Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2010/Starf vélstjórnarbrautar

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 4. desember 2018 kl. 14:14 eftir Valli (spjall | framlög) Útgáfa frá 4. desember 2018 kl. 14:14 eftir Valli (spjall | framlög) (Ný síða: GÍSLI SIG. EIRÍKSSON SKRIFAR Starf velstjórnarbrautar FÍV 2009 - V orönnin 2009 hófst 5. jan í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. Við nám á vélstjórnarbraut voru 13...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

GÍSLI SIG. EIRÍKSSON SKRIFAR Starf velstjórnarbrautar FÍV 2009 -


V orönnin 2009 hófst 5. jan í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. Við nám á vélstjórnarbraut voru 13 nemendur, misjafnlega langt komnir í nám- inu, auk þess nemendur frá Grunnskólanum sem voru í valáföngum í málmsmíði. Til að öðlast at- vinnuréttindi og geta starfað til sjós þurfa vélstjórar eins og aðrir sjómenn að hafa lokið Slysavarnaskól- anum og í gegnum tíðina hafa nemendur sótt þau námskeið þegar skip Slysavarnaskólans kom hér til Eyja. Sæbjörgin er nú hætt að koma hingað, en í staðinn var samið við þá slysavarnamenn um að þeir sendu kennara til Eyja þannig að hægt væri að taka bóklega hlutann hér, síðan fóru nemendur til Reykjavíkur þar sem verklegi þátturinn var tekinn. Námi í vélstjórn hefur verið breytt og það flokkað öðruvísi. Þeir sem luku námi úr II. stigi samkvæmt eldra kerfi auk starfstíma, öðluðust 750 kW rétt- indi. Fjórir nemendur luku á vorönninni námi II. stigs samkvæmt eldra kerfi, allt úrvals nemendur. Skipalyftan veitir þeim nemanda sem hefur bestan árangur í málmsmíði vandað stafrænt rennimál, að þessu sinni kom það í hlut Sigurðar Einars Gísla- sonar sem ennfremur hlaut vandað úr sem Vélstjóra- félagið veitir lyrir bestan árangur í vélstjórnargrein- um. Geisli gefur viðurkenningu fyrir bestan árangur í rafmagnsfræðigreinum. Að þessu sinni kom það í hlut Björgvins Hlynssonar að veita þeim viðurtöku. Viljum við þakka Skipalyftunni, Geisla og Vélstóra- félaginu þann hlýhug og skilning sem þeir sýna bæði nemendum og skóla í verki. Haustönnin hófst þann 21. ágúst. Kennarar við vélstjórnarbrautina eru þeir sömu, Gísli Sig. Eiríks og Þorbjörn Númason auk stundakennara í einstök- um faggreinum. Nemendur við vélstjórnarbrautina eru 21 þar af nokkrir starfandi sjómenn sem vilja auka starfsmöguleika sína. Þeir taka einstaka áfanga

í gegnum námsskjá þar sem þeir sækja og skila verkefnum, þeir eru líka sérstaklega duglegir við að mæta í kennslustundir bæði verklegar og bóklegar þegar þeir eru í landi eða í reglubundnum fríum. Eins og undanfarin ár var farið í vettvangsferðir í fyrirtæki og stofnanir til að skoða tæki og tól í fullri vinnslu, meðal annars var farið í Lóðsinn þar sem vél og búnaður var skoðaður og á Rafveituna þar sem fræðst var um vélar og rafmagnsframleiðslu. Þar vakti gamla Guldner vélin einna mesta athygli en sú vél var í gömlu Rafstöðinni við Kirkjuveg hér í Eyjum og er reyndar eina vél sinnar tegundar sem til er í heiminum í dag. Á haustönninni voru skráðir 14 nemendur í grunndeild rafiðna en þar sér Guðjón Jónsson rafvirkjameistari um helstu þætti kennsl- unnar. Vélstjórafélagið færði skólanum að gjöf hermiforritið Multi Sim til kennslu í hinum ýmsu rafáföngum ásamt stýringum og færir skólinn þeim hjartanlegar þakkir fyrir Haustönninni lauk svo á hefðbundinn hátt þann 19. des. Vorönnin var svo sett 6. janúar 2010. Nemendur á vélstjómarbraut eru 22 í hinum ýmsu fögum, á grunndeild rafiðna eru 10 nemendur og nokkrir nem- endur úr Grunnskólanum í málmsmíði. Fyrir nokkru var ákveðið að fara af stað með raunfærnimat í vél- stjóm líkt því sem er í mörgum iðngreinum. Þeir sem hafa rétt til að fara í raunfæmimat eru menn með a.m.k. fimm ára starfsreynslu sem vélstjórar en ekki réttindi eða nægileg réttindi til að gegna við- komandi stöðu. Raunfærnimatið fer þannig fram að viðkomandi fá gátlista með spurningum úr viðkom- andi greinum, þeir meta síðan eigin kunnáttu í hverri grein fyrir sig. Þegar því er lokið mæta þeir í sjálft matið þar sem kunnáttan er könnuð af fagaðilum. Standist þeir matið í viðkomandi áfanga telst hon- um lokið og þeir helja nám í framhaldsáföngum.


SJOMANNADAGSBLAÐ VESTMANNAEYJA Þetta fyrirkomulag byggir á því að ekki skiptir máli hvar eða hvernig viðkomandi aflaði sér þekking- arinnar heldur því hvort hann hefur þekkinguna eða ekki. Með þessum hætti má stytta sér verulega sjálfa skólagönguna. Framhaldsskólinn og Viska ákváðu að ríða á vaðið og var farið af stað með þetta í vetur. I matsferlinu eru 9 vélstjórar og hafa 7 þeirra þegar lokið sínum hluta og stytt skólagönguna allt upp í 22 einingar (ein önn telst á bilinu 18-20 einingar). Það er Iðan, símenntunarmiðstöð, sem heldur utan um sjálft matið og komu þeir Gústaf A. Hjaltason og Kristján Kristjánsson hingað til Eyja þar sem þeir röktu úr mönnum gamimar á fagmannlegan hátt þannig að allir fóm sáttir og ánæðir frá borði. Starfsfólk Framhaldsskólans og nemendur færa sjómönnum bestu óskir um góða og happasæla framtíð og til hamingju með daginn.


Kynnins á sjómönnum Nafn? Ingi Þór Amarsson. Hvar ertu aó róa? Bergey VE. Hvaða stöðu gegnirþú? Háseti og leysi Rikka kokk af. Hvar og hvenær hófst sjómannsferill- ínn? Það var á Hörpu VE sem að ís- félagið átti, á því herrans ári 1999. Varstu sjóveikur? Nei. Hver er eftirminnilegasti sjómað- urinn sem þú hefur róið með? Það mun vera dúettinn Þorbjörn Víg- lundsson og Sveinn (Ægir) Asgeirs- son. Hver er ,,sjómaður Islands númer / “? Jenni jaxl. Er rétt að afnema sjómannaafsláttinn? Já, ef við fáum dagpeninga í staðinn. Ertu á Facebook eða með heimasíðu? Já, Facebook. Er ekki ógeðslega erfitt að vera sjómað- ur? Það getur verið það!! Hver er munurinn á báti og skipi? Stærðin. Má nota þokulúður þegar það er ekki þoka? Já. Hverjir verða heimsmeistarar í knattspyrnu í sumar? Spánn. Kanntu einhvern góðan brandara? Núna, langar mig til að faðma þig, liggja með þér í rúminu í nokkra daga, fá þig til að stynja og emja, svitna og skjálfa. Eg kem bráðum... Kveðja, Svínaflensan. Eitthvað að lokum? Óli Óskars, það erflottur PEYI!!!


Kynnins á sjómönnum Nafn? Jón Berg Sigurðsson. Hvar ertu aö róa? Bylgju VE 75. Hvaða stöðu gegnir þú? Háseti. Hvar og hvenær hófst sjómannsferill- inn? 1983. Á loðnuvertíð með Herði Jónssyni á Heimaey. Varstu sjóveikur? Nei, og hef aldrei verið það. Hver er eftirminnilegasti sjómað- urinn sem þú hefur róið með? Þeir eru nokkrir en ætli ég verði ekki að nefna nafna minn sem kallaður er hósti. Hver er ,,sjómaður Islands númer 1 “? Það er engin spuming í mínum huga að það er Guðfinnur Þorgeirsson. Er rétt að afnema sjómannaafsláttinn? Já, þú meinar dagpeningana, taka alla dagpen- inga af og líka þá hjá þeim sem hafa þá í landi. Ertu á Facebook eða með heimasíðu? Er á Facebook. Er ekki ógeðslega erfitt að vera sjómað- ur? Já og nei, meira fyrir suma en aðra. Hver er munurinn á báti og skipi? Skip er stærra. Má nota þokulúður þegar það er ekki þoka? Já Hverjir verða heimsmeistarar í knattspyrnu í sumar? Eg ætla að tippa á Spánverja eða Brassa. Kanntu einhvern góðan brandara? Hvemig fær maður konu til að öskra áfram í klukkutíma eftir samfarir? Maður þurrkar af limnum í gardínurn- ar. Eitthvað að lokum? Til hamingju með daginn, allir. 79