Ystiklettur

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 7. júní 2005 kl. 14:59 eftir Eyjavefur (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. júní 2005 kl. 14:59 eftir Eyjavefur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Út'í Ystakletti út' í Ystakletti álfkona bjó... Klettshellir er í Ystakletti og þykir hann fallegur sjávarhellir.


Reimleikar í Ystakletti

Jafnan hefur verið talið að reimt væri í Ystakletti. Einhverju sinni var Guðrún Laugudóttir við heyskap í Ystakletti. Hún var þar ein manna, en hafði hund sinn með sér. Hún svaf í veiðimannabólinu en hundurinn lá utandyra. Nótt eina vaknaði Guðrún við mikinn hávaða úti fyrir. Hundurinn var alveg trylltur. Þegar þetta hafði gengið nokkra stund varð allt í einu dauðaþögn. Í sömu svifum var hundinum fleygt inn til hennar. Þegar hún fór að gæta að þá sá hún að hundurin var steindauður. Hann hafði verið skorinn á háls.