Selir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 3. júní 2005 kl. 13:26 eftir Jonas (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. júní 2005 kl. 13:26 eftir Jonas (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Selir eru nokkuð við Vestmannaeyjar, bæði landseli og útseli. Ekki er þó hægt að tala um sérstaka hjörð við Vestmannaeyjar þar sem selafánan er líklega hluti af hjörð við suðurströnd meginlandsins. Bæði landselur og útselur kæpa í Surtsey og hafa gert síðan árið 1983, útselir að staðaldri en landselir öðru hvoru, en liggja þar annars í æti. Fljótlega eftir myndun Surtseyjar fóru selir að venja þangað komur sínar. Líklegt er því að útselir hafi verið til staðar í grendinni þá þegar. Fyrst varð vart við landsel við Surtsey árið 1972. Útselur sást fyrst árið 1982 við talningu kópa á selalátrum á suðurströndinni en ólíklegt verður að telja að það hafi verið í fyrsta skipti sem útselur hafi komið þar við.