„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2007/Þorbjörn Friðriksson frá Gröf“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 2: Lína 2:
<big><center>'''F. 16 ágúst 1902 - Dáinn 4. júní 1977'''</center></big><br>
<big><center>'''F. 16 ágúst 1902 - Dáinn 4. júní 1977'''</center></big><br>


Þorbjörn Friðriksson frá Gröf í Vestmannaeyjum var ávallt kenndur við æskuheimili sitt og því kallaður Bjössi í Gröf. Foreldrar hans vom Friðrik Benónýsson og Oddný Benediktsdóttir.
Þorbjörn Friðriksson frá Gröf í Vestmannaeyjum var ávallt kenndur við æskuheimili sitt og því kallaður Bjössi í Gröf. Foreldrar hans voru Friðrik Benónýsson og Oddný Benediktsdóttir.
Undirritaður átti því láni að fagna að vera samskipa þessum heiðursmanni á b/v Pétri Halldórssyni 1956 og 1957 en þar var hann kyndari eða spíssari eins og kyndamir voru kallaðir eftir að gufuvélamar urðu olíukyntar. Áður vom þær kolakyntar.
Undirritaður átti því láni að fagna að vera samskipa þessum heiðursmanni á b/v Pétri Halldórssyni 1956 og 1957 en þar var hann kyndari eða spíssari eins og kyndarnir voru kallaðir eftir að gufuvélarnar urðu olíukyntar. Áður voru þær kolakyntar.<br>
Þorbjöm Friðriksson eða Bjössi í Gröf eins og hann var alltaf kallaður var einn af þessum listamönum sem höfðu sjómennsku að ævistarfi. Hann var mestan hluta af starfsævinnar á togurum, lengst á útvegi Tryggva Ófeigssonar á Júpiter og Neptúnusi með skipstjómnum Tryggva og Bjama Ingimarssyni. Það segir sína sögu en til Tryggva völdust bara úrvalsmenn. Bimi þótti gott í staupinu sem og fleiri góðum togaramönnum. Hann var vel hagmæltur og orti ógrynni af vísum sem sennilega em flestum gleymdar í dag sem er mikil synd því þær vom hver annarri snjallari. í ævisögu Tryggva eru nokkrar, en Tryggvi kallaði Bjössa, Þorbjöm skipsins, líka Júpiterskáldið. Hann var aft- ur í móti, af mörgum, kallaður hirðskáld Tiyggva. Tryggvi segir m.a. um Bjössa í ævisögunni: „...hann var afbragðs vel hagorður. Hann var laus við áreimi, níðskældinn var hann ekki, en dálítið glettinn. Harm var glaðlyndur og fundvís á kátlega hlið hvers máls og átti létt með að breyta leiðindum í hlátur. Hann bar virðingu fyrir sínum ferju-
Þorbjörn Friðriksson eða Bjössi í Gröf eins og hann var alltaf kallaður var einn af þessum listamönum sem höfðu sjómennsku að ævistarfi. Hann var mestan hluta starfsævinnar á togurum, lengst á útvegi Tryggva Ófeigssonar á Júpiter og Neptúnusi með skipstjórunum Tryggva og Bjarna Ingimarssyni. Það segir sína sögu en til Tryggva völdust bara úrvalsmenn. Birni þótti gott í staupinu sem og fleiri góðum togaramönnum. Hann var vel hagmæltur og orti ógrynni af vísum sem sennilega eru flestum gleymdar í dag sem er mikil synd því þær voru hver annarri snjallari. Í ævisögu Tryggva eru nokkrar, en Tryggvi kallaði Bjössa, Þorbjörn skipsins, líka Júpiterskáldið. Hann var aftur í móti, af mörgum, kallaður hirðskáld Tryggva. Tryggvi segir m.a. um Bjössa í ævisögunni: „...hann var afbragðs vel hagorður. Hann var laus við áreitni, níðskældinn var hann ekki, en dálítið glettinn. Hann var glaðlyndur og fundvís á kátlega hlið hvers máls og átti létt með að breyta leiðindum í hlátur. Hann bar virðingu fyrir sínum ferjufélögum og kvað úrvalsvísur til þeirra. Þorbjörn Friðriksson var harðduglegur togarasjómaður, eldskarpur hausari, honum beit svo vel og var svo fylginn sér að stórþoskur datt undantekningarlaus flatur eftir hnífsbragðið og voru þeir þó vænir í bland hraunafiskarnir á þeim árum“. Og einnig. „Það var auðvelt að fyrirgefa mönnum þótt þeir skvettu í sig þegar tækifæri gafst frá skyldustörfum. Ég fyrirgaf því skáldinu okkar á Júpiter, „Þorbirni skipsins“ Friðrikssyni sem skaust í land eins og vísa hans bendir til“.<br>
 
félögum og kvað úrvalsvísur til þeirra. Þorbjöm Friðriksson var harðdugleg- ur togarasjómaður, eldskarpur haus- ari, honum beit svo vel og var svo fýlginn sér að stórþoskur datt undan- tekningarlaus flatur eftir hnífsbragðið og vom þeir þó vænir í bland hrauna- fiskamir á þeim árum“. Og einnig. „Það var auðvelt að fyrirgefa mönnum þótt þeir skvettu í sig þegar tækifæri gafst frá skyldustörfum. Ég fyrirgaf því skáldinu okkar á Júpiter, „Þorbimi skipsins“ Friðrikssyni sem skaust í land eins og vísa hans bendir til“.
Gott er að sjá þá Brynka og Brand<br>
Gott er að sjá þá Brynka og Brand bljúga og undirleita en Þorbjöm skipsins þaut í land þrjóskur víns að neyta.
bljúga og undirleita<br>
„Hann skilaði sér til skips, hann Þorbjöm og vann sín verk. Hann var með mér fjölda ára. Þegar togamir byrjuðu að sækja á Halann aftur eftir að hann hafi verið bannlýstur um hríð aðallega vegna tundurduflahættu kvað Bjössi“
en Þorbjörn skipsins þaut í land<br>
Ytar sigla á ystu mið Ægis rista kuflinn Hættir að vera hræddir við Halatundurduflin.
þrjóskur víns að neyta.<br>
Þessa vísu kvað Bjössi um Neptúnus
 
Undir mylur öldurót Ægir hirðir lítt um þrus Stoltur,traustur stígur mót stórsjóunum Neptúnus.
„Hann skilaði sér til skips, hann Þorbjörn og vann sín verk. Hann var með mér fjölda ára. Þegar togararnir byrjuðu að sækja á Halann aftur eftir að hann hafi verið bannlýstur um hríð aðallega vegna tundurduflahættu kvað Bjössi“<br>
Einu sinni hafði óvaningur tekið sér nál í hönd og ætlað heldur að pufast með hana en að fara í aðgerð. Þá orti Bjössi í orðastað skipstjóra
 
Þið kunnið ekkert, en heimtið hitt að hafa í kaupinu metið.
Ýtar sigla á ystu mið<br>
Farðu í ýsuna, fíflið þitt ég fæ hann Gfsla í netið.
Ægis rista kuflinn<br>
Um skipsfélaga sinn Ófeig Eyjólfsson látinn orti Bjössi:  
Hættir að vera hræddir við<br>
Halatundurduflin.<br>
 
Þessa vísu kvað Bjössi um Neptúnus<br>
 
Undir mylur öldurót<br>
Ægir hirðir lítt um þrus<br>
Stoltur,traustur stígur mót<br>
stórsjóunum Neptúnus.<br>
 
Einu sinni hafði óvaningur tekið sér nál í hönd og ætlað heldur að pufast með hana en að fara í aðgerð. Þá orti Bjössi í orðastað skipstjóra<br>
 
Þið kunnið ekkert, en heimtið hitt<br>
að hafa í kaupinu metið.<br>
Farðu í ýsuna, fíflið þitt<br>
ég fæ hann Gísla í netið.<br>
 
Um skipsfélaga sinn Ófeig Eyjólfsson látinn orti Bjössi:<br>
 
Stilltur,prúður,starfsfús,glaður<br>
stældir minna.<br>
Tryggur vinur vina sinna<br>
vart þú lagðir orð til hinna.<br>
Æðruleysið einkennandi<br>
á allar lundir.<br>
Tíminn læknar ótal undir<br>
Endurfundir,góðar stundir.<br>
 
Bjössi varð einu sinni áheyrandi þegar Tryggvi og Bjarni Ingimarsson stýrimaður hans, og seinna skipstjóri, voru að ræða um hvernig Bjarni skyldi haga toginu en hann var að leysa Tryggva af um kvöld.<br>
 
Út af Kögurs ystu tá<br>
eftir lögum settum<br>
bægðu drögu Bjarni frá<br>
botnsins snögum þéttum.<br>


Stilltur,prúður,starfsfus,glaður stældir minna.
Tryggur vinur vina sinna vart þú lagðir orð til hinna.
Æðruleysið einkennandi á allar lundir.
Tíminn læknar ótal undir Endurfundir,góðar stundir.
Bjössi varð einu sinni áheyrandi þegar Tryggvi og Bjami Ingimarsson stýrimaður hans, og seinna skipstjóri, voru að ræða um hvemig Bjami skyldi haga toginu en hann var að leysa Tryggva af um kvöld.
Út af Kögurs ystu tá eftir lögum settum bægðu drögu Bjami frá botnsins snögum þéttum.
Einu sinni fór vélstjóri af Úranusi í land á námskeið en komst ekki strax um borð að námskeiðinu loknu. Þá kvað Bjössi:
Einu sinni fór vélstjóri af Úranusi í land á námskeið en komst ekki strax um borð að námskeiðinu loknu. Þá kvað Bjössi:
Útlærður stend ég uppi hér óþarft er slíku að flíka,
 
Úranus bíður eftir mér á ég að bíða líka.
Útlærður stend ég uppi hér<br>
Um Þingeyskan skipsfélaga orti Bjössi
óþarft er slíku að flíka,<br>
Hýmar þegar hlustir sker hól um sérhvern fingur Sunnlendingur sér þar fer Suður-Þingeyingur.
Úranus bíður eftir mér<br>
Þegar Bjössi var kominn í land og á Hrafnistu fór hann oft í heimsókn til Tryggva og þá yfirleitt með vísu í fórum sínum og launaði þá Tryggvi skáldi sínu ef vísan var dýrt kveðin
á ég að bíða líka.<br>
Fyrir stöku staupi má stinga að fomum vini.
 
Tindilfættur tifa ég frá Tryggva Ófeigssyni
Um Þingeyskan skipsfélaga orti Bjössi<br>
Ekki vóru móttökumar þó alltaf jafn góðar
 
Markaður er mikið lár minar fyrir bögur.
Hýrnar þegar hlustir sker<br>
Mun þó selja enn í ár í Aðalstræti fjögur.
hól um sérhvern fingur<br>
I Aðalstræti 4 var skrifstofa útgerðarfélaga
Sunnlendingur sér þar fer<br>
Suður-Þingeyingur.<br>
 
Þegar Bjössi var kominn í land og á Hrafnistu fór hann oft í heimsókn til Tryggva og þá yfirleitt með vísu í fórum sínum og launaði þá Tryggvi skáldi sínu ef vísan var dýrt kveðin<br>
 
Fyrir stöku staupi má<br>
stinga að fornum vini.<br>
Tindilfættur tifa ég frá<br>
Tryggva Ófeigssyni<br>
 
Ekki vóru móttökurnar þó alltaf jafn góðar<br>
 
Markaður er mikið lár<br>
minar fyrir bögur.<br>
Mun þó selja enn í ár<br>
í Aðalstræti fjögur.<br>
 
Í Aðalstræti 4 var skrifstofa útgerðarfélaga Tryggva Ófeigssonar. Ofangreint er að mestu tekið traustataki úr ævisögu Tryggva Ófeigssonar. Sú saga er til um þá félaga að eitt sinn eftir að Tryggvi var komin í land og farin að stjórna útgerðinni þaðan, hafi Júpiter verið í klössun og Bjössi orðinn blankur. Hafi Bjössi þá leitað á náðir Tryggva og beðið hann að lána sér 50 krónur sem var allmikill peningur á þeim tíma. Tryggvi á að hafa svarað: „Ef þú kemur með góða vísu um ykkur Júpiter skal ég gera það.“ Bjössi á þá að hafa gengið að mynd af skipinu sem hékk á vegg þar á skrifstofunni slegið út hendinni og sagt:<br>
 
Flutum oft fullir báðir.<br>
Færandi björg í ver<br>
bleytunni báðir háðir.<br>
Bjössi og Júpiter.<br>
 
Sagan segi að Tryggvi hafi launað honum með 500 kalli. Bjössi var um tíma á Pétri Halldórsyni, togara Bæjarútgerðar Reykjavíkur. Þar var um leið bræðslumaður sem átti dóttur sem eftir hans sögn var mjög siðsöm og dygðum prýdd. Nú vill svo til að stúlkan verður ólétt eftir einn skipsfélagann á Pétri sem Einar hét. Þá kvað Bjössi.<br>
 
Mærin ung og óspillt var.<br>
Óttaðist þunga getnaðar<br>
en Einar slunginn á sér bar<br>
eistu pung og þessháttar.<br>
 
Einu sinni er Pétur var að fara úr höfn, féll einn hásetanna í sjóinn. Honum tókst að bjarga en sjópoki sem hann hafði með sér fannst ekki. Í pokanum voru vinnuföt mannsins. Fékk hans svo aflóga sparibuxur lánaðar af einun skipsfélaga sínum en þær rifnuðu fljótlega í skvernum (klofinu) eins og kallað var. Bjössi orti þá.<br>
 
Alkahólið olli því<br>
enda nærri dauður.<br>
Sprungnum buxum sprangar í.<br>
Sparibuxnarauður.<br>
 
Maðurinn sem datt í sjóinn var rauðhærður. Til er bragur sem Bjössi orti fyrir munn lestarstjóra eins sem fannst sér ekki borin sú virðing af sölturunum sem honum bar (á saltfiskveiðum voru lestarmennimir kallaðir saltarar af skiljanlegum ástæðum. Og þá var yfirleitt hafður svokallaður lestarstjóri sem var yfirmaður þeirra). Brot úr bragnum er svona.<br>
 
Sex hef ég rekið saltarana<br>
Sigurður þú skalt vara þig.<br>
Leggðu niður þann leiða vana<br>
ljótan að brúka kjaft við mig.<br>
Því virðing eykst og valdið vex.<br>
Vel get ég rekið aðra sex.<br>
 
Það henti víst oft hér í gamla daga (og gerist kannske enn) að lögfræðinemar á síðasta ári eru fengnir í forföllum fulltrúa lögreglustjóra að dæma menn sem lenda í „Kjallaranum“ vegna fylliríis. Einu sinni lenti kunningi Bjössa í „Kjallarann“ vegna ölvunar. Lögfræðineminn sem dæmdi hann um morgunninn fór svo á síld um sumarið til að þéna peninga fyrir náminu. Lendir hann nú á sama skipi og „fanginn“ og Bjössi. Þeir félagar lenda nú saman á fylliríi á Sigló. Svo vildi til að þeir höfðu bara 2 glös. Drakk Bjössi einn úr öðru en hinir úr hinu. Þá sagði Bjössi.<br>
 
Um úlfinn og lambið ei er þvaður<br>
eitthvað er til í masinu.<br>
þegar dómarinn og sá dæmdi maður<br>
drekka úr sama glasinu<br>
   
   
Tryggva Ófeigssonar. Ofangreint er að mestu tekið traustataki úr ævisögu Tryggva Ófeigssonar. Sú saga er til um þá félaga að eitt sinn eftir að Tryggvi var komin í land og farin að stjóma útgerðinni þaðan, hafi Júpiter verið í klössun og Bjössi orðinn blankur. Hafi Bjössi þá leitað á náðir Tryggva og beðið hann að lána sér 50 krónur sem var allmikill peningur á þeim tíma. Tryggvi á að hafa svarað: „Ef þú kemur með góða vísu um ykkur Júpiter skal ég gera það.“ Bjössi á þá að hafa gengið að mynd af skipinu sem hékk á vegg þar á skrifstofúnni slegið út hendinni og sagt:
Þá var og fræg vísa til eftir Bjössa um Tryggva, en Tryggvi þótti stundum djarfur í Landhelginni við Snæfellsnes. Ég kann því miður bara seinnipartinn.<br>
Flutum oft fúllir báðir.
Færandi björg í ver bleytunni báðir háðir.
Bjössi og Júpiter.
Sagan segi að Tiyggvi hafi launað honum með 500 kalli. Bjössi var um tíma á Pétri Halldórsyni, togara Bæjarútgerðar Reykjavíkur. Þar var um leið bræðslumaður sem átti dóttur sem eftir hans sögn var mjög siðsöm og dygðum prýdd. Nú vill svo til að stúlkan verður ólétt efti einn skipsfélagann á Pétri sem Einar hét. Þá kvað Bjössi.
Mærin ung og óspillt var.
Óttaðist þunga getnaðar en Einar slunginn á sér bar eistu pung og þessháttar.
Einu sinni er Pétur var að fara úr höfn, féll einn hásetanna í sjóinn. Honum tókst að bjarga en sjó- poki sem hann hafði með sér fannst ekki. í pokanum voru vinnufot mannsins. Fékk hans svo aflóga sparibuxur lánaðar af einun skipsfélaga sínum en þær rifnuðu fljótlega í skvemum (klofinu) eins og kallað var. Bjössi orti þá.
Alkahólið olli því enda nærri dauður.
Sprungnum buxum sprangar í.
Sparibuxnarauður.
Maðurinn sem datt í sjóinn var rauðhærður. Til er bragur sem Bjössi orti fyrir munn lestarstjóra eins sem fannst sér ekki borin sú virðing af sölturunum sem honum bar (á saltfiskveiðum voru lestarmenn- imir kallaðir saltarar af skiljanlegum ástæðum. Og þá var yfirleitt hafður svokallaður lestarstjóri sem var yfirmaður þeirra). Brot úr bragnum er svona.
Sex hef ég rekið saltarana Sigurður þú skalt vara þig.  


Leggðu niður þann leiða vana ljótan að brúka kjaft við mig.
Samviskan er saurnum lík<br>
Því virðing eykst og valdið vex.
Það vita Sandur og Ólafsvík<br>
Vel get ég rekið aðra sex.
 
Það henti víst oft hér í gamla daga (og gerist kannske enn) að lögfræðinemar á síðasta ári eru fengnir í forföllum fölltrúa lögreglustjóra að dæma menn sem lenda í „Kjallaranum“ vegna fylliríis. Einu sinni lenti kunningi Bjössa í „Kjallarann“ vegna ölvunar. Lögfræðineminn sem dæmdi hann um morgunninn fór svo á síld um sumarið til að þéna peninga fyrir náminu. Lendir hann nú á sama skipi og „fanginn“ og Bjössi. Þeir félagar lenda nú saman á fylliríi á Sigló. Svo vildi til að þeir höfðu bara 2 glös. Drakk Bjössi einn úr öðru en hinir úr hinu. Þá sagði Bjössi.
Maður þarf endilega finna einhvern sem kann fyrripartinn af þessari vísu. Ég man að Guðvarður Vilmundarsson skipstjóri kunni hann og kenndi mér en hann festist ekki eins í mér og seinniparturinn . Það er svakaleg synd ef flest er gleymt eftir Bjössa. Ég kunni miklu fleiri vísur eftir Kallinn, en er bara búinn að gleyma þeim. Bragurinn um saltarana er til einhvers staðar á prenti man ég. En hvar er ég ekki viss.<br>
Um úlfinn og lambið ei er þvaður eitthvað er til í masinu. þegar dómarinn og sá dæmdi maður drekka úr sama glasinu
<div style="text-align: right; direction: ltr; margin-left: 1em;">'''Ólafur Ragnarsson'''</div><br>
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}
Þá var og ffæg vísa til eftir Bjössa um Tryggva, en Tryggvi þótti stundum djarför í Landhelginni við Snæfellsnes. Ég kann því miður bara seinni- partinn.
Samviskan er saumum lík
Það vita Sandur og Ólafsvík
Maður þarf endilega finna einhvern sem kann fyrripartinn af þessari vísu. Ég man að Guðvarður Vilmundarsson skipstjóri kunni hann og kenndi mér en hann festist ekki eins í mér og seinnipart- urinn . Það er svakaleg synd ef flest er gleymt eftir Bjössa.Ég kunni miklu fleiri vísur eftir Kallinn, en er bara búinn að gleyma þeim. Bragurinn um saltarana er til einhvers staðar á prenti man ég. En hvar er ég ekki viss.
Ólafur Ragnarsson

Útgáfa síðunnar 15. ágúst 2017 kl. 14:58

Þorbjörn Friðriksson frá Gröf


F. 16 ágúst 1902 - Dáinn 4. júní 1977


Þorbjörn Friðriksson frá Gröf í Vestmannaeyjum var ávallt kenndur við æskuheimili sitt og því kallaður Bjössi í Gröf. Foreldrar hans voru Friðrik Benónýsson og Oddný Benediktsdóttir. Undirritaður átti því láni að fagna að vera samskipa þessum heiðursmanni á b/v Pétri Halldórssyni 1956 og 1957 en þar var hann kyndari eða spíssari eins og kyndarnir voru kallaðir eftir að gufuvélarnar urðu olíukyntar. Áður voru þær kolakyntar.
Þorbjörn Friðriksson eða Bjössi í Gröf eins og hann var alltaf kallaður var einn af þessum listamönum sem höfðu sjómennsku að ævistarfi. Hann var mestan hluta starfsævinnar á togurum, lengst á útvegi Tryggva Ófeigssonar á Júpiter og Neptúnusi með skipstjórunum Tryggva og Bjarna Ingimarssyni. Það segir sína sögu en til Tryggva völdust bara úrvalsmenn. Birni þótti gott í staupinu sem og fleiri góðum togaramönnum. Hann var vel hagmæltur og orti ógrynni af vísum sem sennilega eru flestum gleymdar í dag sem er mikil synd því þær voru hver annarri snjallari. Í ævisögu Tryggva eru nokkrar, en Tryggvi kallaði Bjössa, Þorbjörn skipsins, líka Júpiterskáldið. Hann var aftur í móti, af mörgum, kallaður hirðskáld Tryggva. Tryggvi segir m.a. um Bjössa í ævisögunni: „...hann var afbragðs vel hagorður. Hann var laus við áreitni, níðskældinn var hann ekki, en dálítið glettinn. Hann var glaðlyndur og fundvís á kátlega hlið hvers máls og átti létt með að breyta leiðindum í hlátur. Hann bar virðingu fyrir sínum ferjufélögum og kvað úrvalsvísur til þeirra. Þorbjörn Friðriksson var harðduglegur togarasjómaður, eldskarpur hausari, honum beit svo vel og var svo fylginn sér að stórþoskur datt undantekningarlaus flatur eftir hnífsbragðið og voru þeir þó vænir í bland hraunafiskarnir á þeim árum“. Og einnig. „Það var auðvelt að fyrirgefa mönnum þótt þeir skvettu í sig þegar tækifæri gafst frá skyldustörfum. Ég fyrirgaf því skáldinu okkar á Júpiter, „Þorbirni skipsins“ Friðrikssyni sem skaust í land eins og vísa hans bendir til“.

Gott er að sjá þá Brynka og Brand
bljúga og undirleita
en Þorbjörn skipsins þaut í land
þrjóskur víns að neyta.

„Hann skilaði sér til skips, hann Þorbjörn og vann sín verk. Hann var með mér fjölda ára. Þegar togararnir byrjuðu að sækja á Halann aftur eftir að hann hafi verið bannlýstur um hríð aðallega vegna tundurduflahættu kvað Bjössi“

Ýtar sigla á ystu mið
Ægis rista kuflinn
Hættir að vera hræddir við
Halatundurduflin.

Þessa vísu kvað Bjössi um Neptúnus

Undir mylur öldurót
Ægir hirðir lítt um þrus
Stoltur,traustur stígur mót
stórsjóunum Neptúnus.

Einu sinni hafði óvaningur tekið sér nál í hönd og ætlað heldur að pufast með hana en að fara í aðgerð. Þá orti Bjössi í orðastað skipstjóra

Þið kunnið ekkert, en heimtið hitt
að hafa í kaupinu metið.
Farðu í ýsuna, fíflið þitt
ég fæ hann Gísla í netið.

Um skipsfélaga sinn Ófeig Eyjólfsson látinn orti Bjössi:

Stilltur,prúður,starfsfús,glaður
stældir minna.
Tryggur vinur vina sinna
vart þú lagðir orð til hinna.
Æðruleysið einkennandi
á allar lundir.
Tíminn læknar ótal undir
Endurfundir,góðar stundir.

Bjössi varð einu sinni áheyrandi þegar Tryggvi og Bjarni Ingimarsson stýrimaður hans, og seinna skipstjóri, voru að ræða um hvernig Bjarni skyldi haga toginu en hann var að leysa Tryggva af um kvöld.

Út af Kögurs ystu tá
eftir lögum settum
bægðu drögu Bjarni frá
botnsins snögum þéttum.

Einu sinni fór vélstjóri af Úranusi í land á námskeið en komst ekki strax um borð að námskeiðinu loknu. Þá kvað Bjössi:

Útlærður stend ég uppi hér
óþarft er slíku að flíka,
Úranus bíður eftir mér
á ég að bíða líka.

Um Þingeyskan skipsfélaga orti Bjössi

Hýrnar þegar hlustir sker
hól um sérhvern fingur
Sunnlendingur sér þar fer
Suður-Þingeyingur.

Þegar Bjössi var kominn í land og á Hrafnistu fór hann oft í heimsókn til Tryggva og þá yfirleitt með vísu í fórum sínum og launaði þá Tryggvi skáldi sínu ef vísan var dýrt kveðin

Fyrir stöku staupi má
stinga að fornum vini.
Tindilfættur tifa ég frá
Tryggva Ófeigssyni

Ekki vóru móttökurnar þó alltaf jafn góðar

Markaður er mikið lár
minar fyrir bögur.
Mun þó selja enn í ár
í Aðalstræti fjögur.

Í Aðalstræti 4 var skrifstofa útgerðarfélaga Tryggva Ófeigssonar. Ofangreint er að mestu tekið traustataki úr ævisögu Tryggva Ófeigssonar. Sú saga er til um þá félaga að eitt sinn eftir að Tryggvi var komin í land og farin að stjórna útgerðinni þaðan, hafi Júpiter verið í klössun og Bjössi orðinn blankur. Hafi Bjössi þá leitað á náðir Tryggva og beðið hann að lána sér 50 krónur sem var allmikill peningur á þeim tíma. Tryggvi á að hafa svarað: „Ef þú kemur með góða vísu um ykkur Júpiter skal ég gera það.“ Bjössi á þá að hafa gengið að mynd af skipinu sem hékk á vegg þar á skrifstofunni slegið út hendinni og sagt:

Flutum oft fullir báðir.
Færandi björg í ver
bleytunni báðir háðir.
Bjössi og Júpiter.

Sagan segi að Tryggvi hafi launað honum með 500 kalli. Bjössi var um tíma á Pétri Halldórsyni, togara Bæjarútgerðar Reykjavíkur. Þar var um leið bræðslumaður sem átti dóttur sem eftir hans sögn var mjög siðsöm og dygðum prýdd. Nú vill svo til að stúlkan verður ólétt eftir einn skipsfélagann á Pétri sem Einar hét. Þá kvað Bjössi.

Mærin ung og óspillt var.
Óttaðist þunga getnaðar
en Einar slunginn á sér bar
eistu pung og þessháttar.

Einu sinni er Pétur var að fara úr höfn, féll einn hásetanna í sjóinn. Honum tókst að bjarga en sjópoki sem hann hafði með sér fannst ekki. Í pokanum voru vinnuföt mannsins. Fékk hans svo aflóga sparibuxur lánaðar af einun skipsfélaga sínum en þær rifnuðu fljótlega í skvernum (klofinu) eins og kallað var. Bjössi orti þá.

Alkahólið olli því
enda nærri dauður.
Sprungnum buxum sprangar í.
Sparibuxnarauður.

Maðurinn sem datt í sjóinn var rauðhærður. Til er bragur sem Bjössi orti fyrir munn lestarstjóra eins sem fannst sér ekki borin sú virðing af sölturunum sem honum bar (á saltfiskveiðum voru lestarmennimir kallaðir saltarar af skiljanlegum ástæðum. Og þá var yfirleitt hafður svokallaður lestarstjóri sem var yfirmaður þeirra). Brot úr bragnum er svona.

Sex hef ég rekið saltarana
Sigurður þú skalt vara þig.
Leggðu niður þann leiða vana
ljótan að brúka kjaft við mig.
Því virðing eykst og valdið vex.
Vel get ég rekið aðra sex.

Það henti víst oft hér í gamla daga (og gerist kannske enn) að lögfræðinemar á síðasta ári eru fengnir í forföllum fulltrúa lögreglustjóra að dæma menn sem lenda í „Kjallaranum“ vegna fylliríis. Einu sinni lenti kunningi Bjössa í „Kjallarann“ vegna ölvunar. Lögfræðineminn sem dæmdi hann um morgunninn fór svo á síld um sumarið til að þéna peninga fyrir náminu. Lendir hann nú á sama skipi og „fanginn“ og Bjössi. Þeir félagar lenda nú saman á fylliríi á Sigló. Svo vildi til að þeir höfðu bara 2 glös. Drakk Bjössi einn úr öðru en hinir úr hinu. Þá sagði Bjössi.

Um úlfinn og lambið ei er þvaður
eitthvað er til í masinu.
þegar dómarinn og sá dæmdi maður
drekka úr sama glasinu

Þá var og fræg vísa til eftir Bjössa um Tryggva, en Tryggvi þótti stundum djarfur í Landhelginni við Snæfellsnes. Ég kann því miður bara seinnipartinn.

Samviskan er saurnum lík
Það vita Sandur og Ólafsvík

Maður þarf endilega finna einhvern sem kann fyrripartinn af þessari vísu. Ég man að Guðvarður Vilmundarsson skipstjóri kunni hann og kenndi mér en hann festist ekki eins í mér og seinniparturinn . Það er svakaleg synd ef flest er gleymt eftir Bjössa. Ég kunni miklu fleiri vísur eftir Kallinn, en er bara búinn að gleyma þeim. Bragurinn um saltarana er til einhvers staðar á prenti man ég. En hvar er ég ekki viss.

Ólafur Ragnarsson