjálmar Guðnason, frá Vegamótum við Urðaveg 4, loftskeytamaður, tónlistarmaður, f. 9. desember 1940, d. 27. janúar 2006, og kona hans Kristjana Svavars Svavarsdóttir, húsfreyja, talsímakona, f. 16. mars 1941.

Anna Kristín og Jón Ben giftu sig 1981, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Heiðarveg 49 1986.

I. Maður Önnu Kristínar, (21. febrúar 1981), er Jón Ben Ástþórsson, húsasmiður, f. 9. október 1958 í Keflavík.
Börn þeirra:
1. Agnes Jónsdóttir, f. 8. nóvember 1978.
2. Hjálmar Jónsson, f. 26. október 1980.
3. Kristjana Jónsdóttir, f. 10. desember 1986.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Valdaætt. Niðjatal Valda Ketilssonar bónda á Sauðhúsvöllum undir Eyjafjöllum og k.h. Katrínar Þórðardóttur. Magnea Árnadóttir. Handrit 1992.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.