Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2005/Saga og efnisskrá Sjómannadagsblaðs Vm.

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. mars 2017 kl. 14:34 eftir Halla1 (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. mars 2017 kl. 14:34 eftir Halla1 (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Saga og efnisskrá Sjómannadagsblaðs Vestmannaeyja 1951 - 2000


Saga og efnisskrá Sjómannadagsblaðs Vestmannaeyja kom út s.l. sumar. Ritið er 246 bls., vandað að öllum frágangi, prentað á góðan pappír og ríkulega myndskreytt. Efnisskráin nær yfir 50 árganga Sjómannadags-blaðsins frá 1951 til 2000, en blaðið var fyrst gefið út árið 1951 undir nafninu Sjómaðurinn. Aður hafði Sjómannadagsráð Vestmannaeyja gefið út tvö smárit sem nefndust Sjómannadagurinn, sem kynnti dagskrána, en Sjómannadagurinn hefur frá því hann var fyrst haldinn í Vestmannaeyjum árið 1940, ætíð verið einn af mestu hátíðisdögum Eyjanna. Linda Wright, bókasafnsfræðingur og forstöðu-maður Bókasafns Sjómannaskólans, tók saman efnisskrána og ritaði formála. Sigmar Þór Sveinbjörnssson skipaeftirlitsmaður, tók saman ^HHBPnisskra "5JÓMANNADACSBLAÐS VESTMANNAEYJA 1951 - 2000

yfirlit um sjómannafélögin í Vestmannaeyjum og Sjómannadagsráð Vestmannaeyja, Guðjón Armann Eyjólfsson, fyrrv. skólameistari Stýrimannaskólans í Reykjavfk, ritaði sögu Sjómannadagsblaðsins og Sjómannadagsins í Vestmanaeyjum. Litmyndir eru af öllum félagsfánum sjómanna-félaganna í Vestmannaeyjum, stjórnum félaganna og Sjómannadagsráði Vestmannaeyja árið 2000. Einnig eru forsíður allra þeirra 50 árganga, sem voru efnisteknir, birtar í lit, svo og merki Sjómannadagsins í Vestmannaeyjum. Efnisskráín var prentuð í Prentsmiðjunni Eyrúnu og annaðist Óskar Ólafsson umbrot; Jóhann Jónsson „listó" hannaði kápu; Prentsmiðjan Oddi sá um bókband. Mikil vinna var við lokafrágang „Sögu og efnis-skrárinnar", sérstaklega við greiningu samnafna. Gísli Eyjólfsson, fyrrv. stýrimaður og til margra ára ritari í Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Verðandi vann ásamt Sigmari Þór og Guðjóni Armanni að því verki. Það ber að þakka. Átján menn hafa ritstýrt Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja þessi 50 ár, fyrstu 9 árin með rit-nefnd. Myndir af ritstjórum, ásamt flestum ljós-myndurum forsíðna blaðsins eru í ritinu. Með sögu Sjómannadagsblaðs Vestmannaeyja og Sjómannadagsins í Vestmannaeyjum eru margar stórmerkilegar myndir frá fyrri tíð, t.d. frá fyrstu hátíðum Sjómannadagsins í Eyjum árið 1940 og 1941; einnig. tvær hópmyndir af nær öllum skip-stjórum (41) og vélstjórum (35) Eyjaflotans árið 1946 og þeir flestir nafngreindir. A mjög skýrri mynd af kappbeitningu á Sjómannadeginum 1955 sést fjöldi eldri og yngri Vestmannaeyinga. I efnisskránni er tilvísan til um 6.500 einstakl-inga og vísað séstakiega til mynda og minningar-greina um 650 einstaklinga sem nær allar eru um sjómenn og útvegsmenn í Vestmannaeyjum. Höfundar greina eru 235. Sérstök skrá er yfir skip og báta og þar vísað til um 700 skipa af fjölmörgum þjóðernum, sem hafa komið við sögu í Sjómannadagsblaðinu þessi 50 ár. Þau eru að sjálf-sögðu flest íslensk og frá Vestmannaeyjum. I sérstakri skrá um efnisflokka eru 55 atriðisorð og

eru þar flokkaðar greinar um margvísleg efni eins og sjóslys, hrakninga, skipasnúðar, sjómælingar, aflabrögð og fiskimið svo að eitthvað sé nefnt. Við, sem lögðum fram krafta okkar til þess að „Saga og efnisskrá Sjómannadagsblaðs Vest-mannaeyja 1951 - 2000" kæmi út, viljum endur-taka þakkir okkar til þeirra sem stóðu við bakið á útgáfunni. Efnisskráin var send í dreifingu og sölu um miðj-an júlí 2004 en prentuð voru 800 eintök og voru 100 eintök bundin inn. Ritið var tilbúið til dreif-ingar í maí 2004 en til þess að skyggja ekki á sjálft Sjómannadagsblaðið var dreifíngu frestað fram á sumarið. Ekki er hægt að segja að „Sögu og efnisskrá Sjómannadagsblaðs Vestmannaeyja 1951 - 2000" hafi verið vel tekið. Af okkur, sem unnum að útgáf-unni, var farið af stað með mikilli bjartsýni en sannast sagna hafa bæði sjómenn og almenningur í Vestmannaeyjum sýnt þessu verki tómlæti og tak-markaðan áhuga. Þessari stuttu grein og heimild um útgáfu „Sögu og efnisskrár Sjómannadagsblaðs Vestmannaeyja 1951 - 2000" sem ritstjóri blaðsins bað mig um að taka saman, vil ég ljúka með sömu kveðjuorðum og við Sigmar Þór Sveinbjörnsson sendum velunn-urum ritsins sem styrktu útgáfuna með rausn-arlegum framlögum. „Það er von okkar og trú að „Saga og efnisskrá Sjómannadagsblaðs Vestmannaeyja 1951 - 2000" sé mikilvægur þáttur í sögu íslenskra sjómanna og útgerðar við Islandsstrendur og muni skipta máli með því að auðvelda aðgang að heimildum um sjósókn og líf sjómanna og útvegsmanna og at-hafnalíf í Vestmannaeyjum en lengst af 20. öld voru Vestmannaeyjar stærsta vélbátaverstöð lands-ins." Guðjón Armann Eyjólfsson.