„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1971/ Um vélar og menn. Hver fann upp vélina?“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
<big><big><center>'''Um vélar og menn</center><big><big><br><br>
FYRIR LÖNGU síðan las ég í unglingabók stutta sögu um Skota, sem hét James Watt. Hún var á þá leið, að eitt sinn er hann á unga aldri sat í eldhúsi móður sinnar, sá hann, að lokið á tekatlinum á eldstónni lyftist, þegar sauð. Þá fór hann að velta fyrir sér, hvað það væri, sem lyfti lokinu. Og þar á staðnum rann upp fyrir honum ljós, þarna var orka. Og svo þegar hann varð stór, fann hann upp gufuvélina.<br>
Mér fannst þetta sérlega eftirtektarverð saga, og ég fór að líta í kringum mig í eldhúsinu heima, og víðar. En það var búið að finna upp alla hluti. Að minnsta kosti fann ég aldrei upp neitt. En þessi James Watt varð mitt átrúnaðargoð, eins og nafni hans, Bond, varð nútíma unglingum.<br>
Það varð þó ekki fyrr en löngu seinna, þegar ég var um langt skeið búinn að glugga í ýmsar vélabækur, sem mér varð ljóst, hvílíkt afrek Watt vann á sinni ævi. Og þá gerði það heldur ekkert til, þó ég kæmist að því, að hann fann ekki upp gufuvélina. Það verður að álíta, að maður að nafni Thomas Newcomben hafi smíðað fyrstu nothæfu vélina. Reyndar átti Newcomben sér líka fyrirrennara, því vitað er, að franskur vísindamaður, Denis Papin, hafði áður lýst því í ritgerð, hver not mættu verða af þenslukrafti vatnsgufu, og árið 1698 fær Englendingur, Thomas Savery, einkaleyfi á mjög frumstæðri vatnsdælu, sem notaði gufuafl til að létta starfið. Mjög lítið er þó vitað um þá vél hans. Og vél Newcombens var ekki annað en vatnsdælu-gufuvél, sem þó var nothæf til að dæla vatni upp úr kolanámum.
James Watt var fæddur í Greenock í Skotlandi 1736. Hann brauzt ungur að aldri til London og komst þar í nám hjá verkfærasmið. En þar lauk hann ekki námi, heldur fór aftur heim til Skotlands og hugðist setja á stofn sitt eigið verkstæði í Glasgow. En iðnaðarmannasamtök borgarinnar meinuðu honum það, af því hann var ekki fulllærður. Þess vegna réðst hann til Glasgow-háskóla, sem „umsjónarmaður stærðfræðitækja.“ Þar hefir hann haft gott af starfinu, því vitað er, að hann varð náinn samstarfsmaður nafngreindra vísindamanna.<br>
Háskólinn eignaðist Newcomben-vél, og af því hún var bæði gallagripur og eyðsluhít í augum vísindamannanna, fólu þeir Watt á hendur að gera ýmsar úrbætur. Sennilega hafa hinir lærðu vísindamenn átt mikinn þátt í fyrstu endurbótunum sem gerðar voru á vélinni, en víst er, að þeir mátu Watt mikils.<br>
Fyrstu endurbæturnar voru í sambandi við þéttun gufunnar, eftir að hún hafði unnið vexk sitt, og það eitt varð til þess, að Watt fór að vinna sjálfstætt að vélaviðgerðum og breytingum í Glasgow. Þar fékk hann svo hugmynd, sem gerbylti vélinni allri. En þær tilraunir urðu kostnaðarsamar, svo hann neyddist til að leita til peningamanns, sem styrkti tilraunir hans, gegn því að hirða 34 hluta ágóða af einkaleyfum, sem hann hafði þá þegar fengið. Þessi samningur mun hafa orðið honum fjötur um
<center>[[Mynd:Vélstjóranámskeið 1936.png|500px|thumb|center|Vélstjóranámskeið 1936.
<center>[[Mynd:Vélstjóranámskeið 1936.png|500px|thumb|center|Vélstjóranámskeið 1936.
Talið frá vinstri, efsta röð: Hermann Helgason, Emil M. Andersen, Aðalsteinn Indriðason, kennari, Guðmundur Þorvaldsson, forstöðumaður, Kjartan Jónsson, kennari, Sveinn Jónsson, Sigurður Bjarnason. 2. röð: Kjartan Jónsson, J. Guðleifur Ólafsson, Árni K. Finnbogason, Ólafur J. Markússon. 3. röð: Arnoddur Gunnlaugsson, Gestur Guðjónsson, Einar Runólfsson, Guðmundur Hákonarson, Magnús Helgason, Adólf G. Jónsson. 4. röð: Tryggvi Gunnarsson, Gísli R. Sigurðsson, Guðsteinn Þorbjörnsson, Óskar Eyjólfsson, Trausti Guðjónsson, Kristinn Sigurðsson, Guðmundur Kristjánsson. 5. röð: Sigurjón Ólafsson, Brynjólfur Brynjólfsson, Guðmundur K. Ólafsson, Björgvin Guðmundsson, Jón Auðunsson, Ingólfur Matthíasson, Jón Valdimarsson.]]</center>
Talið frá vinstri, efsta röð: Hermann Helgason, Emil M. Andersen, Aðalsteinn Indriðason, kennari, Guðmundur Þorvaldsson, forstöðumaður, Kjartan Jónsson, kennari, Sveinn Jónsson, Sigurður Bjarnason. 2. röð: Kjartan Jónsson, J. Guðleifur Ólafsson, Árni K. Finnbogason, Ólafur J. Markússon. 3. röð: Arnoddur Gunnlaugsson, Gestur Guðjónsson, Einar Runólfsson, Guðmundur Hákonarson, Magnús Helgason, Adólf G. Jónsson. 4. röð: Tryggvi Gunnarsson, Gísli R. Sigurðsson, Guðsteinn Þorbjörnsson, Óskar Eyjólfsson, Trausti Guðjónsson, Kristinn Sigurðsson, Guðmundur Kristjánsson. 5. röð: Sigurjón Ólafsson, Brynjólfur Brynjólfsson, Guðmundur K. Ólafsson, Björgvin Guðmundsson, Jón Auðunsson, Ingólfur Matthíasson, Jón Valdimarsson.]]</center>

Útgáfa síðunnar 10. maí 2017 kl. 14:42

Um vélar og menn



FYRIR LÖNGU síðan las ég í unglingabók stutta sögu um Skota, sem hét James Watt. Hún var á þá leið, að eitt sinn er hann á unga aldri sat í eldhúsi móður sinnar, sá hann, að lokið á tekatlinum á eldstónni lyftist, þegar sauð. Þá fór hann að velta fyrir sér, hvað það væri, sem lyfti lokinu. Og þar á staðnum rann upp fyrir honum ljós, þarna var orka. Og svo þegar hann varð stór, fann hann upp gufuvélina.

Mér fannst þetta sérlega eftirtektarverð saga, og ég fór að líta í kringum mig í eldhúsinu heima, og víðar. En það var búið að finna upp alla hluti. Að minnsta kosti fann ég aldrei upp neitt. En þessi James Watt varð mitt átrúnaðargoð, eins og nafni hans, Bond, varð nútíma unglingum.
Það varð þó ekki fyrr en löngu seinna, þegar ég var um langt skeið búinn að glugga í ýmsar vélabækur, sem mér varð ljóst, hvílíkt afrek Watt vann á sinni ævi. Og þá gerði það heldur ekkert til, þó ég kæmist að því, að hann fann ekki upp gufuvélina. Það verður að álíta, að maður að nafni Thomas Newcomben hafi smíðað fyrstu nothæfu vélina. Reyndar átti Newcomben sér líka fyrirrennara, því vitað er, að franskur vísindamaður, Denis Papin, hafði áður lýst því í ritgerð, hver not mættu verða af þenslukrafti vatnsgufu, og árið 1698 fær Englendingur, Thomas Savery, einkaleyfi á mjög frumstæðri vatnsdælu, sem notaði gufuafl til að létta starfið. Mjög lítið er þó vitað um þá vél hans. Og vél Newcombens var ekki annað en vatnsdælu-gufuvél, sem þó var nothæf til að dæla vatni upp úr kolanámum. James Watt var fæddur í Greenock í Skotlandi 1736. Hann brauzt ungur að aldri til London og komst þar í nám hjá verkfærasmið. En þar lauk hann ekki námi, heldur fór aftur heim til Skotlands og hugðist setja á stofn sitt eigið verkstæði í Glasgow. En iðnaðarmannasamtök borgarinnar meinuðu honum það, af því hann var ekki fulllærður. Þess vegna réðst hann til Glasgow-háskóla, sem „umsjónarmaður stærðfræðitækja.“ Þar hefir hann haft gott af starfinu, því vitað er, að hann varð náinn samstarfsmaður nafngreindra vísindamanna.
Háskólinn eignaðist Newcomben-vél, og af því hún var bæði gallagripur og eyðsluhít í augum vísindamannanna, fólu þeir Watt á hendur að gera ýmsar úrbætur. Sennilega hafa hinir lærðu vísindamenn átt mikinn þátt í fyrstu endurbótunum sem gerðar voru á vélinni, en víst er, að þeir mátu Watt mikils.
Fyrstu endurbæturnar voru í sambandi við þéttun gufunnar, eftir að hún hafði unnið vexk sitt, og það eitt varð til þess, að Watt fór að vinna sjálfstætt að vélaviðgerðum og breytingum í Glasgow. Þar fékk hann svo hugmynd, sem gerbylti vélinni allri. En þær tilraunir urðu kostnaðarsamar, svo hann neyddist til að leita til peningamanns, sem styrkti tilraunir hans, gegn því að hirða 34 hluta ágóða af einkaleyfum, sem hann hafði þá þegar fengið. Þessi samningur mun hafa orðið honum fjötur um













Vélstjóranámskeið 1936. Talið frá vinstri, efsta röð: Hermann Helgason, Emil M. Andersen, Aðalsteinn Indriðason, kennari, Guðmundur Þorvaldsson, forstöðumaður, Kjartan Jónsson, kennari, Sveinn Jónsson, Sigurður Bjarnason. 2. röð: Kjartan Jónsson, J. Guðleifur Ólafsson, Árni K. Finnbogason, Ólafur J. Markússon. 3. röð: Arnoddur Gunnlaugsson, Gestur Guðjónsson, Einar Runólfsson, Guðmundur Hákonarson, Magnús Helgason, Adólf G. Jónsson. 4. röð: Tryggvi Gunnarsson, Gísli R. Sigurðsson, Guðsteinn Þorbjörnsson, Óskar Eyjólfsson, Trausti Guðjónsson, Kristinn Sigurðsson, Guðmundur Kristjánsson. 5. röð: Sigurjón Ólafsson, Brynjólfur Brynjólfsson, Guðmundur K. Ólafsson, Björgvin Guðmundsson, Jón Auðunsson, Ingólfur Matthíasson, Jón Valdimarsson.



Kátir karlar á bryggjunni.- Sveinn útvegsbóndi frá skálholti, Hanni í Svanhól, Leifi í Laufási, og Sigurður Einarsson (Sigurðssonar ríka)



Vestmannaeyjahöfn mesta útflutningshöfn landsins. Frá Vestmanneyjahöfn voru fluttar út 39.600 lestir sjávarafurða árið 1970, að andvirði rúmar 1200 millj. kr.