Sigfús Scheving

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. júlí 2006 kl. 08:28 eftir Margret (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. júlí 2006 kl. 08:28 eftir Margret (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Sigfús ásamt konu sinni Sesselju og barnabörnum.

Sigfús Vigfússon Scheving, Heiðarhvammi, fæddist á Vilborgarstöðum í Vestmannaeyjum 2. maí 1886 og lést 3.maí 1964. Foreldrar hans voru Vigfús P. Scheving og Friðrikka Sighvatsdóttir. Sigfús var kvænur Sesselju Sigurðardóttur og bjuggu þau í Heiðarhvammi við Helgafellsbraut. Þau eignuðust tvö börn, Vigfús Helga og Guðrúnu Sigríði.

Sigfús byrjaði ungur sjómennsku í Eyjum á opnu skipi. Um tvítugt fór Sigfús í Sjómannaskóla Reykjavíkur og lauk þar meira fiskimannaprófi eftir einn vetur með fyrstu einkunn. Var Sigfús sá fyrsti sem lauk þessu prófi frá Vestmannaeyjum. Sigfús kom aftur til Vestmannaeyja árið 1911. Ári síðar gerðist hann formaður með Kapitólu en 21. apríl 1912 sökk hún. Þrír björguðust en einn drukknaði. Eftir það var Sigfús meðal annars formaður á Haffrú og Maí.



Heimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.