Adólf Ingimar Björnsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Adólf Ingimar Björnsson.

Adólf Ingimar Björnsson rafvirki, rafveitustjóri fæddist 28. febrúar 1916 í Skálholti-eldra og lést 3. mars 1976.
Foreldrar hans voru Björn Erlendsson skipstjóri, f. 2. október 1889 í Engigarði í Mýrdal, fórst með báti sínum Adólfi 3. mars 1918, og kona hans Stefanía Steinunn Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 3. mars 1886 á Ásláksstöðum á Vatnsleysuströnd, d. 14. maí 1963.

Börn Stefaníu og Björns:
1. Anton Björnsson, f. 20. desember 1914, d. 21. desember 1914.
2. Ingibjörg Björnsdóttir, f. 20. desember 1914, d. sama dag.
3. Adólf Ingimar Björnsson rafvirki, rafveitustjóri, f. 28. febrúar 1916, d. 3. mars 1976.
4. Jóhann Garðar Björnsson vélsmiður, verkstjóri í Reykjavík, f. 7. febrúar 1917 í Þinghól, d. 17. febrúar 1977.
5. Björn Bergsteinn Björnsson iðnrekandi og framkvæmdastjóri í Reykjavík, f. 2. október 1918 í Vík í Mýrdal, d. 26. nóvember 1986.
Börn Stefaníu og síðari manns hennar Stefáns Árnasonar:
1. Guðjón Ragnar Stefánsson bifvélavirki, rafvirkjameistari í Reykjavík, síðast í Garðabæ, f. 5. október 1922 í Keflavík, d. 27. ágúst 1996. Kona hans Guðrún Helga Helgadóttir.
2. Ingibjörg Smith Stefánsdóttir (Ingibjörg Smith), söngkona, húsfreyja í Alaska og Annapolis í Maryland, f. 23. mars 1929.
3. Haraldur Stefánsson flugvirki í Reykjavík, f. 23. mars 1929, d. 8. apríl 2014. Kona hans Kristín Rögnvaldsdóttir.

Adólf var skamma stund með foreldrum sínum. Faðir hans drukknaði, er Adólf var tveggja ára. Hann var með ekkjunni móður sinni í Vík í Mýrdal 1918 og 1919, síðan með henni og síðari manni hennar Stefáni Árnasyni í Reykjavík.
Hann nam rafvirkjun, lauk sveinsprófi 1940. Meistari var Eiríkur Ormsson.
Adólf stofnaði Segul hf. ásamt Vilbergi Guðmundssyni.
Hann var rafveitustjóri á Sauðárkróki frá 1949.
Þau Stefanía giftu sig, eignuðust ekki börn saman, en Adólf fóstraði Guðmund, son Stefaníu.

I. Kona Adólfs Ingimars var Stefanía Anna Guðbjörg Frímannsdóttir húsfreyja, f. 23. nóvember 1920 í Neskoti í Flókadal, Skagaf., d. 27. mars 1993. Foreldrar hennar voru Frímann Viktor Guðbrandsson bóndi á Steinhóli og Austari-Fljótum í Skagaf., f. 12. janúar 1892, d. 5. maí 1972, og kona hans Jósefína Jósefsdóttir húsfreyja, f. 14. janúar 1893, d. 6. október 1957. Fósturforeldrar Stefaníu voru Guðmundur Jónsson frá Vestra-Hóli í Flókadal í Skagaf., bóndi, skipstjóri á Syðsta-Mói, f. 17. maí 1877, d. 2. apríl 1959, og kona hans Guðrún Magnúsdóttir húsfreyja, f. 14. september 1880 að Krakavöllum í Flókadal, Skagaf., d. 11. júní 1956.
Barn Stefaníu og fósturbarn Adólfs:
1. Guðmundur Ásgeirsson, f. 22. júlí 1943.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.