Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1967/Gömul skipshafnarmynd

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 28. júní 2016 kl. 14:15 eftir Mardis94 (spjall | framlög) Útgáfa frá 28. júní 2016 kl. 14:15 eftir Mardis94 (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Hér er skipshöfn Guðleifs Elíssonar frá Brúnum sumarið 1915 á m/b Víkingi á Seyðisfirði. Það er hans síðasta formannsár þar, því að hann fórs við Vestmannaeyjar 5. janúar 1916 með m/b Íslendingi. Standandi frá vinstri: Guðleifur Elísson Brúnum Eyjafjöllum, Skæringur Hróbjartsson Raufarfelli Eyjafjöllum, Guðmundur Elisson Seljalandi Eyjafjöllum, bróðir Guðleifs. Sitjandi Eyjólfur Sigurðsson Minni Borg Eyjafjöllum. Hann drukknaði með Guðleifi.