„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1996/ Minning látinna“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 69: Lína 69:
Ég kveð kæran vin. Hafi hann þökk fyrir allt og allt.<br>
Ég kveð kæran vin. Hafi hann þökk fyrir allt og allt.<br>
'''Hilmar Rósmundsson'''<br>
'''Hilmar Rósmundsson'''<br>


'''Gísli R. Sigurðsson'''<br>
'''Gísli R. Sigurðsson'''<br>
Lína 152: Lína 153:
'''F. 22. maí 1897. D. 7. júní 1995'''<br>
'''F. 22. maí 1897. D. 7. júní 1995'''<br>
[[Eyjólfur Gíslason]] var fæddur að [[Búastaðir|Búastöðum]] í Vestmannaeyjum 22. maí 1897. Hann andaðist að Hrafnistu í Reykjavík 7. júní 1995.<br>
[[Eyjólfur Gíslason]] var fæddur að [[Búastaðir|Búastöðum]] í Vestmannaeyjum 22. maí 1897. Hann andaðist að Hrafnistu í Reykjavík 7. júní 1995.<br>
Foreldrar Eyjólfs voru útvegsbóndinn [[Gísli Eyjólfsson]] frá [[Kirkjubær|Kirkjubæ]] í Vestmannaeyjum, f. 1867, d. 1914, og kona hans [[Guðrún Magnúsdóttir]] frá Berjanesi í Landeyjum, f. 1865, d. 1936. Þau hjón Gísli og Guðrún eignuðust fimm börn, tvö þeirra dóu í frumbernsku, en þrjú komust á legg: Jórunn, sem andaðist 16 ára gömul, og Lovísa, sem var elst þeirra systkina, gift Bryngeiri Torfasyni formanni frá Stokkseyri, og var húsmóðir að Búastöðum. d. 1978.<br>
Foreldrar Eyjólfs voru útvegsbóndinn [[Gísli Eyjólfsson]] frá [[Kirkjubær|Kirkjubæ]] í Vestmannaeyjum, f. 1867, d. 1914, og kona hans [[Guðrún Magnúsdóttir]] frá Berjanesi í Landeyjum, f. 1865, d. 1936. Þau hjón Gísli og Guðrún eignuðust fimm börn, tvö þeirra dóu í frumbernsku, en þrjú komust á legg: Jórunn, sem andaðist 16 ára gömul, og  
Með fyrri konu sinni, Margréti Runólfsdóttur, eignaðist Eyjólfur, Erlend, f. 1919, en með seinni konu sinni, Guðrúnu Brandsdóttur, eignaðist hann þrjú börn; Sigurlínu, f. 1928, sem dó í frumbernsku, Gísla, f. 1929 og Guðjón Ármann, f. 1935.<br>
[[Lovísa Gísladóttir|Lovísa]], sem var elst þeirra systkina, gift Bryngeiri Torfasyni formanni frá Stokkseyri, og var húsmóðir að Búastöðum. d. 1978.<br>
Með fyrri konu sinni, [[Margrét Runólfsdóttir|Margréti Runólfsdóttur,]] eignaðist Eyjólfur, Erlend, f. 1919, en með seinni konu sinni, [[Guðrún Brandsdóttir|Guðrúnu Brandsdóttur]], eignaðist hann þrjú börn; Sigurlínu, f. 1928, sem dó í frumbernsku, Gísla, f. 1929 og Guðjón Ármann, f. 1935.<br>
Þegar ég minnist Eyjólfs frænda, eins og mér var tamast að kalla hann, koma fram í hugann myndir og minningar frá veröld sem var og kemur ekki aftur vegna einstæðra náttúruhamfara og jarðelda í Vestmannaeyjum. Eyjólfur ólst upp á útvegsjörð þar sem aldagamlar hefðir voru í heiðri hafðar við að nytja jarðirnar. En fiskveiðar, landbúnaður, fuglaveiði, á súlu, svartfugli, lunda, fýlsunga, ásamt eggjatöku í björgum Eyjanna, var aðallífsbjörg fólks. Faðir Eyjólfs, Gísli, var mikill bjargveiðimaður og bræður hans, þeir Guðjón og Jóel, annálaðir léttleikamenn í fjöllum. Hann lá við til lundaveiða í [[Ellirey]] á hverju sumri og fór í fýlaferðir að þeim loknum, bæði í leigumála Ellireyjarjarða og víðar í Eyjum, eins og á Fjallið sem tilheyrði Álseyjarjörðum. Færði hann mikla björg í bú, en fuglinn, sem kom í hans hlut, var allur nýttur til matar, saltaður og reyktur til vetrarforða. Á vetrarvertíðum stundaði Gísli sjó og var formaður, t.d. með áttæringinn Frið, Elliða og fleiri skip.<br>
Þegar ég minnist Eyjólfs frænda, eins og mér var tamast að kalla hann, koma fram í hugann myndir og minningar frá veröld sem var og kemur ekki aftur vegna einstæðra náttúruhamfara og jarðelda í Vestmannaeyjum. Eyjólfur ólst upp á útvegsjörð þar sem aldagamlar hefðir voru í heiðri hafðar við að nytja jarðirnar. En fiskveiðar, landbúnaður, fuglaveiði, á súlu, svartfugli, lunda, fýlsunga, ásamt eggjatöku í björgum Eyjanna, var aðallífsbjörg fólks. Faðir Eyjólfs, Gísli, var mikill bjargveiðimaður og bræður hans, þeir Guðjón og Jóel, annálaðir léttleikamenn í fjöllum. Hann lá við til lundaveiða í [[Ellirey]] á hverju sumri og fór í fýlaferðir að þeim loknum, bæði í leigumála Ellireyjarjarða og víðar í Eyjum, eins og á Fjallið sem tilheyrði Álseyjarjörðum. Færði hann mikla björg í bú, en fuglinn, sem kom í hans hlut, var allur nýttur til matar, saltaður og reyktur til vetrarforða. Á vetrarvertíðum stundaði Gísli sjó og var formaður, t.d. með áttæringinn Frið, Elliða og fleiri skip.<br>
Eyjólfur var ekki gamall þegar faðir hans fór að lofa honum að koma með í útey til þess að læra handtökin við lundaveiðar og eggjatöku. Fór hann á hverju sumri frá fjögurra ára aldri í Ellirey og dvaldist þar yfir lundatímann til 15 ára aldurs er hann fór í kaupmennsku til Mjóafjarðar. Þegar Eyjófur var fulltíða maður var hann með allra bestu bjargveiðimönnum í Vestmannaeyjum, léttleikamaður og snar í hreyfingum. Var hann iðulega forystumaður þegar farið var í Helliseyjarleigumála, en Búastaðir áttu þar hlunnindi ásamt fleiri Ellireyjarjörðum. Þá seig hann oft Sám í Hellisey sem er erfiðasta bjargsig í Vestmannaeyjum. Þegar skemmtiferðaskipin, sem flest voru þýsk og voru kölluð lystiskip, komu til Eyja fyrir stríð sýndi Eyjólfur og félagar hans bjargsig af Molda og Fiskhellanefi fyrir ferðamennina sem gerðu góðan róm að fífldirfsku Eyjamanna og fimi.<br>
Eyjólfur var ekki gamall þegar faðir hans fór að lofa honum að koma með í útey til þess að læra handtökin við lundaveiðar og eggjatöku. Fór hann á hverju sumri frá fjögurra ára aldri í Ellirey og dvaldist þar yfir lundatímann til 15 ára aldurs er hann fór í kaupmennsku til Mjóafjarðar. Þegar Eyjófur var fulltíða maður var hann með allra bestu bjargveiðimönnum í Vestmannaeyjum, léttleikamaður og snar í hreyfingum. Var hann iðulega forystumaður þegar farið var í Helliseyjarleigumála, en Búastaðir áttu þar hlunnindi ásamt fleiri Ellireyjarjörðum. Þá seig hann oft Sám í Hellisey sem er erfiðasta bjargsig í Vestmannaeyjum. Þegar skemmtiferðaskipin, sem flest voru þýsk og voru kölluð lystiskip, komu til Eyja fyrir stríð sýndi Eyjólfur og félagar hans bjargsig af Molda og Fiskhellanefi fyrir ferðamennina sem gerðu góðan róm að fífldirfsku Eyjamanna og fimi.<br>
Lína 160: Lína 162:
Sína löngu formannstíð var hann með marga báta; t.d. sjö vertíðir með Hansínu sem hann var meðeigandi að og sjö vertíðir með Glað, en lengst var hann formaður með Emmu VE 219 eða í níu vertíðir. Stuttu fyrir stríð var Eyjólfur í þrjár vertíðir, 1938 - 1940, fiskilóðs á færeyskum skútum. Þetta þóttu stór skip í þá daga, þrímastraðar skonnortur, sem hétu Atlantsfarið og Polo og líkaði honum vel sjómennskan á þessum skipum og fiskaði ágætlega. Eyjólfur endaði sína formennsku með Ísleif gamla, VE 63, sem hann var með i fimm vertíðir og var síðast formaður vetrarvertíðina 1962. Síðustu árin, sem Eyjólfur var í Vestmannaeyjum, vann hann við veiðarfæri hjá Ársæli Sveinssyni sem átti þann bát. Þar vann hann allt fram að eldgosinu 1973 þegar hann eins og fleiri varð að flýja Eyjarnar.<br>
Sína löngu formannstíð var hann með marga báta; t.d. sjö vertíðir með Hansínu sem hann var meðeigandi að og sjö vertíðir með Glað, en lengst var hann formaður með Emmu VE 219 eða í níu vertíðir. Stuttu fyrir stríð var Eyjólfur í þrjár vertíðir, 1938 - 1940, fiskilóðs á færeyskum skútum. Þetta þóttu stór skip í þá daga, þrímastraðar skonnortur, sem hétu Atlantsfarið og Polo og líkaði honum vel sjómennskan á þessum skipum og fiskaði ágætlega. Eyjólfur endaði sína formennsku með Ísleif gamla, VE 63, sem hann var með i fimm vertíðir og var síðast formaður vetrarvertíðina 1962. Síðustu árin, sem Eyjólfur var í Vestmannaeyjum, vann hann við veiðarfæri hjá Ársæli Sveinssyni sem átti þann bát. Þar vann hann allt fram að eldgosinu 1973 þegar hann eins og fleiri varð að flýja Eyjarnar.<br>
Eyjólfur var félagslyndur og stéttvís. Hann var einn af stofnendum skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðandi árið 1938 og heiðursfélagi Verðandi í fjöldamörg ár. Hann var einnig heiðursfélagi í Félagi Vestmannaeyinga á Suðurnesjum og í Bjargveiðimannafélagi Vestmannaeyja. Eyjólfur sat í stjórn og varastjórn Verðandi samfleytt í aldarfjórðung, oftast sem ritari, en hann skrifaði sérstaklega fallega rithönd, var prýðilega ritfær og hafði gaman af að skrifa og grúska. Hann var sérstakur áhugamaður um Sjómannadagsblað Vestmannaeyja og ritaði í blaðið frá fyrstu tíð fjölda greina um margvísleg efni auk þess sem hann sá í mörg ár um minningarþátt blaðsins um látna sjómenn. Árið 1981 birtist þáttur um ævi Eyjólfs í safnriti Guðmundar Jakobssonar, Fleytan í nausti.<br>
Eyjólfur var félagslyndur og stéttvís. Hann var einn af stofnendum skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðandi árið 1938 og heiðursfélagi Verðandi í fjöldamörg ár. Hann var einnig heiðursfélagi í Félagi Vestmannaeyinga á Suðurnesjum og í Bjargveiðimannafélagi Vestmannaeyja. Eyjólfur sat í stjórn og varastjórn Verðandi samfleytt í aldarfjórðung, oftast sem ritari, en hann skrifaði sérstaklega fallega rithönd, var prýðilega ritfær og hafði gaman af að skrifa og grúska. Hann var sérstakur áhugamaður um Sjómannadagsblað Vestmannaeyja og ritaði í blaðið frá fyrstu tíð fjölda greina um margvísleg efni auk þess sem hann sá í mörg ár um minningarþátt blaðsins um látna sjómenn. Árið 1981 birtist þáttur um ævi Eyjólfs í safnriti Guðmundar Jakobssonar, Fleytan í nausti.<br>
Eyjólfur hafði sérstakan áhuga á sögu Vestmannaeyja, söfnun og varðveislu sögulegra minja í Eyjum og öðrum menningarmálum eins og gerð sérstakrar kvikmyndar um Vestmannaeyjar. Hann var einn af stofnendum Vestmanneyingafélagsins Heimakletts og sat í fyrstu byggðasafnsnefnd Vesmannaeyja sem starfaði í 20 ár og lagði grunn að Byggðasafni Vestmanneyja. Um þann þátt skrifaði Jóhann Friðfinnsson safnvörður Byggðasafnsins í minningargein um Eyjólf:<br>
Eyjólfur hafði sérstakan áhuga á sögu Vestmannaeyja, söfnun og varðveislu sögulegra minja í Eyjum og öðrum menningarmálum eins og gerð sérstakrar kvikmyndar um Vestmannaeyjar. Hann var einn af stofnendum Vestmanneyingafélagsins Heimakletts og sat í fyrstu byggðasafnsnefnd Vesmannaeyja sem starfaði í 20 ár og lagði grunn að [[Byggðasafn Vestmannaeyja|Byggðasafni Vestmanneyja]]. Um þann þátt skrifaði Jóhann Friðfinnsson safnvörður Byggðasafnsins í minningargein um Eyjólf:<br>
„Byggðasafnið á Eyjólfi mikið upp að unna og á skilnaðarstundu er ljúft og skylt að þakka hans brautryðjendastörf við söfnun og varðveislu verðmæta, en hann vann lengi með Þorsteini Þ. Víglundssyni, þeim mikla eldhuga, og fleiri góðum mönnum að stofnun safnsins, auk þess að vera í fyrstu stjórn þess.“<br>
„Byggðasafnið á Eyjólfi mikið upp að unna og á skilnaðarstundu er ljúft og skylt að þakka hans brautryðjendastörf við söfnun og varðveislu verðmæta, en hann vann lengi með Þorsteini Þ. Víglundssyni, þeim mikla eldhuga, og fleiri góðum mönnum að stofnun safnsins, auk þess að vera í fyrstu stjórn þess.“<br>
Þegar ég minnist frænda míns hrannast upp minningar frá þessari stærstu verstöð landsins, Vestmannaeyjum, þegar róið var eftir hefðbundnu formi á línu og netum. Mest var fylgst með þessum litlu bátum þegar suðaustan óveður var að skella á; þá stóðum við krakkarnir undir húsveggjum og fylgdumst með bátunum þegar þeir voru að koma úr Faxasundi og böksuðu austur flóann. Margir saman sigldu þeir í halarófu austur að [[Bjarnarey]] en þar fengu bátarnir lygnu af eynni. Við krakkarnir þekktum alla báta en þegar Emma kom hlupum við niður á bryggju til að taka á móti frænda. Oft var eitthvað gott að hafa úr bitakössunum og þegar búið var að landa fengum við að fara út á ból, en bátunum var lagt við legufæri sem hver þeirra hafði og var skjöktbátur hafður til að fara út í báta og í land. Að loknum róðri yfir Botninn og upp Lækinn á milli Bæjarbryggju og Edinborgarbryggju var skjöktbáturinn settur upp í Hróf.<br>
Þegar ég minnist frænda míns hrannast upp minningar frá þessari stærstu verstöð landsins, Vestmannaeyjum, þegar róið var eftir hefðbundnu formi á línu og netum. Mest var fylgst með þessum litlu bátum þegar suðaustan óveður var að skella á; þá stóðum við krakkarnir undir húsveggjum og fylgdumst með bátunum þegar þeir voru að koma úr Faxasundi og böksuðu austur flóann. Margir saman sigldu þeir í halarófu austur að [[Bjarnarey]] en þar fengu bátarnir lygnu af eynni. Við krakkarnir þekktum alla báta en þegar Emma kom hlupum við niður á bryggju til að taka á móti frænda. Oft var eitthvað gott að hafa úr bitakössunum og þegar búið var að landa fengum við að fara út á ból, en bátunum var lagt við legufæri sem hver þeirra hafði og var skjöktbátur hafður til að fara út í báta og í land. Að loknum róðri yfir [[Botn|Botninn]] og upp Lækinn á milli Bæjarbryggju og Edinborgarbryggju var skjöktbáturinn settur upp í Hróf.<br>
Árið 1928 byggði Eyjólfur hús skammt fyrir sunnan sitt æskuheimili og kallaði það Bessastaði eftir grunnbrotinu Bessa sem er grynning aust-suðaustur af Heimey og brýtur á í óveðrum, en grunnbrotið var í beinni stefnu austur af húsinu. Sama ár kvæntist hann Guðrúnu Brandsdóttur og var hún mikil húsmóðir og hannyrðakona svo að af bar. Eftir að systkinin Lovísa og Eyjólfur fóru að búa höfðu þau félagsbú á Búastaðajörðinni. Á sumrin var mikið líf og gleði við heyskap á túni Búastaða og annarra býla í nágrenninu. Mikil samhjálp var á milli granna, en fjölskyldur þeirra Búastaðasystkina hjálpuðust að við heyskapinn og að nytja hlunnindi jarðarinnar.<br>
Árið 1928 byggði Eyjólfur hús skammt fyrir sunnan sitt æskuheimili og kallaði það Bessastaði eftir grunnbrotinu Bessa sem er grynning austsuðaustur af Heimey og brýtur á í óveðrum, en grunnbrotið var í beinni stefnu austur af húsinu. Sama ár kvæntist hann Guðrúnu Brandsdóttur og var hún mikil húsmóðir og hannyrðakona svo að af bar. Eftir að systkinin Lovísa og Eyjólfur fóru að búa höfðu þau félagsbú á Búastaðajörðinni. Á sumrin var mikið líf og gleði við heyskap á túni Búastaða og annarra býla í nágrenninu. Mikil samhjálp var á milli granna, en fjölskyldur þeirra Búastaðasystkina hjálpuðust að við heyskapinn og að nytja hlunnindi jarðarinnar.<br>
[[Heimaeyjargosið|Eldgosið]] á Heimaey og allt það umrót sem því fylgdi hafði slæm áhrif á Eyjólf og fleiri gróna Vestmannaeyinga. Fólk hrökklaðist frá heimilum sínum allslaust út í myrkrið og óvissuna. Það veit enginn nema sá sem slíkt reynir þegar aðeins er um það eitt að tefla að bjarga lífi sínu og sinna nánustu. Seint um kvöldið 24. janúar 1973 var verið að bjarga því sem var fljótlegast að taka og koma út úr Bessastöðum og voru aðstæður erfiðar, gífurlegt vikurfall og grjótkast, svo að varð að skríða í skjól af bílunum. Mér fannst sárast, þegar ég stóð í síðasta sinn í skrifstofunni og bókaherbergi Eyjólfs frænda, að þurfa að horfa á eftir öllum verðmætum í húsinu, en Eyjólfur var mikill fræðimaður og fór þar margur fróðleikur forgörðum.<br>
[[Heimaeyjargosið|Eldgosið]] á Heimaey og allt það umrót sem því fylgdi hafði slæm áhrif á Eyjólf og fleiri gróna Vestmannaeyinga. Fólk hrökklaðist frá heimilum sínum allslaust út í myrkrið og óvissuna. Það veit enginn nema sá sem slíkt reynir þegar aðeins er um það eitt að tefla að bjarga lífi sínu og sinna nánustu. Seint um kvöldið 24. janúar 1973 var verið að bjarga því sem var fljótlegast að taka og koma út úr Bessastöðum og voru aðstæður erfiðar, gífurlegt vikurfall og grjótkast, svo að varð að skríða í skjól af bílunum. Mér fannst sárast, þegar ég stóð í síðasta sinn í skrifstofunni og bókaherbergi Eyjólfs frænda, að þurfa að horfa á eftir öllum verðmætum í húsinu, en Eyjólfur var mikill fræðimaður og fór þar margur fróðleikur forgörðum.<br>
Eyjólfur og Guðrún settust að í Garðinum innan um frændur og vini sem bjuggu þar eftir gosið. Úr Garðinum fluttust þau að Hrafnistu í Reykjavík 1981 og leið þeim þar vel.<br>
Eyjólfur og Guðrún settust að í Garðinum innan um frændur og vini sem bjuggu þar eftir gosið. Úr Garðinum fluttust þau að Hrafnistu í Reykjavík 1981 og leið þeim þar vel.<br>
Lína 192: Lína 194:
'''F. 11. nóv. 1926 - D. 16. júlí 1995'''<br>
'''F. 11. nóv. 1926 - D. 16. júlí 1995'''<br>
Þó að Torfa Bryngeirssonar frá Búastöðum verði fyrst og fremst minnst sem eins fræknasta íþróttamanns á Íslandi á þessari öld er hans minnst á síðum Sjómannadagsblaðs Vestmannaeyja vegna þess að frá unga aldri stundaði hann sjómennsku frá fæðingarbæ sínum, Vestmannaeyjum. Hann var einnig um tíma í útgerð og í fjöldamörg ár var hann verkstjóri hjá Einari Sigurðssyni í Hraðfrystistöð Vestmannaeyja.<br>
Þó að Torfa Bryngeirssonar frá Búastöðum verði fyrst og fremst minnst sem eins fræknasta íþróttamanns á Íslandi á þessari öld er hans minnst á síðum Sjómannadagsblaðs Vestmannaeyja vegna þess að frá unga aldri stundaði hann sjómennsku frá fæðingarbæ sínum, Vestmannaeyjum. Hann var einnig um tíma í útgerð og í fjöldamörg ár var hann verkstjóri hjá Einari Sigurðssyni í Hraðfrystistöð Vestmannaeyja.<br>
Torfi Bryngeirsson var fæddur að Búastöðum í Vestmannaeyjuni 11. nóv. 1926, sonur hjónanna Lovísu Gísladóttur og Bryngeirs Torfasonar skipstjóra sem ættaður var frá Stokkseyri.<br>
Torfi Bryngeirsson var fæddur að [[Búastaðir|Búastöðum]] í Vestmannaeyjuni 11. nóv. 1926, sonur hjónanna Lovísu Gísladóttur og Bryngeirs Torfasonar skipstjóra sem ættaður var frá Stokkseyri.<br>
Innan við fermingaraldur missti Torfi föður sinn og varð fljótt að taka til hendi. Þau voru sjö systkinin að Búastöðum og komust fimm til fullorðinsára. Torfi var næstelstur þeirra er upp komust og byrjaði snemma að vinna og draga björg í bú. Sumarið 1942 vann hann 15 ára gamall við hafnargerðina en þá fór fram mikil viðgerð á syðri hafnargarðinum, Hringskersgarði.<br>
Innan við fermingaraldur missti Torfi föður sinn og varð fljótt að taka til hendi. Þau voru sjö systkinin að Búastöðum og komust fimm til fullorðinsára. Torfi var næstelstur þeirra er upp komust og byrjaði snemma að vinna og draga björg í bú. Sumarið 1942 vann hann 15 ára gamall við hafnargerðina en þá fór fram mikil viðgerð á syðri hafnargarðinum, Hringskersgarði.<br>
Torfi var 16 ára gamall þegar hann fór á síld við Norðurland eins og þá var títt og var á tvílembingunum Tý VE 315 og Nönnu VE 300. Þetta var sumarið 1943 og síldveiðar þá stundaðar með herpinót sem var róið út frá tveim nótabátum. Vetrarvertíðina 1944, þá 17 ára gamall, var hann á Emmu VE 219 með Eyjólfi móðurbróður sínum og var með honum í tvær vertíðir. Torfi var beitumaður og varð skjótt fljótvirkur og afkastamikill við beitninguna. Vertíðina 1946 var Torfi beitningamaður á m/b Veigu sem  
Torfi var 16 ára gamall þegar hann fór á síld við Norðurland eins og þá var títt og var á tvílembingunum Tý VE 315 og Nönnu VE 300. Þetta var sumarið 1943 og síldveiðar þá stundaðar með herpinót sem var róið út frá tveim nótabátum. Vetrarvertíðina 1944, þá 17 ára gamall, var hann á Emmu VE 219 með Eyjólfi móðurbróður sínum og var með honum í tvær vertíðir. Torfi var beitumaður og varð skjótt fljótvirkur og afkastamikill við beitninguna. Vertíðina 1946 var Torfi beitningamaður á m/b Veigu sem  
Sigurjón Auðunsson var með og voru þeir þar saman æskufélagarnir Hjörleifur Guðnason frá Oddsstöðum og Torfi.<br>
Sigurjón Auðunsson var með og voru þeir þar saman æskufélagarnir Hjörleifur Guðnason frá Oddsstöðum og Torfi.<br>
Torfi var þá þegar orðinn einn af bestu íþróttamönnum í Vestmannaeyjum og keppti fyrir Íþróttafélagið Þór. Frammámenn íþróttahreyfingarinnar í Reykjavík á þessum árum, þeir Erlingur Ó. Pétursson, aðaldriffjöður KR, og Benedikt G. Waage, forseti íþróttasambands Íslands, voru fljótir að koma auga á hvílíkt efni Torfi var í íþróttamann á heimsmælikvarða. Sumarið 1946, þegar hann var á leið norður til síldveiða, voru honum því boðin kostakjör, góð atvinna og á þeirrar tíðar mælikvarða góð aðstaða til æfinga í Reykjavík sem hann gat ekki hafnað, enda hafði hann brennandi áhuga á íþróttum.<br>
Torfi var þá þegar orðinn einn af bestu íþróttamönnum í Vestmannaeyjum og keppti fyrir Íþróttafélagið Þór. Frammámenn íþróttahreyfingarinnar í Reykjavík á þessum árum, þeir Erlingur Ó. Pétursson, aðaldriffjöður KR, og Benedikt G. Waage, forseti íþróttasambands Íslands, voru fljótir að koma auga á hvílíkt efni Torfi var í íþróttamann á heimsmælikvarða. Sumarið 1946, þegar hann var á leið norður til síldveiða, voru honum því boðin kostakjör, góð atvinna og á þeirrar tíðar mælikvarða góð aðstaða til æfinga í Reykjavík sem hann gat ekki hafnað, enda hafði hann brennandi áhuga á íþróttum.<br>
Torfi skaraði þá strax fram úr í „þjóðaríþrótt" Vestmannaeyinga, stangarstökkinu, eins og sú íþróttagrein var oft nefnd á þeim árum, en Vestmannaeyingar áttu Íslandsmet í stangarstökki um áratugaskeið og komust aðrir landsmenn ekki með tærnar þar sem Eyjamenn höfðu hælana í stönginni.<br>
Torfi skaraði þá strax fram úr í „þjóðaríþrótt“ Vestmannaeyinga, stangarstökkinu, eins og sú íþróttagrein var oft nefnd á þeim árum, en Vestmannaeyingar áttu Íslandsmet í stangarstökki um áratugaskeið og komust aðrir landsmenn ekki með tærnar þar sem Eyjamenn höfðu hælana í stönginni.<br>
Mér er það sérstaklega minnisstætt þegar Torfi setti fyrsta Íslandsmetið, drengjamet, sem var auðvitað óstaðfest við þær aðstæður sem keppt var við. Þetta gerðist austur á Móhúsaflöt sem var spölkorn vestur af Urðavita, beint suður af Kirkjubæjum. Þarna hafði verið útbúin svolítil sandgryfja og var oft verið þarna í Ieikjum og margs konar stökkum og hlaupum. Að sögn sjónarvotta (hjónanna á Kirkjubóli, Kristjáns heitins Kristóferssonar og Þóru) hófst eldgosið 23. janúar 1973 á Móhúsaflöt, líkast því að kviknaði í sinueldi og síðan opnaðist eldsprungan til beggja átta. Þessi staður er því undir miðjum rótum Eldfellsins.<br>
Mér er það sérstaklega minnisstætt þegar Torfi setti fyrsta Íslandsmetið, drengjamet, sem var auðvitað óstaðfest við þær aðstæður sem keppt var við. Þetta gerðist austur á Móhúsaflöt sem var spölkorn vestur af Urðavita, beint suður af Kirkjubæjum. Þarna hafði verið útbúin svolítil sandgryfja og var oft verið þarna í leikjum og margs konar stökkum og hlaupum. Að sögn sjónarvotta (hjónanna á Kirkjubóli, Kristjáns heitins Kristóferssonar og Þóru) hófst eldgosið 23. janúar 1973 á Móhúsaflöt, líkast því að kviknaði í sinueldi og síðan opnaðist eldsprungan til beggja átta. Þessi staður er því undir miðjum rótum Eldfellsins.<br>
Torfi gat sér strax frægðarorð í Reykjavík sem afreksmaður í íþróttum og varð fljótlega Íslandsmeistari í langstökki og stangarstökki. Frægðarferil sinn sem íþróttamaður á heimsmælikvarða á erIendri grundu hóf Torfi þegar hann tók þátt í Olympíuleikjunum í Lundúnum árið 1948. Árið 1949 varð hann Norðurlandameistari í langstökki og í hinni frægu þriggja landa keppni í Ósló 29. júní 1951, þegar Ísland bar sigurorð af Norðmönnum og Dönum, var Torfi fræknasti íþróttamaður keppninnar. Hann varð sigurvegari í langstökki og stangarstökki og hljóp endasprettinn í 4x100 metra boðhlaupi sem Ísland vann einnig.<br>
Torfi gat sér strax frægðarorð í Reykjavík sem afreksmaður í íþróttum og varð fljótlega Íslandsmeistari í langstökki og stangarstökki. Frægðarferil sinn sem íþróttamaður á heimsmælikvarða á erIendri grundu hóf Torfi þegar hann tók þátt í Olympíuleikjunum í Lundúnum árið 1948. Árið 1949 varð hann Norðurlandameistari í langstökki og í hinni frægu þriggja landa keppni í Ósló 29. júní 1951, þegar Ísland bar sigurorð af Norðmönnum og Dönum, var Torfi fræknasti íþróttamaður keppninnar. Hann varð sigurvegari í langstökki og stangarstökki og hljóp endasprettinn í 4x100 metra boðhlaupi sem Ísland vann einnig.<br>
Mesta afrek Torfa Bryngeirssonar var þó þegar hann varð Evrópumeistari og sigraði í langstökki á Evrópumeistaramótinu í Brussel árið 1950.<br>
Mesta afrek Torfa Bryngeirssonar var þó þegar hann varð Evrópumeistari og sigraði í langstökki á Evrópumeistaramótinu í Brussel árið 1950.<br>
Árið eftir varð hann meistari í stangarstökki á bresku samveldisleikjunum þar sem Iönd breska samveldisins, víðs vegar að úr heiminum, kepptu.<br>
Árið eftir varð hann meistari í stangarstökki á bresku samveldisleikjunum þar sem lönd breska samveldisins, víðs vegar að úr heiminum, kepptu.<br>
Um Torfa átti við hið fornkveðna, „Römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til," af því að á þessum viðburðaríku árum í lífi hans var hugurinn oft bundinn æskustöðvunum þó að æfingar og keppnisferðir tækju mikið af frístundum hans.<br>
Um Torfa átti við hið fornkveðna, „Römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til,af því að á þessum viðburðaríku árum í lífi hans var hugurinn oft bundinn æskustöðvunum þó að æfingar og keppnisferðir tækju mikið af frístundum hans.<br>
Torfi kvæntist árið 1950, Jóhönnu Pétursdóttur frá Selshjáleigu í Austur-Landeyjum. Þau hófu búskap í lítilli risíbúð við Laugateig og voru samhent og gestrisin. Á þessum árum var fjölmennt Iið frænda og vina úr Vestmannaeyjum við nám í Stýrimannaskólanum í Reykjavik og fleiri skólum í höfuðborginni. Við vorum margir heimagangar á heimili Torfa og Hönnu og var öllum alltaf vel tekið á heimili þeirra  
Torfi kvæntist árið 1950, Jóhönnu Pétursdóttur frá Selshjáleigu í Austur-Landeyjum. Þau hófu búskap í lítilli risíbúð við Laugateig og voru samhent og gestrisin. Á þessum árum var fjölmennt lið frænda og vina úr Vestmannaeyjum við nám í Stýrimannaskólanum í Reykjavik og fleiri skólum í höfuðborginni. Við vorum margir heimagangar á heimili Torfa og Hönnu og var öllum alltaf vel tekið á heimili þeirra  
og oft glatt á hjalla.<br>
og oft glatt á hjalla.<br>
Árið 1955, eftir nærri 10 ára dvöl í Reykjavík, fluttust þau hjón til Vestmannaeyja, byggðu sér einbýlishús og bjuggu þar næstu 15 árin. Mér er minnisstætt hvað Torfi hlakkaði til að flytja aftur til Eyja. Þeir bræður, Torfi og Jón, nú verksmiðjustjóri í Grindavík, keyptu haustið 1955 lítinn bát, súðbyrtan, með svonefndu Breiðfirðingslagi, og nefndu bátinn Bryngeir VE 232. Hann mældist 10 rúmlestir og bar 12 tonn af fiski. Þeir bræður áttu Bryngeir í þrjú ár. Jón var formaður og fiskaði prýðilega. Á þeim árum var oft mikill fiskur á Eyjamiðum, ekki síst á handfæri. Jón hefur sagt mér að Torfi hefði sýnt af sér fádæma hreysti við færin þegar þeir lentu í miklum fiski. Eitt sinn fylltu þeir t.d. bátinn á einu reki við Hvítbjarnarboðann. Þetta var í sílisgöngu seint í mars og reru allir undir Sand en Jón hafði dreymt fyrir fiski við Hvítbjarnarboðann sem í draumnum var í einu hvítu broti. Hann hélt því þangað einskipa og komust strax í óðann fisk. Þeir voru þrír á bátnum, bræðurnir Jón og Torfi og frændi þeirra, Tóti á Kirkjubæ (Þórarinn Guðjónsson). Drekkfylltu þeir Bryngeir litla og komu tólf tonn af rígaþorski upp úr bátnum.<br>
Árið 1955, eftir nærri 10 ára dvöl í Reykjavík, fluttust þau hjón til Vestmannaeyja, byggðu sér einbýlishús og bjuggu þar næstu 15 árin. Mér er minnisstætt hvað Torfi hlakkaði til að flytja aftur til Eyja. Þeir bræður, Torfi og Jón, nú verksmiðjustjóri í Grindavík, keyptu haustið 1955 lítinn bát, súðbyrtan, með svonefndu Breiðfirðingslagi, og nefndu bátinn Bryngeir VE 232. Hann mældist 10 rúmlestir og bar 12 tonn af fiski. Þeir bræður áttu Bryngeir í þrjú ár. Jón var formaður og fiskaði prýðilega. Á þeim árum var oft mikill fiskur á Eyjamiðum, ekki síst á handfæri. Jón hefur sagt mér að Torfi hefði sýnt af sér fádæma hreysti við færin þegar þeir lentu í miklum fiski. Eitt sinn fylltu þeir t.d. bátinn á einu reki við Hvítbjarnarboðann. Þetta var í sílisgöngu seint í mars og reru allir undir Sand en Jón hafði dreymt fyrir fiski við Hvítbjarnarboðann sem í draumnum var í einu hvítu broti. Hann hélt því þangað einskipa og komust strax í óðann fisk. Þeir voru þrír á bátnum, bræðurnir Jón og Torfi og frændi þeirra, Tóti á Kirkjubæ (Þórarinn Guðjónsson). Drekkfylltu þeir Bryngeir litla og komu tólf tonn af rígaþorski upp úr bátnum.<br>
Lína 209: Lína 211:
Jóhanna Pétursdóttir andaðist árið 1983, en sambýliskona Torfa hin síðari ár var Erla Þorvarðardóttir frá Ólafshúsum í Eyjum.<br>
Jóhanna Pétursdóttir andaðist árið 1983, en sambýliskona Torfa hin síðari ár var Erla Þorvarðardóttir frá Ólafshúsum í Eyjum.<br>
Torfi Bryngeirsson varð bráðkvaddur hinn 16. júlí 1995 og var útför hans gerð frá Hallgrímskirkju 26. júlí að viðstöddu fjölmenni. Torfi hvílir við hlið Jóhönnu eiginkonu sinnar í Gufuneskirkjugarði. Blessuð sé minning þeirra hjóna.<br>
Torfi Bryngeirsson varð bráðkvaddur hinn 16. júlí 1995 og var útför hans gerð frá Hallgrímskirkju 26. júlí að viðstöddu fjölmenni. Torfi hvílir við hlið Jóhönnu eiginkonu sinnar í Gufuneskirkjugarði. Blessuð sé minning þeirra hjóna.<br>
::::::::::::::::::::::::::::::::::::'''Guðjón Ármann Eyjólfsson.'''
'''Guðjón Ármann Eyjólfsson.'''
 




Lína 218: Lína 221:
Hann var fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum, sonur hjónanna Júlíusar Jónssonar og fyrri konu hans, Sigurveigar Björnsdóttur. Björn var elstur sjö systkina sem öll voru þekktir Vestmannaeyingar. Þeir voru þrír bræðurnir: Hafsteinn útgerðarmaður og múrarameistari, sem stundaði sjó á yngri árum  
Hann var fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum, sonur hjónanna Júlíusar Jónssonar og fyrri konu hans, Sigurveigar Björnsdóttur. Björn var elstur sjö systkina sem öll voru þekktir Vestmannaeyingar. Þeir voru þrír bræðurnir: Hafsteinn útgerðarmaður og múrarameistari, sem stundaði sjó á yngri árum  
og var einn fjögurra sem komst af þegar Guðrún VE 63 fórst inn af Ellirey 23. febrúar 1953, og Garðar rafvirkjameistari. Þeir eru báðir látnir.<br>
og var einn fjögurra sem komst af þegar Guðrún VE 63 fórst inn af Ellirey 23. febrúar 1953, og Garðar rafvirkjameistari. Þeir eru báðir látnir.<br>
Á námsárum sínum var Björn á síldveiðum við Norðurland á elsta Reyni VE 15 með Páli Ingibergssyni og þeim bræðrum. Hann minntist oft þess tíma með mikilli ánægju. Eftir að Björn lauk læknanámi frá Háskóla Íslands vorið 1955 var hann læknir í Vestmannaeyjum til ársloka árið 1958, en á kandídatsárum sínum hafði hann unnið á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Einar Guttormsson var þá sjúkrahúslæknir, en héraðslæknir var Baldur Johnsen. Á þessum árum var mikill fjöldi erlendra fiskiskipa á Eyjamiðum og leituðu þau oft til Vestmannaeyja með veika og slasaða sjómenn. Læknar í Eyjum vitjuðu einnig fjölda erlendra og íslenskra skipa sem lágu í vari á Víkinni, Ytri höfninni, eða undir Eiðinu. Oft var þetta við erfiðar aðstæður á Létti litla eða mótorbátum sem voru fengnir til að fara með lækni út í skipin ef mjög vont var í sjóinn. Í slæmum veðrum og haugasjó þurfti ákveðni og kjark ef taka varð sjúklinga frá borði þegar skipin komust ekki til hafnar. Af meðfæddri hógværð lét Björn ekki mikið yfir þessum læknisvitjunum sem var starfsskylda hans og Vestmannaeyjalækna, en í erlendum blöðum hafa þakklátir sjómenn vitnað um ágæta þjónustu læknanna og Sjúkrahúss Vestmannaeyja. Björn sagði mér að eitt sinn hefðu þeir orðið að spelka fársjúkann mann og brotinn við lestarlúgu sem var síðan hífð frá borði togarans yfir í Vestmannaeyjabát sem lagðist að honum.<br>
Á námsárum sínum var Björn á síldveiðum við Norðurland á elsta Reyni VE 15 með Páli Ingibergssyni og þeim bræðrum. Hann minntist oft þess tíma með mikilli ánægju. Eftir að Björn lauk læknanámi frá Háskóla Íslands vorið 1955 var hann læknir í Vestmannaeyjum til ársloka árið 1958, en á kandídatsárum sínum hafði hann unnið á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja. [[Einar Guttormsson]] var þá sjúkrahúslæknir, en héraðslæknir var Baldur Johnsen. Á þessum árum var mikill fjöldi erlendra fiskiskipa á Eyjamiðum og leituðu þau oft til Vestmannaeyja með veika og slasaða sjómenn. Læknar í Eyjum vitjuðu einnig fjölda erlendra og íslenskra skipa sem lágu í vari á Víkinni, Ytri höfninni, eða undir Eiðinu. Oft var þetta við erfiðar aðstæður á Létti litla eða mótorbátum sem voru fengnir til að fara með lækni út í skipin ef mjög vont var í sjóinn. Í slæmum veðrum og haugasjó þurfti ákveðni og kjark ef taka varð sjúklinga frá borði þegar skipin komust ekki til hafnar. Af meðfæddri hógværð lét Björn ekki mikið yfir þessum læknisvitjunum sem var starfsskylda hans og Vestmannaeyjalækna, en í erlendum blöðum hafa þakklátir sjómenn vitnað um ágæta þjónustu læknanna og Sjúkrahúss Vestmannaeyja. Björn sagði mér að eitt sinn hefðu þeir orðið að spelka fársjúkann mann og brotinn við lestarlúgu sem var síðan hífð frá borði togarans yfir í Vestmannaeyjabát sem lagðist að honum.<br>
Á læknisárum Björns í Vestmannaeyjum voru á vegum Stýrimannaskólans í Reykjavík haldin fjölmenn skipstjórnarnámskeið fyrir hið minna fiskimannapróf sem Páll Þorbjörnsson og Friðrik Ásmundsson, núverandi skólastjóri Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum, veittu forstöðu. Björn kenndi heilsufræði og slysahjálp á þessum námskeiðum og lagði sig þar fram eins og við allt sem hann gerði. Hann hafði gaman af þessari kennslu og samveru við unga sjómenn. Löngu síðar höfðu nemendur iðulega samband við hann beint af miðunum þegar þeir þurftu sem skipstjórnarmenn að sinna veikum og slösuðum skipverjum. Björn kenndi síðar um fjöldamörg ár við Hjúkrunarkvennaskólann og læknadeild Háskóla Íslands.<br>
Á læknisárum Björns í Vestmannaeyjum voru á vegum Stýrimannaskólans í Reykjavík haldin fjölmenn skipstjórnarnámskeið fyrir hið minna fiskimannapróf sem Páll Þorbjörnsson og Friðrik Ásmundsson, núverandi skólastjóri Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum, veittu forstöðu. Björn kenndi heilsufræði og slysahjálp á þessum námskeiðum og lagði sig þar fram eins og við allt sem hann gerði. Hann hafði gaman af þessari kennslu og samveru við unga sjómenn. Löngu síðar höfðu nemendur iðulega samband við hann beint af miðunum þegar þeir þurftu sem skipstjórnarmenn að sinna veikum og slösuðum skipverjum. Björn kenndi síðar um fjöldamörg ár við Hjúkrunarkvennaskólann og læknadeild Háskóla Íslands.<br>
Í eldgosinu í Heimaey var Björn við læknisstörf úti í Eyjum veturinn 1973, en 23. janúar, nóttina sem eldgosið hófst, var hann í fremstu víglínu hjálpar- og aðstoðarfólks í Þorlákshöfn þegar Vestmannaeyjabátar komu þangað hlaðnir fólki um nóttina og snemma morguns. Alla tíð var hann mikill Eyjamaður.<br>
Í eldgosinu í Heimaey var Björn við læknisstörf úti í Eyjum veturinn 1973, en 23. janúar, nóttina sem eldgosið hófst, var hann í fremstu víglínu hjálpar- og aðstoðarfólks í Þorlákshöfn þegar Vestmannaeyjabátar komu þangað hlaðnir fólki um nóttina og snemma morguns. Alla tíð var hann mikill Eyjamaður.<br>
Björn Júlíusson var mjög vel menntaður og fær læknir, en framar öðru var hann sérstaklega vandaður og hreinskiptinn maður, traustur félagi og vinur.<br>
Björn Júlíusson var mjög vel menntaður og fær læknir, en framar öðru var hann sérstaklega vandaður og hreinskiptinn maður, traustur félagi og vinur.<br>
Hann var kvæntur Þórunni Kristjánsdóttur frá Brattlandi í Vestmannaeyjum. Hún lifir mann sinn og eignuðust þau tvö börn. Blessuð sé minnig hans.<br>
Hann var kvæntur [[Þórunn Kristjánsdóttir|Þórunni Kristjánsdóttur]] frá [[Brattland|Brattlandi]] í Vestmannaeyjum. Hún lifir mann sinn og eignuðust þau tvö börn. Blessuð sé minnig hans.<br>
::::::::::::::::::::::::::::::::::::'''Guðjón Ármann Eyjólfsson.'''
'''Guðjón Ármann Eyjólfsson.'''




<big>'''Brynjólfur Einarsson'''</big><br>
<big>'''Brynjólfur Einarsson'''</big><br>
'''F. 7. júní 1903 - D. 11. apríl 1996'''<br>
'''F. 7. júní 1903 - D. 11. apríl 1996'''<br>
Brynjólfur Einarsson bátasmiður var fæddur 7. júní 1903 en ólst upp á Jökuldal og í Vopnafirði til sjö ára aldurs. Foreldrar hans voru þau Guðný Benediktsdóttir úr Suðursveit og Einar Pálsson bóndi, frá Hofsnesi í Öræfum. Áttu þau fyrir sitt barnið hvort en saman átta. Þau settust að á Eskifirði 1910 þar sem Brynjólfur nam bátasmíðar hjá móðurbróður sínum, Auðbergi Benediktssyni, og hóf sjómennsku 14 ára gamall á árabát með Bjarna Marteinssyni.<br>
[[Brynjólfur Einarsson]] bátasmiður var fæddur 7. júní 1903 en ólst upp á Jökuldal og í Vopnafirði til sjö ára aldurs. Foreldrar hans voru þau Guðný Benediktsdóttir úr Suðursveit og Einar Pálsson bóndi, frá Hofsnesi í Öræfum. Áttu þau fyrir sitt barnið hvort en saman átta. Þau settust að á Eskifirði 1910 þar sem Brynjólfur nam bátasmíðar hjá móðurbróður sínum, Auðbergi Benediktssyni, og hóf sjómennsku 14 ára gamall á árabát með Bjarna Marteinssyni.<br>
Það átti fyrir honum að liggja að sækja sjó á opnum báti frá Papey og þaðan var jafnvel róið á hákarlamiðin djúpt úti af Austfjörðum. Hann gerðist háseti á línuveiðaranum Andey, var tvö sumur á kútter Helgu frá Akureyri. Löngu síðar týndist hún mannlaus í hafi þar sem hún var notuð til að ferja síldartunnur milli hafna og spunnust upp magnaðar furðusögur um það skip. Hann var á kútter Lovísu, fór þaðan á vélbáta, svo sem Vanadís, Má og Njál þar sem hann var einnig hafður að vélstjóra og tók upp úr því vélstjórnarréttindi (árið 1922). Hann er líklega sá síðasti af þeim sjómönnum af gamla Víkingi er kveður lífið, en Víkingur var fyrsti bátur Gísla frá Arnarhóli og félaga; seldur til Austurlands er sá nýi kom (1925)<br>
Það átti fyrir honum að liggja að sækja sjó á opnum báti frá Papey og þaðan var jafnvel róið á hákarlamiðin djúpt úti af Austfjörðum. Hann gerðist háseti á línuveiðaranum Andey, var tvö sumur á kútter Helgu frá Akureyri. Löngu síðar týndist hún mannlaus í hafi þar sem hún var notuð til að ferja síldartunnur milli hafna og spunnust upp magnaðar furðusögur um það skip. Hann var á kútter Lovísu, fór þaðan á vélbáta, svo sem Vanadís, Má og Njál þar sem hann var einnig hafður að vélstjóra og tók upp úr því vélstjórnarréttindi (árið 1922). Hann er líklega sá síðasti af þeim sjómönnum af gamla Víkingi er kveður lífið, en Víkingur var fyrsti bátur Gísla frá Arnarhóli og félaga; seldur til Austurlands er sá nýi kom (1925)<br>
Eitt sinn er hann var sendur frá Austfjörðum til Vestmannaeyja að sækja bátinn Snyg. Þá varð hann vitni að landburði af fiski. Varð honum þá að orði að nú skildi hann Þorstein frá Vattarnesi, af hverju hann hafði brugðið búi og flust til Eyjanna. Þar kom einnig að því að Brynjólfur pakkaði saman á Eskifirði, bæði með vélstjórnar-, skipstjórnarréttindi og bátasmíðar uppá vasann. Hann hóf vinnu við skipasmíðar hér í Vestmannaeyjum einmitt á þeim árum er þær urðu stóriðnaður í byggðinni. Allan smíðatíma Helga VE 333 var hann verkstjóri og yfirsmiður en Gunnar Marel var meistarinn. Engum vildi Brynjólfur frekar vinna með eða hjá en Gunnari Marel. Árið 1940 var hann á síldarvertíðinni á Helga VE. Voru þeir samskipa feðgarnir, Hálfdan Brynjar, að hefja sjómannsferilinn, og hann.<br>
Eitt sinn er hann var sendur frá Austfjörðum til Vestmannaeyja að sækja bátinn Snyg. Þá varð hann vitni að landburði af fiski. Varð honum þá að orði að nú skildi hann Þorstein frá Vattarnesi, af hverju hann hafði brugðið búi og flust til Eyjanna. Þar kom einnig að því að Brynjólfur pakkaði saman á Eskifirði, bæði með vélstjórnar-, skipstjórnarréttindi og bátasmíðar uppá vasann. Hann hóf vinnu við skipasmíðar hér í Vestmannaeyjum einmitt á þeim árum er þær urðu stóriðnaður í byggðinni. Allan smíðatíma [[Helgi VE 33|Helga VE 33]] var hann verkstjóri og yfirsmiður en [[Gunnar Marel]] var meistarinn. Engum vildi Brynjólfur frekar vinna með eða hjá en Gunnari Marel. Árið 1940 var hann á síldarvertíðinni á Helga VE. Voru þeir samskipa feðgarnir, Hálfdan Brynjar, að hefja sjómannsferilinn, og hann.<br>
Árið 1942 hóf hann að teikna og smíða Helga Helgason, stærsta tréskip sem smíðað hefur verið á Íslandi. Sá bátur var í Eyjaflotanum fram yfir 1960 að hann var seldur norður.<br>
Árið 1942 hóf hann að teikna og smíða [[Helgi Helgason VE|Helga Helgason]], stærsta tréskip sem smíðað hefur verið á Íslandi. Sá bátur var í Eyjaflotanum fram yfir 1960 að hann var seldur norður.<br>
Er sá tími kom að erfiði bátasmíðarinnar hentaði ekki rosknum manni gerðist Brynjólfur kyndari í Lifrarsamlagi Vestmannaeyja og var þar í átta ár. Eitt var það sem fylgdi Brynjólfi alla tíð en það var vísnagerð. Honum fannst vísurnar eiga aðeins við, ,,á einum stað og einu sinni" en margar lifa enn í munni manna og fljúga við ýmis tækifæri.<br>
Er sá tími kom að erfiði bátasmíðarinnar hentaði ekki rosknum manni gerðist Brynjólfur kyndari í Lifrarsamlagi Vestmannaeyja og var þar í átta ár. Eitt var það sem fylgdi Brynjólfi alla tíð en það var vísnagerð. Honum fannst vísurnar eiga aðeins við, „á einum stað og einu sinni“ en margar lifa enn í munni manna og fljúga við ýmis tækifæri.<br>
Starfsferil sinn endaði hann sem rukkari hjá Bæjarsjóði Vestmannaeyja.<br>
Starfsferil sinn endaði hann sem rukkari hjá Bæjarsjóði Vestmannaeyja.<br>
Brynjólfur kynntist konu sinni, Hrefnu Hálfdanardóttur, á Eskifirði og varð þeim tveggja sona auðið: Hálfdan Brynjar er fórst með Helga VE 333 á Faxaskeri 7. jan. 1950 og Gísli Hjálmar málarameistari sem býr á Brimhólabraut 15 hér í bæ.<br>
Brynjólfur kynntist konu sinni, Hrefnu Hálfdanardóttur, á Eskifirði og varð þeim tveggja sona auðið: [[Hálfdan Brynjar Brynjólfsson|Hálfdan Brynjar]] er fórst með Helga VE 333 á Faxaskeri 7. jan. 1950 og [[Gísli Hjálmar Brynjólfsson|Gísli Hjálmar]] málarameistari sem býr á Brimhólabraut 15 hér í bæ.<br>
::::::::::::::::::::::::::::::::::::::'''Snorri í Betel. '''
'''Snorri í Betel. '''




Lína 241: Lína 244:
'''F. 26. jan. 1900 - D. 25. okt. 1995'''<br>
'''F. 26. jan. 1900 - D. 25. okt. 1995'''<br>
Björgvin var fæddur 26. jan. árið 1900 í bænum Víkurgerði við Fáskrúðsfjörð. Þar bjuggu foreldrar hans, hjónin Málfríður Björnsdóttir og Magnús Þorsteinsson. Ungur að árum fór Björgvin að stunda róðra á sumrin þar eystra. Sautján ára fór hann fyrst á vertíð í Eyjum og flutti hingað börn og bú árið 1928.<br>
Björgvin var fæddur 26. jan. árið 1900 í bænum Víkurgerði við Fáskrúðsfjörð. Þar bjuggu foreldrar hans, hjónin Málfríður Björnsdóttir og Magnús Þorsteinsson. Ungur að árum fór Björgvin að stunda róðra á sumrin þar eystra. Sautján ára fór hann fyrst á vertíð í Eyjum og flutti hingað börn og bú árið 1928.<br>
Tuttugu vertíðir sótti Björgvin sjó samfleytt frá Eyjum, en varð þá að hætta sjósókn af heilsufarsástæðum. Hann var alltaf lagningarmaður á línu sem var vandasamt og vont verk. Hér reri hann hjá miklum sægörpum, formönnunum Guðjóni á Heiði og Hannesi á Hvoli, mikið góðir menn sagði Björgvin í blaðatali fyrir nokkrum árum. Þeim hefur trúlega hentað best að hafa mikið góða háseta.<br>
Tuttugu vertíðir sótti Björgvin sjó samfleytt frá Eyjum, en varð þá að hætta sjósókn af heilsufarsástæðum. Hann var alltaf lagningarmaður á línu sem var vandasamt og vont verk. Hér réri hann hjá miklum sægörpum, formönnunum Guðjóni á Heiði og Hannesi á Hvoli, mikið góðir menn sagði Björgvin í blaðatali fyrir nokkrum árum. Þeim hefur trúlega hentað best að hafa mikið góða háseta.<br>
Eftir að Björgvin hætti á sjó vann hann nokkur ár hjá Helga Benediktssyni og hjá Ársæli Sveinssyni í nokkur ár. „Þetta voru mikið góðir menn og gott að vera hjá þeim" sagði Björgvin í nefndu blaðaviðtali. Síðar vann Björgvin í Hraðfrystistöðinni um tíma, en síðast hjá Ísfélaginu fram að gosi.<br>
Eftir að Björgvin hætti á sjó vann hann nokkur ár hjá Helga Benediktssyni og hjá Ársæli Sveinssyni í nokkur ár. „Þetta voru mikið góðir menn og gott að vera hjá þeim“ sagði Björgvin í nefndu blaðaviðtali. Síðar vann Björgvin í Hraðfrystistöðinni um tíma, en síðast hjá Ísfélaginu fram að gosi.<br>
Björgvin var einstaklega jafnlyndur maður, átti kannski einhvern þátt í hversu hár varð aldur hans. Fremur fámáll en viðræðugóður ef eftir var sótt, lagði jafnan gott til mála. Skopskyn hans var í góðu lagi en gráglettni var fjarri honum.<br>
Björgvin var einstaklega jafnlyndur maður, átti kannski einhvern þátt í hversu hár varð aldur hans. Fremur fámáll en viðræðugóður ef eftir var sótt, lagði jafnan gott til mála. Skopskyn hans var í góðu lagi en gráglettni var fjarri honum.<br>
Við Björgvin vorum nágrannar í nokkur ár og hittumst því oft og skiptumst á nokkrum orðum, ekki mörgum því Björgvin var ekki fyrir neinar hrókaræður um lítið efni. Hann var ekki í hópi þeirra sem ræddu um veður og aflabrögð undir Drífanda- eða Geirseyrargafli. Slíkir mannfundir settu sinn svip á umhverfið og voru partur af bæjarlífinu, en eru nú liðin tíð eins og fleira skemmtilegt.<br>
Við Björgvin vorum nágrannar í nokkur ár og hittumst því oft og skiptumst á nokkrum orðum, ekki mörgum því Björgvin var ekki fyrir neinar hrókaræður um lítið efni. Hann var ekki í hópi þeirra sem ræddu um veður og aflabrögð undir Drífanda- eða Geirseyrargafli. Slíkir mannfundir settu sinn svip á umhverfið og voru partur af bæjarlífinu, en eru nú liðin tíð eins og fleira skemmtilegt.<br>
Lína 248: Lína 251:
Björgvin dvaldist á Hraunbúðum síðustu árin og lét vel af vist þar. Hann andaðist 25. október 1995 sáttur við Guð sinn og samtíðarmenn.<br>
Björgvin dvaldist á Hraunbúðum síðustu árin og lét vel af vist þar. Hann andaðist 25. október 1995 sáttur við Guð sinn og samtíðarmenn.<br>
Blessuð sé minning hans.<br>
Blessuð sé minning hans.<br>
:::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::'''H.G.'''
'''H.G.'''




Lína 255: Lína 258:
Magnús var fæddur í Hvammi í Eyjum. Foreldrar hans voru Magnús Þórðarson, þá kaupmaður, ættaður úr Fljótshlíð, og kona hans Margrét Bjarnadóttir frá Ásólfsskála undir Eyjafjöllum.<br>
Magnús var fæddur í Hvammi í Eyjum. Foreldrar hans voru Magnús Þórðarson, þá kaupmaður, ættaður úr Fljótshlíð, og kona hans Margrét Bjarnadóttir frá Ásólfsskála undir Eyjafjöllum.<br>
Þrjú voru þau alsystkinin. Elstur var Þórarinn Thorlacius, f. 1906, fórst 29. janúar 1940 með norsku flutningaskipi ásamt Guðmundi Eiríkssyni frá Dvergasteini og Haraldi Bjarnfreðssyni frá Efri-Steinsmýri í Meðallandi. Þá Magnús en yngst alsystkinanna var Anna Sigrid húsmóðir, f. 1913, d. 20. april 1991, gift Sigurði Gissurarsyni. Magnús ólst upp heima í Hvammi til fermingaraldurs en fór þá að vinna fyrir sér sem títt var um efnilega unglinga í þá daga.<br>
Þrjú voru þau alsystkinin. Elstur var Þórarinn Thorlacius, f. 1906, fórst 29. janúar 1940 með norsku flutningaskipi ásamt Guðmundi Eiríkssyni frá Dvergasteini og Haraldi Bjarnfreðssyni frá Efri-Steinsmýri í Meðallandi. Þá Magnús en yngst alsystkinanna var Anna Sigrid húsmóðir, f. 1913, d. 20. april 1991, gift Sigurði Gissurarsyni. Magnús ólst upp heima í Hvammi til fermingaraldurs en fór þá að vinna fyrir sér sem títt var um efnilega unglinga í þá daga.<br>
Magnús tók vélstjórapróf árið 1941. Hann var vélstjóri hjá kunnum aflamönnum í Eyjum, á mb. Leó hjá Valda Guðjóns, mb. Ágústu með Guðjóni á Landamótum og mb Ársæli hjá Björgvin í Viðey. Um tíma var hann vélstjóri í Hraðfrystihúsi Þórshafnar.<br>
Magnús tók vélstjórapróf árið 1941. Hann var vélstjóri hjá kunnum aflamönnum í Eyjum, á mb. Leó hjá Valda Guðjóns, mb. Ágústu með Guðjóni á Landamótum og m/b Ársæli hjá Björgvin í Viðey. Um tíma var hann vélstjóri í Hraðfrystihúsi Þórshafnar.<br>
Magnús kvæntist árið 1932 Halldóru Halldórsdóttur. Þau bjuggu í Eyjum nokkur misseri en lengst af í Kópavogi og síðast í Mosfellsbæ.<br>
Magnús kvæntist árið 1932 Halldóru Halldórsdóttur. Þau bjuggu í Eyjum nokkur misseri en lengst af í Kópavogi og síðast í Mosfellsbæ.<br>
Magnúsi er svo lýst að hann hafi verið léttur í lund, hlýr og viðræðugóður og smáglettinn. Þau hjón fagnað vel gestum og veitt af rausn. Frændgarður Magnúsar Hlíðdals er stór, hálfsystkin mörg en þeim hjónum tíu barna auðið og níu eru á lífi.<br>
Magnúsi er svo lýst að hann hafi verið léttur í lund, hlýr og viðræðugóður og smáglettinn. Þau hjón fögnaðu vel gestum og veittu af rausn. Frændgarður Magnúsar Hlíðdals er stór, hálfsystkin mörg en þeim hjónum varð tíu barna auðið og níu eru á lífi.<br>
Sjómannadagsblaðið kveður mætan Eyjamann með virðingu og þökk og sendir vandamönnum samúðarkveðjur.
Sjómannadagsblaðið kveður mætan Eyjamann með virðingu og þökk og sendir vandamönnum samúðarkveðjur.


1.368

breytingar

Leiðsagnarval