Mormónar

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 28. júlí 2005 kl. 09:42 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 28. júlí 2005 kl. 09:42 eftir Daniel (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Mormónar hófu að venja komu sína upp úr miðri 19. öldinni. Einhverjir tóku þá við trúnni og skírt var til trúarinnar á nokkrum stöðum á eynni, m.a. suður í Ræningjatanga, í Torfmýri og í Litlu-Löngu. Þær athafnir fóru helst fram á haustkvöldum við tunglskin. Um 1870 greip um sig mikill áhugi á mormónatrú þegar trúboðar frá Utah, Bandaríkjunum, komu til Eyja. Voru þeir hjá Sveini beyki á Löndum og héldu messur þar. Ekki voru allir jafn hrifnir af þessu trúboði og hófu kirkjan og yfirvöld baráttu gegn þessari nýmóðins trú. Reyndi presturinn, Séra Brynjólfur Jónsson, að telja þeim nýju í trúnni hughvarf. Árið 1873 komu Magnús Bjarnason og Loftur Jónsson frá Þorlaugargerði til þess að reyna að snúa mönnum til mormónsku. Margir tóku trúnna og fóru til Utah með þeim félögum. Góður vinur Hannesar Jónssonar, lóðs, tók trúnna og reyndi að sannfæra Hannes um að taka trúnna en hann var fastur fyrir. Hannes sótti þó stundum messur þeirra en var alltaf fráhverfur.



Heimildir

  • Frá mormónunum í Eyjum. Gamalt og nýtt. 4. árg. 2. hefti 1952. Reykjavík: Víkingsprent.