Anna Friðbjarnardóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
ctr
Glæsileg húsmóðir Anna Friðbjarnar oftast nefnd Bíbí á Gjábakka.
Hér er hún að bjóða danskt smurbrauð.
Gestir húsfreyjunnar eru Svanhildur Jóhannesdóttir, bróðurdóttir Önnu,
Arnoddur Gunnlaugsson og Anna Halldórsdóttir.


Frekari umfjöllun

Anna Margrét Friðbjarnardóttir.

Anna Margrét Friðbjarnardóttir frá Siglufirði, húsfreyja, íþróttakennari fæddist þar 15. ágúst 1921 og lést 27. september 2017.
Foreldrar hennar voru Friðbjörn Níelsson frá Halllandi í Eyjafirði, kaupmaður, bæjargjaldkeri, f. 17. janúar 1887, d. 13. október 1957, og Sigríður Stefánsdóttir frá Móskógum í Fljótum, húsfreyja, f. 21. júní 1895, d. 2. júní 1987.

Bróðir Önnu var
Kjartan Friðbjarnarson, f. 23. nóvember 1919, d. 29. apríl 2003.

Anna var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð gagnfræðingur á Siglufirði 1937, lauk íþróttakennaraprófi 1940.
Anna kenndi við barnaskólann og gagnfræðaskólann á Siglufirði 1940-1941 og við sundlaugina í Eyjum 1957-1964.
Hún var umboðsmaður Olíuverslunar Íslands í Eyjum um skeið.
Anna sat í barnaverndarnefnd í Eyjum og var formaður áfengisvarnarnefndar þar.
Þau Ásmundur giftu sig 1942, eignuðust þrjú börn og ólu upp frænku Önnu frá 8 ára aldri. Þau bjuggu á Stóra Gjábakka við Bakkastíg 8.
Ásmundur lést 1964.
Þau Markús giftu sig 1967. Þau bjuggu við Urðaveg 33. Markús lést 1998.
Anna giftist Herði 2005. Hann lést 2019.
Anna bjó síðast á Kleppsvegi 142 og lést 2017.

I. Maður Önnu, (22. janúar 1942), var Ásmundur Guðjónsson frá Bæ í Lóni, A.-Skaft., gjaldkeri, forstjóri, f. 21. desember 1903, d. 12. júní 1964.
Börn þeirra:
1. Atli Ásmundsson skrifstofumaður, sendiherra, f. 22. maí 1943. Kona hans Þrúður Helgadóttir.
2. Kjartan Ásmundsson starfsmaður S.Á.Á., f. 23. maí 1949. Barnsmóðir hans Jonna Elísa Elísdóttir. Kona hans Sigrún Ásmundsdóttir.
3. Gísli Ásmundsson verkstjóri, kaupmaður, f. 15. september 1950, d. 18. mars 2015. Fyrrum sambúðarkona hans Elín Hartmannsdóttir. Fyrrum kona hans Guðrún Emilía Jónsdóttir.

II. Maður Önnu, (31. júlí 1965), var Markús Jónsson frá Ármótum, skipstjóri, f. 3. apríl 1920, d. 27. apríl 1998.
Fósturdóttir Önnu og Markúsar, dóttir Jóhanns Braga bróður Önnu, er
4. Anna Margrét Bragadóttir húsfreyja í Eyjum, f. 30. janúar 1965. Maður hennar Birgir Jóhannesson.

III. Maður Önnu, (30. desember 2005), var Hörður Sævar Óskarsson frá Siglufirði, íþróttakennari, forstöðumaður, f. 4. júlí 1932, d. 14. janúar 2019.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið 5. október 2017. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.